Leita í fréttum mbl.is

Norge

Við erum núna kominn til noregs.  Ferðalagið gekk vel.  Flugið með Icelandair var mjög gott.  Við tókum svo lestina restina af leiðinni til Kristiansand.  Ferðalagið var eitt æfintýr fyrir prinsessuna á bænum.  Hún fékk góða þjónustu um borð í flugvélinni (Guð blessi Icelandair) og svo bókuðum við okkur í vagn í lestinni sem að var með leiksvæði fyrir börn.  Halldór bróðir hennar Huldu flutti okkur svo til Mandal þar sem að við eigum nú heima (u.þ.b 45 mínútur frá Kristiansand). Stuttu seinna eða daginn eftir fórum við á "Folkeregistere" og skráðum okkur inn í landið.  Þar sóttum ég og Ástrós líka um nýjar kennitölu fyrir okkur (norska) sem að við bíðum enn eftir.  ´

Gámurinn kom sl föstudag og það tók okkur um 1 1/2 tíma að tæma 40 feta gáminn sem að kom með þessar tvær búslóðir.  Ökumaðurinn sem að kom með gáminn sagði okkur að innihald gámsins hafi verið um 4 tonn að þyngd!!!.

Veðrið hér hefur verið í kringum -1°C undanfarið.  Það var bara fyrst í dag sem að hitinn fór upp fyrir plús skalann eða í 5°C.  Við höfum kynnt húsið með "við".  Það eru tveir viðarofnar sem að við höfum sett við í á kvöldin og morgnanna.  Það hefur dugað til að það er sæmilega hlýtt í kofanum.

Við erum núna að vinna í því að fá okkur vinnu hér í noregi og koma unganum okkar á leikskóla hér sem að er ekki langt frá.  Myndir koma á morgunn eða í kvöld.

----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- 

 Norway

We are now in norway.  Our travels whent well.  The flight with Icelandair was exellent. We travelled with train from Norway, Gardermoen to Kristiansand Norge.  From there Hulda´s brother Halldór drove us from the airport to our new home in Mandal Norway.  The day after we whent to "Folkeregistere" and applied for Norwegian id numbers and got registered into Norway.  The container arrived last friday in the afternoon.  We emptyed the 40 foot container with in two hours. The driver told us the container content "búslóðin" weighed over 4 tonnes.  In the container was our belongings , furniture etc and Hulda´s mothers furneture and belongings.  The last few days it has not been cold.  The tempereture has been around -1°C.  Only today the temperature crawled over to the positive side of the celsius scale or 5°C.  We are now working on geting local jobs and getting our daughter to the local kindergarden.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Viðar og gaman að vita að allt hafi gengið vel. Hérna er litli púkinn
ykkar í góðu yfirlæti, er tekin reglulega og snúið á hvolf í boltanum, hún
fær að ramba um allt og fær ýmislegt góðgæti að smakka, seinast voru það
kínverskar núðlur sem hún smakkaði á og var bara hrifin, tek það fram að
þær voru ekki soðnar... VIljiði senda okkur adressuna ykkar, ef okkur langi
nú til að hripa niður bréf eða að Ínu langi að senda Ástrósu mynd og pakka
á afmælisdaginnn...vonandi gengur atvinnuleit vel...krossa putta.

kveðja Magga, Fríða og fjölskylda.

Margret Th. Friðriksdóttir (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 17:56

2 Smámynd: Margrét M

ok... fínt hús sem þið eruð í ... verður endilega að setja inn meira af myndum þegar þið eruð búin ða koma ykkur fyrir ... bestu kveðjur frá Spáni - snjólausa partiinum ekki undir 10°c

Margrét M, 29.1.2010 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband