Leita í fréttum mbl.is

Komin til Kristiansand í suður Noregi!!!

Sælt veri fólkið.
Það var frekar uppgefin fjölskylda sem kom að Voieåsen 37b í Kristiansand um kl 21.30 (að staðartíma) nú í kvöld.
Við skulum byrja á byrjuninni á Noregsferðinni okkar en hún hófst í gærmorgun þegar að við fórum á fætur í Svíþjóð kl 4.30 (ath kl 2.30 að íslenskum tíma!!!) og Mathias keyrði okkur á flugvöllinn í Stockholm. Þar tókum við SAS flug til Bergen í Noregi og lentum þar þegar klukkan var að verða 11 í gærmorgun. Þegar að við vorum búin að fá töskurnar okkar fórum við og fundum Europcar en hjá þeim vorum við búin að bóka bílaleigubíl. Við fengum þetta líka æðislegan bíl sem við dýrkum alveg. Þetta er Skoda Roomster, 5 dyra bíll og með GÓÐU SKOTTI!!!
Ekki veitir af þar sem við erum bókstaflega búin að versla af okkur rassgatið og rúmlega það...
Við ákváðum að nota tækifærið og keyra niður í miðbæ Bergen og skoða bryggjuna fyrst að við vorum nú hvort eð er komin á svæðið. Siggi mágur lánaði okkur GPS staðsetningartækið sitt og það er svo sannarlega búið að koma að góðum notum (knús á þig Siggi minn Kissing ). Við notuðum semsagt græjuna til að koma okkur á staðinn og þaðan í burtu aftur.
Við upplifðum alvöru götumarkaðsstemingu og fiskisalar voru út um allt!!! Það var sko eitthvað fyrir hann Viðar get ég sagt ykkur!!! Hann var alveg í himnaríki yfir þessu öllu saman. Ástrós skemmti sér líka við að skoða ljóta og furðulega fiska með pabba sínum. Við fórum svo og fengum okkur hádegismat og ég dró þau með mér á Peppes Pizza - og ég er ennþá að melta það hvað ég er búin að sakna þessa pítsustaðs mikið síðan að ég flutti frá Noregi!!! Pizzan var algjört æði og við nutum þess alveg í botn að borða úti í 25 stiga hita og sól.
Við keyrðum svo eftir því sem leið lá til Gjermundshamn en þar tókum við bílferju yfir til Löfallstrand og keyrðum svo þaðan til Odda. Fórum í gegnum óteljandi göng á leiðinni til Gjermundshamn og hafði Viðar á orði að Bergen væri eins og götóttur ostur. En lengstu göngin fórum við samt í gegnum rétt áður en við komum til Odda. Þau göng eru AÐEINS 11150 m!! Já, við erum að tala um rúmlega 11 km löng göng!!! Ég hefði viljað sjá aumingja mömmu með sína innilokunarkennd keyra þessi göng... Woundering
Þegar til Odda kom fórum við beint á Odda hytte- og gjestegård þar sem við höfðum bókað okkur herbergi fyrir nóttina og tékkuðum okkur inn. Sem var eins gott vegna þess að seinna um kvöldið var allt uppbókað. Fengum þetta fína herbergi en við klikkuðum á því að fá 2 sængur og 2 kodda í viðbót svo við létum Ástrós Erlu sofa með sængina og koddann en við sváfum með sængurver og sinn hvorn púðann í koddaveri. Maður bjargar sér bara á svona ferðalögum.
Þegar við vorum aðeins búin að fríska okkur upp fórum við svo til Besta (ömmu) eða eins og Ástrós er búin að læra að segja: "oldemor" og þar hittum við líka "tante" Liv Åse og litlu dóttur hennar sem heitir Malin. Litlu segji ég já, hún var 4 ára þegar ég hitti hana síðast... Í dag er hún 12 ára!!!
Besta, eins og henni einni er lagið, var búin að elda grýturétt fyrir okkur ásamt salati og brauði svo að við fengjum nú kvöldmat. Og svo var farið með okkur heim til Liv Åse þar sem okkur var boðið upp á súkkulaðiköku að hætti ömmu. Æðislegt alveg.
Eftir að feimin var farin af Ástrós Erlu þá sjarmeraði hún alla gjörsamlega upp úr skónum og sló Bjarte (eiginmann Liv Åse) líka alveg út af laginu. Hún þykir afskaplega falleg, blíð og yndisleg og hún bræddi langömmu alveg þegar að hún fór til hennar og gaf henni knús.
Við hittum þær svo aftur í morgun þegar að við fórum með gjafirnar til þeirra. Við gleymdum nefnilega að taka þær með okkur í gærkvöldi. Svo við heilsuðum aðeins upp á ömmu í morgun og hún tók líka gjafirnar til Björn Inge og Ellen Marie. Kíktum svo aðeins niður í göngugötuna, keyptum 2 afmælisgjafir, 1 sængurgjöf og skyrtu og nærbuxur á Viðar. Fórum svo um kl 12 til Liv Åse og ákváðum að stoppa bara svona til í mesta lagi 13 og leggja svo af stað. En tíminn hjá frænku leið mikið hraðar heldur en hann átti að gera og við fórum ekki frá henni fyrr en klukkan var að verða 14!!!
Keyrðum frá Odda til Röldal þar sem við fengum okkur pylsur og skoðuðum stafkirkju. Dásamleg upplifun enda hafði ég bara lesið um þær en aldri farið inn í eina slíka. Ástrós fannst þetta aftur á móti frekar leiðinlegt... Til hvers að kíkja inn í einhverja hundgamla kirkju?!?!?!?!
Keyrðum svo áfram og lentum í sól, skýuðu veðri og ausandi rigningu. Já, það er til misjafnt veður á fleiri stöðum heldur en á Íslandi!!!
Komumst nú samt á leiðarenda og erum búin að koma Ástrós Erlu í ró. Hún er búin að vera ofsalega dugleg í dag þrátt fyrir langa keyrslu og við getum ekki annað en dáðst að henni. En við finnum það að hún er farin að verða pínu rugluð enda ekkert skrítið miðað við ferðalagið.
Nú vonum við bara að við fáum gott veður (hóst) til að geta farið í dýragarðinn en annars verður bara farið í rigningu... Við höfum Ástrós Erlu þá bara í regngallanum og við kaupum okkur regnslár...
Látum fylgja með nokkrar myndir sem þið getið smellt á til að stækka:

Skoda Roomster - flottur bíll

Ástrós og mamma við Bryggjuna í Bergen

Viddi túristi

Krabbar tveir að horfast í augu...

Peppes Pizza... NAMM!!!

Ástrós Erla í bílferjunni

Ástrós Erla og tante Liv Åse

Ástrós Erla og oldemor

Frænkurnar Malin og Ástrós Erla

Röldal Stavkirkje

Hvernig hafið þið það þarna í aftursætinu???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æji, hvað er verið að láta mann sakna Ástrósar og Noregs og ykkar svona mikið... ég er núna að deyja úr spennu... krúttlegt að sjá að Ástrós sé að bræða alla þarna... vona bara að Noregur verði ekki kominn á flot áður en ég fer þaðan... mér finnst ekkert svo gaman að synda.
En jæja, verð að fara að sofa, dauðþreyttur eftir vinnuna, góða nótt og skemmtið ykkur.

ElliBox (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband