Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Bólusetning og framandislóðir

Já fór í bólusetningu á fimmtudag þar sem að ég var bólusettur við öllum óþvera sem að fyrir finnst í landi einu við miðbaug nánar tiltekið í heimsálfunni Afríku.  Ég ásamt nokkrum úr vinnunni vorum sendir til bólusetningar vegnar hugsanlegrar ferðar til þessa hrjórstrugua lands á vegum vinnunnar.  Upplýsi það kannski seinna þar sem að þetta er á viðkvæmu stigi.  Ég fór eins og áður sagði í slagtogi við 2 aðra til bólusetningar.  Þeir hafa báðir fengið hinar ýmsu bólusetningar vegna út rásar í vinnunni og ég hafði sleppt þessum bólusetningum þar til nú þrátt fyrir mikið heimshorna brölt.  Hún (lænirinn) sagði að ég yrði sennilega veikur eftir þessar sprautur 7 þar sem að vanalega mætti ekki bólusetja svona mikið í einu.  Ég jánkaði áhætunni og 7 sprautur með bóluefni fyrir hinum ýmsu hitabeltis sjúkdómum sem að herja á svæðið var dælt í mig.  Ég fór heim eftir vinudaginn og beið og beið en ekkert gerðist. Ég hlýt að vera galvariseraður að innan því að ekki varð ég veikur eftir þessa bóluefna súpu.  Reindar eins og við þekkjum öll þá er mismunandi hvað ofnæmis kerfið okkar er sterkt.  Sumir sem að ég hef talað við í vinnunni lögðust í bælið með flensu og óþvera eftir slíkar sprautur en ég virðist hafa sloppið.

Icelandair byrjar að fljúga til Seattle í BNA í sumar.  Ég var í Seattle tvær vikur fyrir rúmu 1 1/2 ári síðan.  Þessi borg er mjög skemmtileg.  Var einmitt á íbúðar hóteli í miðbæ Seattle sem að hét Pike Street Suites en heitir núna Homewood Suites Hilton.  Í Seattle er mikið að sjá og borgin iðar af lífi. Þótt að dollarinn sé kannski ekki hagstæður um þessar mundir bíður borgin upp á mikla og góða upplifun m.a. góða blues bari, steikhús, leikhús og verslannir og fleira og fleira.  Svo má ekki gleyma að fara í Space Needle.  Fór þarna upp og útsýnið yfir borgina er frábært.  Fór þarna rétt fyrir sólarlag og mæli með því sama fyrir aðra.  Seattle borg heillaði mig mikið og hef ég komið til all nokurra borga í USA og þar stendur Seattle uppúr.  Seattle er ekki of dýr borg m.a. er New York mjög dýr en seattle getur ekki talist það miðað við New York.  Flugtíminn er ekkert of langur eða 7-8 tímar svona sviðað og Orlando flug.  Það eina sem að plagar mann er kannsi tíma mismunirinn því að það er -7 tíma munur á sumrinn og -8 á veturnar. 

 

Eldavéla raunir

Lífið gengur sinn vana gang vorið er frekar óákveðið hvort það sé að koma eða fara eins og von er á og krónan flýtur ekki frekar en blýhlunkur og hinn fjögurablaða spari-Smári kom af spor"baug" og brann upp í heiðhvolfi kreppunnar.  Færeyingar unnu okkur í fótbolta 2:1 og ég vann ekki í lottó um helgina.   Við gerðu ekki mikið þessa helgina fjölskyldan en við náðum þó að fara í fyrsta hjóla túr ársins.  Eftir að við komum heim ég og Ástrós beið okkar glóðvolgt nýbakað brauð ala Hulda.  Við lentum í smá veseni með eldavélina í gær sem að væri nú ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að rafmagninu sló út þegar við vorum að elda laugardags matinn.  Þegar rafmagnið kom á aftur virkaði ekki bakarofninn en bara hellurnar. Nú voro góð ráð dýr.  Afmæli framundan með tilheyrandi bakstri og ofninn DAUÐUR.  Við hringdum í rafvirkja sem að við þekkjum og honum datt helst í hug að hita eliment-ið  væri farið í ofninum sem að getur gerst þar sem að það er sitt hvort  hita elimentið fyrir eldavélina og ofninn.  Ég reif eldavéla fram og skrúfaði af henni bakið.  Við mér blasti rafmagnsvíra spaghettí, þannig að ég lokaði bara aftur bakinu á vélinni engu nær.   Hulda hringi í stelpuna sem að við erum að leigja af hún sagðist koma eftir smá stund og kíkja á þetta með okkur.   Við vorum farinn að sjá fyrir okkur kostnað sem að væri mældur í tugum þúsunda af verðlausum íslenskum krónum (Icelandic Funny money) .   Sandra kom til okkar og sagði að hún og fyrrum maður hennar hafi lent í því sama.  Það eina sem að þurfti að gera væri að ýta á klukku takkan og hraðsuðu takkann, halda þeim inni samtímis og snúa tíma hjólinu.  Þetta var gert og viti menn „Ta-ta-ram Tammm“ Eureka þetta virkaði.  Þetta er sumsé Gorenje eldavéla „trix“ sem að þeir sem að vinna í Gorenje umboðinu hafi kennt þeim þegar þau lentu í þessu seinast.   

P.s. 10 Dagar í Veiði....

tfisher_tugging_mw 


Próf í fínhreyfingum og vandvirkni

Morguninn var tekinn snemma þar sem að Ástrós Erla vakti okkur um 7 leitið.  Ég sveiflaði mér frammúr ásamt Huldu.  Hin guðdómlegi helgar morgun matur samanstóð af ylmandi pressukaffi og beyglu. 

Fór í Vesturröst í gær að klappa græjunum í búðinni.  Þrátt fyrir vont veður eru bara 17 dagar í að vorveiði byrji.  Ég rak augun í smáa hnýtingar öngla í stærð 20 ( 3mm búk lengd).  Þær eru að vísu hnýttar minni af sumum en mér tókst þetta.  Fyrstu micro flugurnar mínar.  Ég ákvað að hnýta tvær tegundir til að prófa vandvirni mína í fluguhnýtingum.

Fyrstu micro flugurnar mínar Stærð 20

Það styttist í 5 ára afmælið.  Við erum búinn að kaupa afmælis gjöfina fyrir prinessuna okkar.  Hún er frekar stór að þessu sinni ;0).  Þessi prinsessa okkar verður 5 ára 10 apríl okkum fjölskildu meðlimum og vinum boðið að kíkja í kaffi 10 apríl.

 

Ástrós Erla Mars '09

 


Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband