Leita í fréttum mbl.is

Dyreparken (Dýragarðurinn) í Kristiansand

Hæ, hæ Smile

 

Jæja, í dag var farið í Dyreparken í Kristiansand í AUSANDI rigningu!!!
Það var reyndar bara skýjað þegar að við fórum heiman að frá Nils en þegar að við nálguðumst Dyreparken þá fór að HELLIRIGNA... OG það versta var að við Viðar áttum ekki regnföt og vorum bara með jakka/gallajakka með okkur... Nokkuð augljóst að það myndi ekki duga okkur lengi nei...
Svo við söðluðum aðeins um, skelltum okkur inn í Sörlandssenteret (stærsta verslanamiðstöð í suður Noregi) og keyptum okkur góðan vind- og vatnsheldan fatnað (buxur og jakka) á 499 krónur norskar sem líklega eru um 5500 kr íslenskar.
Skelltum okkur svo í garðinn og skemmtum okkur konunglega þrátt fyrir rigninguna.
Sáum ljón, tígisdýr, gíraffa, krókodíla, slöngur, strúta, flamingóa, apa og heilmikið af öðrum dýrum. Og tókum að sjálfsögðu myndir eins og brjálæðingar.
Fórum auðvitað í Kardemommubæ sem er þarna og vorum svo ljónheppin að sjá hluta af leikritinu leikinn á norsku. Þetta var síðasti hluti leikritsins þar sem Kasper fær starf slökkviliðsstjóra, Jónatan fær starf aðstoðarbakara og Jesper starf sirkusstjóra. Við sáum semsagt ræningjana, Bastian bæjarfógeta, Sörensen (var hann bakarinn eða pylsugerðarmaðurinn???) og svo auðvitað hana Soffíu frænku!!! Þetta var alveg stórkemmtilegt og Ástrós var alveg í skýjunum með þetta allt saman. Eki spillti fyrir að við mæðgur fórum í lestarferð með lestinni í Kardemommubæ og fengum smáköku... Það fannst minni sko toppurinn.
Við fórum svo úr garðinum um kl 18 og skelltum okkur í búð á leiðinni heim og keyptum í matinn og elduðum í fyrsta skipti í næstum því 2 vikur!!! Höfðum bara einfaldan mat, reykta kjötpylsu steikta á pönnu, hvítlauksbrauð, salat og sósupasta.
Á morgun ætlum við svo að fara í bíltúr til Mandal og Marnardal og ég ætla að reyna að sýna þeim hvar ég var í skóla og bjó fyrir 8 árum síðan. Svo þurfum við að skila bílaleigubílnum... Það verður pínu sorglegt vegna þess að við erum búin að taka ástfóstri við þennan blessaða bíl. Erum svo að fara með Color Line til Hirsthals á mánudagsmorgun kl 8.15. Svo það eru spennandi dagar framundan.
Látum fylgja með myndir frá atburðum dagsins.
Knús frá Kristiansand, Hulda, Viðar og Ástrós Erla.

Mæðgurnar við innganginn í Afríkua Ástrós og Mamma að spila á bongótrommur hjá Gíröfunum Strútur að smakka skóna hennar mömmu Ástrós og Pabbi fyrir framan apabúrið... Einn af  Ástrós fannst Krókudíllinn vera merkilegasta dýrið

Stóra ljónið að kíkja á okkur í glugganum sínum Sáum Tígran borða .. kannski ferðamann hver veit? Íbúar Kardemommubæjar

Ástrós og Pabbi við Trígrabúrið Svartur svanur og fullt af brauðþyrstum Koi gullfiskum fyrir neðan hann


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

ja hérna hér, gaman hjá ykkur .. ér er að byrja að vinna í dag eftir sumarfrí hilsen ! vonandi rignið þið ekki niður..

Margrét M, 9.7.2007 kl. 08:33

2 identicon

Hæhæ!

Gaman að sjá að þið skemmtið ykkur vel í ferðalaginu! Greinilega margt verið um að vera og mörgu frá að segja. Góða skemmtun bara

Hófí og co (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband