Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Litla hetjan mín

Ég á litla stelpu sem að er mikill grallari og er 3ja ára.  Í kvöld sofnaði hún í fyrsta skipti án þess að vera með snuð.  Tók ekki langan tíma c.a. 1 tíma.  Enn við eigum eftir að sjá hvert þetta leiðir.  Hún horfði á okkur með stórum bláum augum og spurði bara af hverju?  Við sögðum henni að bú væri hún orðin stór og þyrfti ekki snuð lengur.  Björgunarhringurinn horfinn. 

 

Vinnan er byrjuð og allt komið í eðlilegt far eftir ferðina. Mér fannst reyndar við öll hafa gott af því að fara svona saman út í heim.  Þetta þétti okkur öll saman.

Við vorum einmitt að tala um hvað þetta gekk allt saman vel. Engin vandræði sem að hægt var að tala um. Og Ástrós stóð sig eins og hetja fór í flugvél, lest, ferjur og bílaleigubíl og kom til 3ja landa á 2 ½ viku, og aðeins 3ja ára.  Ég var sex ára þegar ég fór út fyrst og Hulda var 16 ára þegar hún fór fyrst til útlanda.  Bara verst að þegar maður er 3ja ára þá lifir þetta ekki lengi í minningunni en hver veit.  Það eina sem að ég veit er að við eigum eftir að fara sama til útlanda aftur langar að fara með hana til Disney World þegar hún verður aðeins stærri.  En við náðum þó að fara með hana í tívolí í Svíþjóð ( Grönalund- Stockholm), dýragarð í Noregi ( Dyreparken-Kristiansand) og Lególand í baunalandi.  Bara nokkuð þéttur pakki. 

Ef að ég fengi að velja myndi ég flytja til Svíþjóðar er að fíla það land.  Fellur vel í kramið hjá mér.  Noregur er of dýr og ekkert sérstaklega spennandi nema fyrir þær sakir að þeir hafa fallegt landslag. That it.  Danmörk er svona lala mjög ódýrt og allt það en ekkert spennandi.  Bara flatlendi og aðeins dýrara en Svíþjóð nema áfengi það er ódýrara (gott fyrir Rauðvíns fíkilinn mig).

 

Við Hulda erum víst búinn að vera gift í 1 ára ( klapp klapp)  áttum pappírs brúðkaupsafmæli.  Keyptum okkur nýtt sófaborð af því tilefni ( en það er samt ekki úr pappír). 


Kominn heim í Sólarfrí

Hæ,

Við komum heim í dag. En í gær fórum við í heimsókn til Ödda svona surprize. Hringdi í Ingu systir á afmælidaginn hjá "gamla" og hún sagði okkur bara að koma í heimsókn sem og við gerðum með hjálp frá GPS mjög þægilegt.  Tók bara um 1 tíma að keyra frá Kloster til Skive þar sem að Inga og Co eru hjá Jónsa og Báru.  En svo að við hödum áfram með heimferðina þá er náttúrulega fösudagurinn 13.  Við lögðum af stað frá Kloster um 0730 á lestarstöð rúman einn tima frá okkur.  Þaðan fórum við með lest til Kastrup að við héldum.  Vorum með miða og allt á tæru.  Svo þegar leið á lestar ferðina tókum við eftir því að við vorum aðeins með gilda miða til höfuðborgarinnar en ekki alla leið á flugvöllinn eins og við hélum fyrstu.  Hulda beitti síðnum sjarmör til að koma okkur til Kastrup með "við erum bara útlendingar" tækninni góðu án auka kostnaðar. Komum á flugvöllinn og tékkuðum okkur inn öll standby að við héldum.  Þar sem ég kominn með það háann starfsaldur (Viddi Gamli) að ég var með bókað sæti en ekki Hulda og Ástrós FootinMouth. Þetta var tvísínt með að þær kæmust með í fyrstu.  En ekkert vandamál komumst með heim öll sömul í dag.  Það er gott að vera kominn heim í sólina.  Samt þrátt fyrir misjafnt veður var þetta frábær ferð sem að við gleymum alldrei.

 Viddi að hlaupa á stróndinni í Mandal, Noregi, FIS Léttur sem ávalt ;)

[smella á mynd til að skoða]

 


Kveðja frá Kloster í Danmörku

Sælt veri fólkið.
Jæja, nú fer heldur betur að styttast í það að við komum heim á klakann og eins gott að við fáum smá gott veður þegar að heim kemur!!!
Síðastliðinn sunnudag fór ég með Viðar og Ástrós í bíltúr. Keyrði með þau til Mandal og sýndi þeim skólann minn og fór með þau niður að Sjösanden en það er ströndin í Mandal. Við fengum okkur smá göngutúr eftir ströndinni í rokinu og leifðum sjónum að leika við tærnar á okkur. Það var yndislegt en hefði mátt vera örlítið hlýrra... Fengum okkur svo pizzu á Jonas B. Gundersen í göngugötunni í Mandal. Bestu pizzurnar í bænum ef þið spyrjið mig...!
Eftir að við vorum búin að borða fór ég með þau upp í Marnardal og sýndi þeim bæði Laudal og Åsen, þar sem ég bjó hvað lengst. Åsen er náttúrulega lengst uppi á fjalli þannig að Viðar var nú ekki alveg ná því að við skyldum virkilega hafa búið þarna!!!
Við skiluðum svo bílaleigubílnum eftir þessa ferð okkar og tókum strætó heim til Nils.
Mánudagurinn fór í það að koma sér til Danmerkur.
Það var 2 tíma seinkun á Color Line ferjunni þannig að við vorum ekki komin til Hirtshals fyrr en kl 14.45 í staðinn fyrir 12.45 eins og áætlað var.
En við komumst á leiðarenda og hittum Erlu og það skipti mestu máli. Og það var svo yndislegt að hitta hana loksins!!! Hún beið auðvitað með kaffi handa Viðari og hann varð þvílíkt hamingjusamur!!!Við keyrðum svo til Kloster þar sem hún býr en það er á vestur Jótlandi.
Fórum svo í Legoland í gær og skemmtum okkur konunglega í 6 tíma!!! Erum svo búin að fara til Herning í dag og skoða okkur um og ég fékk meira að segja að versla smá í skrappbúð!!!
Jæja, læt þetta duga að sinni.
Setjum inn myndir þegar að við komum heim.
Knús og kossar á línuna.
Hulda, Viðar og Ástrós Erla.


Dyreparken (Dýragarðurinn) í Kristiansand

Hæ, hæ Smile

 

Jæja, í dag var farið í Dyreparken í Kristiansand í AUSANDI rigningu!!!
Það var reyndar bara skýjað þegar að við fórum heiman að frá Nils en þegar að við nálguðumst Dyreparken þá fór að HELLIRIGNA... OG það versta var að við Viðar áttum ekki regnföt og vorum bara með jakka/gallajakka með okkur... Nokkuð augljóst að það myndi ekki duga okkur lengi nei...
Svo við söðluðum aðeins um, skelltum okkur inn í Sörlandssenteret (stærsta verslanamiðstöð í suður Noregi) og keyptum okkur góðan vind- og vatnsheldan fatnað (buxur og jakka) á 499 krónur norskar sem líklega eru um 5500 kr íslenskar.
Skelltum okkur svo í garðinn og skemmtum okkur konunglega þrátt fyrir rigninguna.
Sáum ljón, tígisdýr, gíraffa, krókodíla, slöngur, strúta, flamingóa, apa og heilmikið af öðrum dýrum. Og tókum að sjálfsögðu myndir eins og brjálæðingar.
Fórum auðvitað í Kardemommubæ sem er þarna og vorum svo ljónheppin að sjá hluta af leikritinu leikinn á norsku. Þetta var síðasti hluti leikritsins þar sem Kasper fær starf slökkviliðsstjóra, Jónatan fær starf aðstoðarbakara og Jesper starf sirkusstjóra. Við sáum semsagt ræningjana, Bastian bæjarfógeta, Sörensen (var hann bakarinn eða pylsugerðarmaðurinn???) og svo auðvitað hana Soffíu frænku!!! Þetta var alveg stórkemmtilegt og Ástrós var alveg í skýjunum með þetta allt saman. Eki spillti fyrir að við mæðgur fórum í lestarferð með lestinni í Kardemommubæ og fengum smáköku... Það fannst minni sko toppurinn.
Við fórum svo úr garðinum um kl 18 og skelltum okkur í búð á leiðinni heim og keyptum í matinn og elduðum í fyrsta skipti í næstum því 2 vikur!!! Höfðum bara einfaldan mat, reykta kjötpylsu steikta á pönnu, hvítlauksbrauð, salat og sósupasta.
Á morgun ætlum við svo að fara í bíltúr til Mandal og Marnardal og ég ætla að reyna að sýna þeim hvar ég var í skóla og bjó fyrir 8 árum síðan. Svo þurfum við að skila bílaleigubílnum... Það verður pínu sorglegt vegna þess að við erum búin að taka ástfóstri við þennan blessaða bíl. Erum svo að fara með Color Line til Hirsthals á mánudagsmorgun kl 8.15. Svo það eru spennandi dagar framundan.
Látum fylgja með myndir frá atburðum dagsins.
Knús frá Kristiansand, Hulda, Viðar og Ástrós Erla.

Mæðgurnar við innganginn í Afríkua Ástrós og Mamma að spila á bongótrommur hjá Gíröfunum Strútur að smakka skóna hennar mömmu Ástrós og Pabbi fyrir framan apabúrið... Einn af  Ástrós fannst Krókudíllinn vera merkilegasta dýrið

Stóra ljónið að kíkja á okkur í glugganum sínum Sáum Tígran borða .. kannski ferðamann hver veit? Íbúar Kardemommubæjar

Ástrós og Pabbi við Trígrabúrið Svartur svanur og fullt af brauðþyrstum Koi gullfiskum fyrir neðan hann


Komin til Kristiansand í suður Noregi!!!

Sælt veri fólkið.
Það var frekar uppgefin fjölskylda sem kom að Voieåsen 37b í Kristiansand um kl 21.30 (að staðartíma) nú í kvöld.
Við skulum byrja á byrjuninni á Noregsferðinni okkar en hún hófst í gærmorgun þegar að við fórum á fætur í Svíþjóð kl 4.30 (ath kl 2.30 að íslenskum tíma!!!) og Mathias keyrði okkur á flugvöllinn í Stockholm. Þar tókum við SAS flug til Bergen í Noregi og lentum þar þegar klukkan var að verða 11 í gærmorgun. Þegar að við vorum búin að fá töskurnar okkar fórum við og fundum Europcar en hjá þeim vorum við búin að bóka bílaleigubíl. Við fengum þetta líka æðislegan bíl sem við dýrkum alveg. Þetta er Skoda Roomster, 5 dyra bíll og með GÓÐU SKOTTI!!!
Ekki veitir af þar sem við erum bókstaflega búin að versla af okkur rassgatið og rúmlega það...
Við ákváðum að nota tækifærið og keyra niður í miðbæ Bergen og skoða bryggjuna fyrst að við vorum nú hvort eð er komin á svæðið. Siggi mágur lánaði okkur GPS staðsetningartækið sitt og það er svo sannarlega búið að koma að góðum notum (knús á þig Siggi minn Kissing ). Við notuðum semsagt græjuna til að koma okkur á staðinn og þaðan í burtu aftur.
Við upplifðum alvöru götumarkaðsstemingu og fiskisalar voru út um allt!!! Það var sko eitthvað fyrir hann Viðar get ég sagt ykkur!!! Hann var alveg í himnaríki yfir þessu öllu saman. Ástrós skemmti sér líka við að skoða ljóta og furðulega fiska með pabba sínum. Við fórum svo og fengum okkur hádegismat og ég dró þau með mér á Peppes Pizza - og ég er ennþá að melta það hvað ég er búin að sakna þessa pítsustaðs mikið síðan að ég flutti frá Noregi!!! Pizzan var algjört æði og við nutum þess alveg í botn að borða úti í 25 stiga hita og sól.
Við keyrðum svo eftir því sem leið lá til Gjermundshamn en þar tókum við bílferju yfir til Löfallstrand og keyrðum svo þaðan til Odda. Fórum í gegnum óteljandi göng á leiðinni til Gjermundshamn og hafði Viðar á orði að Bergen væri eins og götóttur ostur. En lengstu göngin fórum við samt í gegnum rétt áður en við komum til Odda. Þau göng eru AÐEINS 11150 m!! Já, við erum að tala um rúmlega 11 km löng göng!!! Ég hefði viljað sjá aumingja mömmu með sína innilokunarkennd keyra þessi göng... Woundering
Þegar til Odda kom fórum við beint á Odda hytte- og gjestegård þar sem við höfðum bókað okkur herbergi fyrir nóttina og tékkuðum okkur inn. Sem var eins gott vegna þess að seinna um kvöldið var allt uppbókað. Fengum þetta fína herbergi en við klikkuðum á því að fá 2 sængur og 2 kodda í viðbót svo við létum Ástrós Erlu sofa með sængina og koddann en við sváfum með sængurver og sinn hvorn púðann í koddaveri. Maður bjargar sér bara á svona ferðalögum.
Þegar við vorum aðeins búin að fríska okkur upp fórum við svo til Besta (ömmu) eða eins og Ástrós er búin að læra að segja: "oldemor" og þar hittum við líka "tante" Liv Åse og litlu dóttur hennar sem heitir Malin. Litlu segji ég já, hún var 4 ára þegar ég hitti hana síðast... Í dag er hún 12 ára!!!
Besta, eins og henni einni er lagið, var búin að elda grýturétt fyrir okkur ásamt salati og brauði svo að við fengjum nú kvöldmat. Og svo var farið með okkur heim til Liv Åse þar sem okkur var boðið upp á súkkulaðiköku að hætti ömmu. Æðislegt alveg.
Eftir að feimin var farin af Ástrós Erlu þá sjarmeraði hún alla gjörsamlega upp úr skónum og sló Bjarte (eiginmann Liv Åse) líka alveg út af laginu. Hún þykir afskaplega falleg, blíð og yndisleg og hún bræddi langömmu alveg þegar að hún fór til hennar og gaf henni knús.
Við hittum þær svo aftur í morgun þegar að við fórum með gjafirnar til þeirra. Við gleymdum nefnilega að taka þær með okkur í gærkvöldi. Svo við heilsuðum aðeins upp á ömmu í morgun og hún tók líka gjafirnar til Björn Inge og Ellen Marie. Kíktum svo aðeins niður í göngugötuna, keyptum 2 afmælisgjafir, 1 sængurgjöf og skyrtu og nærbuxur á Viðar. Fórum svo um kl 12 til Liv Åse og ákváðum að stoppa bara svona til í mesta lagi 13 og leggja svo af stað. En tíminn hjá frænku leið mikið hraðar heldur en hann átti að gera og við fórum ekki frá henni fyrr en klukkan var að verða 14!!!
Keyrðum frá Odda til Röldal þar sem við fengum okkur pylsur og skoðuðum stafkirkju. Dásamleg upplifun enda hafði ég bara lesið um þær en aldri farið inn í eina slíka. Ástrós fannst þetta aftur á móti frekar leiðinlegt... Til hvers að kíkja inn í einhverja hundgamla kirkju?!?!?!?!
Keyrðum svo áfram og lentum í sól, skýuðu veðri og ausandi rigningu. Já, það er til misjafnt veður á fleiri stöðum heldur en á Íslandi!!!
Komumst nú samt á leiðarenda og erum búin að koma Ástrós Erlu í ró. Hún er búin að vera ofsalega dugleg í dag þrátt fyrir langa keyrslu og við getum ekki annað en dáðst að henni. En við finnum það að hún er farin að verða pínu rugluð enda ekkert skrítið miðað við ferðalagið.
Nú vonum við bara að við fáum gott veður (hóst) til að geta farið í dýragarðinn en annars verður bara farið í rigningu... Við höfum Ástrós Erlu þá bara í regngallanum og við kaupum okkur regnslár...
Látum fylgja með nokkrar myndir sem þið getið smellt á til að stækka:

Skoda Roomster - flottur bíll

Ástrós og mamma við Bryggjuna í Bergen

Viddi túristi

Krabbar tveir að horfast í augu...

Peppes Pizza... NAMM!!!

Ástrós Erla í bílferjunni

Ástrós Erla og tante Liv Åse

Ástrós Erla og oldemor

Frænkurnar Malin og Ástrós Erla

Röldal Stavkirkje

Hvernig hafið þið það þarna í aftursætinu???


Nú er komið að því...

Jæja, þá er komið að því að við erum að fara til Noregs.
Ég er búin að senda Liv Åse sms og þau bíða spennt eftir því að hitta okkur á morgun í Odda. Fyrir ykkur sem ekki vitið það þá er "tante" Liv Åse föðursystir mín.
Við erum búin að eiga yndislegan tíma hérna í Svíþjóð og það verður erfitt að kveðja á morgun... Meira að segja Moa og Linda áttu erfitt í kvöld þegar þær voru að kveðja okkur. Og ég held að Moa hafi fyrir rest grátið sig í svefn. Þær eru strax farnar að sakna okkar og sérstaklega Ástrósar Erlu sem þær hafa tekið eins og litlu systur og passað eins og sjáaldur augna sinna.
Það hefur okkur fundist alveg stórmerkilegt þar sem Moa er 6 ára og Linda 9 ára. Þær hafa meira að segja lagt það á sig að læra nokkur orð á íslensku til að geta fengið Ástrós Erlu til að koma með sér og annað þvíumlíkt.
En nú er komið að leiðarlokum að þessu sinni.
Við eigum pottþétt eftir að koma aftur og vonandi fyrr en seinna.
Knús og kossar á línuna frá Svíþjóð.
Hulda, Viðar og Ástrós Erla.

 P.S: Næsta færsla verður að öllum líkindum ekki fyrr en um helgina þegar að við verðum í Kristiansand.


Vi har vært til Gröna Lund i dag!

Við erum svei mér þá næstum því farin að tala eins og innfædd hérna... Meira að segja íslenskan er farin að vera með SÆNSKUM hreim!!!
Í dag var dásamlegt veður og náði hitinn rúmlega 30°c þegar mest var!!!

Við ákváðum að nota daginn og fara til Gröna Lund en það er tívolíið hérna í Stockholm.
Það var ekkert smá æðislegt og Ástrós Erla fékk frítt inn og frítt í öll tæki sem hún mátti fara í. Henni fannst þetta æðislegt. Hún fékk pönnukökur í hádegismat. Og ekki spillti svo fyrir að hún fékk 2 bangsa sem Viðar vann fyrir hana, höfrung og Bangsímon. Já, hún er í himnaríki hérna og syngur og hummar allan liðlangan daginn.
Therese og Mathias eru yfir sig hrifin af henni og hún dýrkar þau líka, kyssir þau og knúsar eftir hverja máltíð og líka inn á milli. Ég fékk að heyra það í kvöld að það sé gott að kúra í fanginu á Mathias frænda og knúsa hann, hann sé með heitt og gott fang að liggja í.

Í gær fórum við svo til Sydpoolen en það er vatnagarður sem liggur í Södertälje (1 klst keyrsla). Við skemmtum okkur konunglega, sérstaklega Ástrós Erla sem elskar vatn. Á heila og hálfa tímanum var sett sog í vatnið þannig að það komu öldur og allt gekk í bylgjum. Þetta fílaði Ástrós Erla í botn!!! Og hún skellihló að þessu öllu saman. Við fórum svo á McDonalds til að fá okkur að borða eftir á vegna þess að við vorum aðframkomin af hungri. Við fórum svo í bíltúr og fengum að sjá ýmislegt skemmtilegt, meðal annars salinn sem Mathias og Therese eru búin að leigja fyrir brúðkaupsveisluna sína en þau ætla að gifta sig næsta sumar. InLove

Við erum annars bún að sjá fullt af skemmtilegum dýrum; dádýr, froska, flott fiðrildi og í kvöld sáum við og fengum að klappa broddgelti!!! Viðar er í himnaríki yfir þessu öllu. Viddi Attenborough er fæddur W00t
Set inn myndir af svona því helsta hérna fyrir neðan.

Knús og kossar frá Svíþjóð,
Hulda, Viðar og Ástrós Erla.

Ástrós og Viðar í tívolíinu

Ástrós að borða pönnukökur

Ástrós Erla í speglasalnum

Ástrós Erla og mamma í Gröna Lund

Ástrós Erla getur orðið reið á svipinn...!

Dádýrið í garðinum í morgun

Fiðrildi

Froskurinn í tjörninni

Broddgölturinn að þefa af eggjunum frá Therese

 


Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband