20.5.2007 | 11:57
Veiði og óvissuferð
Helgin hefur verið mjög fín það sem að af er komið. Fór á föstudag með vinnunni í óvissuferð. Vorum öll teymd út í rútu og farið með okkur í platferð þ.e.a.s rútan keyrði frá skrifstofu flugdeildar Icelandair þar sem að ég vinn og bak við hótelið þar sem að Fokker flugvél beið okkar (surprize). Fórum um borð og fengum leiðbeiningar frá áhöfn í mög fornu máli þ.e.a.s á forn ízlensku um að öll mannvíg væru bönnuð á meðan á ferð þessari stæði en öli skyldi skenkt í bauka á meðan á ferð þessari standi. Flugstjórinn kynnti sig sem Snorra Sturluson og aðstoðar flugmanninn sem Grettir Ásmundsson. Flestir voru reyndar fljótir að skjóta á staðsetningu áfangastaðar. Flugið var sumsé með okkur til Sauðárkróks. Þegar komið var þangað var okkur skipt í lið þ.e.a.s víkinga lið. Ég var meðal annars í Sturlungum. Síðan hófst sögulegt kapphlaup um staðinn í fullum herklæðum (fengum búninga). M.a. var ein af þrautunum að finna hús Geirmundar Valtýrssonar og syngja fyrir hann ein af hans þekktari slögurum sem og við gerðum alveg prýðilega og fengum næstu vísbendingu í verðlaun. Það var aðeins ein regla í þessari keppni sem að gerði útslagið það máttu taka sér far með bæjar búum á milli staða þar sem að vísbendingar voru. Leikunum lauk svo með mat í framsóknar heimili Sauðárkróks. Það var mjög góður matur mikið drukkið og mikið hlegið eins og víkinga er von og vísa.
Fór svo að veiða í gær eins og mér einum er lagið ( Veiðisjúkur). Veiddi einn 2,5 p bleikju í þingvallavatni. Sumarið er komið þegar það fer að veiðast fiskur í vatninu.
Eldri færslur
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
Athugasemdir
Bara gaman hjá veiðisjúklingnum
Kristberg Snjólfsson, 21.5.2007 kl. 07:56
Viddi veiðikall
Margrét M, 21.5.2007 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.