Leita í fréttum mbl.is

Sunnudags morgunn í Noregi

Í dag vöknuðum við snjókomu.  Við skelltum okkur á lappir og fíruðum upp í arninum til að koma hita í húsið.  Svo er borðað heimalagað norsk brauð með áleggi(pålegg) og tilheyrand. Það er búið að sjóa stanslaust í tvo daga.  Það er allt að komast uppúr kössum.  Ástrós fær reyndar ekki inni á leikskóla strax.  Þurfum að finna eitthvað út úr því.  Mynda plássið er að verða búið hér á blogginu þannig að ég skellti bara inn mynda safni á Picasa Web.  Þar mun ég setja inn fleiri myndir.

 

Í gær var íslenskt nammi kvöld.  Fengum okkur íslenskar súkkulaði rúsínur, Lakkrís og Tópas.  Það féll vel í kramið hjá öllum.  Ástrós er búinn að vera að sveima fyrir þessu alla vikunna.  Í dag ætlum við að fara í heimsókn í Laudal hér stutt frá.  Ætlum að heimsækja local fólk sem að Hulda hefur ekki hitt lengi.

Hér fyrir utan er mikil og stórfengleg náttúra. Húsið liggur í dalverpi sem að tilheyrir Mandal.  Hér liggja hús meðfram ánni sem að heitir Mandals Elva.  Húsið sem að við búum í liggur einmitt við ánna.  Í ánni er bæði lax og silungur.  Einnig Elgir og Dádýr sem að rölta um í skógar þykkninu.  Skógurinn hér er allstaðar má segja frá fjalli og niður í fjöru.  Við erum umkringd skóg á alla kanta. Fyrir ofan húsið er skógur sem að við eigum eftir að kanna.  Hlakka mikið til þegar snjóa fer að leysa og ís fer af ánni.  Þá sést allur dýrðar ljóminn betur.  

Þetta er hrein og bein náttúru paradís.

Norðmenn endurvinna og hér meðframm ánni endur vinna allir.  Erum heldur betur farinn að finna smjör þefinn af því.  Hér er allt endur unnið.  Plast þarf að flokka í sér fötu.  Matar afgangar í sér fötu. Málmur og annað er sett í sér fötu. Svo er pappírinn notaður til að kveikja upp í arninum.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband