4.7.2007 | 22:39
Nú er komið að því...
Jæja, þá er komið að því að við erum að fara til Noregs.
Ég er búin að senda Liv Åse sms og þau bíða spennt eftir því að hitta okkur á morgun í Odda. Fyrir ykkur sem ekki vitið það þá er "tante" Liv Åse föðursystir mín.
Við erum búin að eiga yndislegan tíma hérna í Svíþjóð og það verður erfitt að kveðja á morgun... Meira að segja Moa og Linda áttu erfitt í kvöld þegar þær voru að kveðja okkur. Og ég held að Moa hafi fyrir rest grátið sig í svefn. Þær eru strax farnar að sakna okkar og sérstaklega Ástrósar Erlu sem þær hafa tekið eins og litlu systur og passað eins og sjáaldur augna sinna.
Það hefur okkur fundist alveg stórmerkilegt þar sem Moa er 6 ára og Linda 9 ára. Þær hafa meira að segja lagt það á sig að læra nokkur orð á íslensku til að geta fengið Ástrós Erlu til að koma með sér og annað þvíumlíkt.
En nú er komið að leiðarlokum að þessu sinni.
Við eigum pottþétt eftir að koma aftur og vonandi fyrr en seinna.
Knús og kossar á línuna frá Svíþjóð.
Hulda, Viðar og Ástrós Erla.
P.S: Næsta færsla verður að öllum líkindum ekki fyrr en um helgina þegar að við verðum í Kristiansand.
Eldri færslur
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
Athugasemdir
hey, hvernig væri að hætta að spenna mig svona upp fyrir minni utanlandsferð ... annars er gaman að sjá að þið skemmtið ykkur, bið að heilsa öllum og þá sérstaklega Ástrós. Farið vel með íbúðina hans Nils!!! Ég ætla ekki að búa í einhverri ruslakompu ef þið leggið hana í rúst.
Sjáumst,
með bestu kveðjum frá klakanum,
Elli.
ElliBox (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.