7.6.2007 | 14:46
Kominn ferðahugur í okkur
Það er komin ferða hugur í okkur. Næstum allt að verða tilbúið. Við ætlum reyndar að keyra frá Bergen til Odda í Noregi þegar við komum þangað. Verðum þar í einn dag og svo verður keyrt frá Odda til Kristiansand (tekur 5-6 tíma). Það kom mér reyndar á óvart hvað dýrt er að ferðast með lest. Könnuðum það innanlands og það var ódýrara að fljúga eða taka bílaleigu bíl. Við ákváðum að taka bara bílaleigubíl og sjá meira af landinu. Erum svo búinn að bókar heimleiðina í gegnum Köben.
Förum vel græjuð með GPS, lappann og EOS vélina þannig að við ættum hvorki að villast né missa af neinu.
Fór að veiða í gær (þjáist af veiðisýki á sumrin). Veiddi 4 ágætar bleikjur tvær 2ja punda og 2 eins punda. Veiddi slatta af minni fiskum sem að ég sleppti. Það er bara allt fullt af fiski í þingvalla vatni. Það rúlar. Var að taka það saman í dag að ég er búinn að veiða rúmlega 10 kg af bleikju síðan í vor. Ó já það er ennþá vor.
Eldri færslur
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
Athugasemdir
humm og á ekkert að láta reykja neitt .. umm það er svo gott ...
Margrét M, 7.6.2007 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.