10.1.2007 | 22:15
Hala-stjarnan
Já hvað á maður að segja. Halastjarna yfir íslandi. Ég fór í göngu túr upp á Hamar hjá Flensborgarskóla þar sem að ég bý nú ekki langt frá. Ég tók með mér þrífót og EOS mynda vélina mína. Mig langaði að sjá halastjörnu hafði ekki séð svoleiðis fyrirbæri áður ætlaði sko ekki að láta það tækifæri sleppa frá mér. Ég skoðaði í réttu áttina nema hvað ekkert. Hún á nefnilega að vera sýnileg til austurs á morgnanna og vesturs í ljósaskiptum á kvöldin. Og ég var orðin frekar vonsvikin eftir korters gláp uppí himininn engin halastjarna. Ef að einhver hefði labbað rétt hjá mér hefði sá hinn sami hugsað sér að þarna væri á ferðinni ingjaldsfíflið eða einhver álíka hálfviti. Ég labba bara til baka og þá sé ég eina halastjörnu labba framhjá mér með eiganda sínum þ.e.a.s. stórt hunds skass með upprúllaða rófu og þar á endanum stjarnan. Ég hugsaði með mér hmm ég sá allavega halastjörnu...
Eldri færslur
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
Athugasemdir
fara á réttum tíma marr
Margrét M, 11.1.2007 kl. 11:06
Veistu nokkuð hvernig áttirnar eru ? þú veist norður - suður - austur og vestur
Kristberg Snjólfsson, 11.1.2007 kl. 14:36
Auðvitað veit ég hverjar áttirnar eru Kiddi , en ég fór á röngum tíma um kl 21
Viðar Þór Marísson, 12.1.2007 kl. 08:24
Auðvitað veit ég hverjar áttirnar eru Kiddi , en ég fór á röngum tíma um kl 21
Viðar Þór Marísson, 12.1.2007 kl. 08:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.