2.7.2007 | 22:36
Vi har vært til Gröna Lund i dag!
Við erum svei mér þá næstum því farin að tala eins og innfædd hérna... Meira að segja íslenskan er farin að vera með SÆNSKUM hreim!!!
Í dag var dásamlegt veður og náði hitinn rúmlega 30°c þegar mest var!!!
Við ákváðum að nota daginn og fara til Gröna Lund en það er tívolíið hérna í Stockholm.
Það var ekkert smá æðislegt og Ástrós Erla fékk frítt inn og frítt í öll tæki sem hún mátti fara í. Henni fannst þetta æðislegt. Hún fékk pönnukökur í hádegismat. Og ekki spillti svo fyrir að hún fékk 2 bangsa sem Viðar vann fyrir hana, höfrung og Bangsímon. Já, hún er í himnaríki hérna og syngur og hummar allan liðlangan daginn.
Therese og Mathias eru yfir sig hrifin af henni og hún dýrkar þau líka, kyssir þau og knúsar eftir hverja máltíð og líka inn á milli. Ég fékk að heyra það í kvöld að það sé gott að kúra í fanginu á Mathias frænda og knúsa hann, hann sé með heitt og gott fang að liggja í.
Í gær fórum við svo til Sydpoolen en það er vatnagarður sem liggur í Södertälje (1 klst keyrsla). Við skemmtum okkur konunglega, sérstaklega Ástrós Erla sem elskar vatn. Á heila og hálfa tímanum var sett sog í vatnið þannig að það komu öldur og allt gekk í bylgjum. Þetta fílaði Ástrós Erla í botn!!! Og hún skellihló að þessu öllu saman. Við fórum svo á McDonalds til að fá okkur að borða eftir á vegna þess að við vorum aðframkomin af hungri. Við fórum svo í bíltúr og fengum að sjá ýmislegt skemmtilegt, meðal annars salinn sem Mathias og Therese eru búin að leigja fyrir brúðkaupsveisluna sína en þau ætla að gifta sig næsta sumar.
Við erum annars bún að sjá fullt af skemmtilegum dýrum; dádýr, froska, flott fiðrildi og í kvöld sáum við og fengum að klappa broddgelti!!! Viðar er í himnaríki yfir þessu öllu. Viddi Attenborough er fæddur
Set inn myndir af svona því helsta hérna fyrir neðan.
Knús og kossar frá Svíþjóð,
Hulda, Viðar og Ástrós Erla.
Eldri færslur
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
Athugasemdir
Það var mikið við hér erum búin að bíða spent eftir myndum frá ykkur og ferðasögu. Það er spáð rigningu hjá ykkur og í suður Noregi en hér hefur verði 21 stiga hiti kveðja frá okkur öllum . Valgerður
Valgerður (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.