19.1.2007 | 11:26
Bóndadagur
Í dag er bóndadagur eða eins og það væri á ensku "Farmers day". Konan mín var svo æðsileg að gefa mér bóndadags gjöf í morgun sem að beið eftir mér þegar ég kom framúr í morgunn. Var vakinn með pakka og kossi frá minni. Fékk veiði hanska frá Scierra. Ekki veitir af þeir gömlu voru ekki að virka. Það getur verið kalt þegar veiðitímabilið hefst í vor. Sumir segja að bóndadagur sé uppfinning blómasala en ég lít á þennan dag sem upphaf þorrans enda fæ ég yfirleitt ekki blóm á bóndadaginn. Einu sinni fékki ég bjór og dekur frá konunni minni sem dæmi. Þorrinn með öll sín þorrablót, ekki það að ég sé að fara á slíkt. Við höfum stundum verið með einhverskonar þorramat heima hjá okkur en við sleppum súrmatnum og höldum bara það ósýrða í staðinn svona eins og harðfisk, rúgbrauð og hangikjöt og fleira í þeim dúr. Ég get reyndar borðað súrmatinn en aðrir á heimilinu hrópa ekki húrra fyrir slíkum mat. Kannski ætti maður að prufa að hringja á Domios og spyrja þá um þorra flatbrauðs tilboðið þeirra og athuga hvað viðkomandi myndi segja . Hér eru nokkrir aðrir sér dagar og bein þýðing yfir á ensku.
Eldri færslur
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
Athugasemdir
ég vakti minn eiginmann með blómum
Margrét M, 19.1.2007 kl. 11:37
ég vakti minn eiginmann með blómum
Margrét M, 19.1.2007 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.