Leita í fréttum mbl.is

Kveðja frá Kloster í Danmörku

Sælt veri fólkið.
Jæja, nú fer heldur betur að styttast í það að við komum heim á klakann og eins gott að við fáum smá gott veður þegar að heim kemur!!!
Síðastliðinn sunnudag fór ég með Viðar og Ástrós í bíltúr. Keyrði með þau til Mandal og sýndi þeim skólann minn og fór með þau niður að Sjösanden en það er ströndin í Mandal. Við fengum okkur smá göngutúr eftir ströndinni í rokinu og leifðum sjónum að leika við tærnar á okkur. Það var yndislegt en hefði mátt vera örlítið hlýrra... Fengum okkur svo pizzu á Jonas B. Gundersen í göngugötunni í Mandal. Bestu pizzurnar í bænum ef þið spyrjið mig...!
Eftir að við vorum búin að borða fór ég með þau upp í Marnardal og sýndi þeim bæði Laudal og Åsen, þar sem ég bjó hvað lengst. Åsen er náttúrulega lengst uppi á fjalli þannig að Viðar var nú ekki alveg ná því að við skyldum virkilega hafa búið þarna!!!
Við skiluðum svo bílaleigubílnum eftir þessa ferð okkar og tókum strætó heim til Nils.
Mánudagurinn fór í það að koma sér til Danmerkur.
Það var 2 tíma seinkun á Color Line ferjunni þannig að við vorum ekki komin til Hirtshals fyrr en kl 14.45 í staðinn fyrir 12.45 eins og áætlað var.
En við komumst á leiðarenda og hittum Erlu og það skipti mestu máli. Og það var svo yndislegt að hitta hana loksins!!! Hún beið auðvitað með kaffi handa Viðari og hann varð þvílíkt hamingjusamur!!!Við keyrðum svo til Kloster þar sem hún býr en það er á vestur Jótlandi.
Fórum svo í Legoland í gær og skemmtum okkur konunglega í 6 tíma!!! Erum svo búin að fara til Herning í dag og skoða okkur um og ég fékk meira að segja að versla smá í skrappbúð!!!
Jæja, læt þetta duga að sinni.
Setjum inn myndir þegar að við komum heim.
Knús og kossar á línuna.
Hulda, Viðar og Ástrós Erla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

sólarkveðja að heiman

Margrét M, 12.7.2007 kl. 09:08

2 identicon

jæja, komið heim á morgun er það ekki? þið hafið bara samband strax og þið lendið maður er orðinn spenntur að sjá ykkur... já, gott að þið hafið notið veðursins, ég er orðinn endalaust spenntur að fá að komast til norge sko... og þið gerið bara ílt verra Samt er nú gaman að heyra af ykkur, sjáumst, bæbæ.

Ellibox (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 15:23

3 Smámynd: Margrét M

klukk á þig Nú verður þú að nefna 8 atreiði um þig segja hver klukkaði þig og nefna þá 8 sem þú ætlar að klukka

Margrét M, 13.7.2007 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband