Leita í fréttum mbl.is

Íslendingar og veðrið

 4°C hiti í dag en bjart. Maður ætti kannski bara að vera bjartsýnn og líta á hvað við erum bjartsýn hér á Íslandi. Þetta veður er bara ekki svo slæmt. Ég hef tekið saman smá töflu um þetta hér að neðan. Við erum svolítið harðgerð miðað við aðrar þjóðir þegar kemur að veðrinu.

+10°C Sól og rok, íslendingar ganga um á stuttbuxum og grilla og halda garðveislur.

+10°C Sól og rok Frakkar fara í kuldaúlpur og setja upp alpahúfur.

+5°C Íslendingar fara í langermabol og ísbíltúr.

+5°C Englendingar byrja að setja vetrarkyndinguna í gang.

0°C Og slydda, Íslendingar fara í golf.

0°C Og slydda, Ítalir halda sig inni við og drekka Expressó til að halda á sér hita.

-5°C  Íslendingar standa í biðröð við pulsubarinn í gallabuxum og peysu.

-5°C Tyrkir setja kyndinguna í botn. Lítið sem ekkert líf úti á götu. Í fréttum er talað um fólk sem að dó vegna kulda.

-10°C  og smá snjókoma, Íslendingar grilla í síðasta skipti áður en gengið er frá grillinu.

-10°C og smá sjókoma, útgöngubann ríkir í bandarískri herstöð í Þýskalandi vegna veðurs.

-15°C og logn, íslendingar fara í sund í útisundlaug og fara svo í ísbíltúr.

-15°C Á norður Spáni er mannamótum aflýst. Enginn er á ferli og blessaðir rónarnir eru eins og íspinnar á garðbekkjum borgarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

ef það er sumar þá er farið í stuttbuxur á Íslandi sama hvernig hitastigið er, en þetta með grillið. alvöru Íslendingar ganga ekki frá grillinu á vetrum ,það er ekkert að því að grilla allan veturinn ... flottar súpermannmyndir

Margrét M, 25.5.2007 kl. 09:14

2 identicon

Hvernig er þetta - ég las þetta einhversstaðar og þá fer það niður í alkul (-273°C), helvíti frís og Íslendingar vinna eurovision

Una Kristín (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband