Leita í fréttum mbl.is

Litla hetjan mín

Ég á litla stelpu sem að er mikill grallari og er 3ja ára.  Í kvöld sofnaði hún í fyrsta skipti án þess að vera með snuð.  Tók ekki langan tíma c.a. 1 tíma.  Enn við eigum eftir að sjá hvert þetta leiðir.  Hún horfði á okkur með stórum bláum augum og spurði bara af hverju?  Við sögðum henni að bú væri hún orðin stór og þyrfti ekki snuð lengur.  Björgunarhringurinn horfinn. 

 

Vinnan er byrjuð og allt komið í eðlilegt far eftir ferðina. Mér fannst reyndar við öll hafa gott af því að fara svona saman út í heim.  Þetta þétti okkur öll saman.

Við vorum einmitt að tala um hvað þetta gekk allt saman vel. Engin vandræði sem að hægt var að tala um. Og Ástrós stóð sig eins og hetja fór í flugvél, lest, ferjur og bílaleigubíl og kom til 3ja landa á 2 ½ viku, og aðeins 3ja ára.  Ég var sex ára þegar ég fór út fyrst og Hulda var 16 ára þegar hún fór fyrst til útlanda.  Bara verst að þegar maður er 3ja ára þá lifir þetta ekki lengi í minningunni en hver veit.  Það eina sem að ég veit er að við eigum eftir að fara sama til útlanda aftur langar að fara með hana til Disney World þegar hún verður aðeins stærri.  En við náðum þó að fara með hana í tívolí í Svíþjóð ( Grönalund- Stockholm), dýragarð í Noregi ( Dyreparken-Kristiansand) og Lególand í baunalandi.  Bara nokkuð þéttur pakki. 

Ef að ég fengi að velja myndi ég flytja til Svíþjóðar er að fíla það land.  Fellur vel í kramið hjá mér.  Noregur er of dýr og ekkert sérstaklega spennandi nema fyrir þær sakir að þeir hafa fallegt landslag. That it.  Danmörk er svona lala mjög ódýrt og allt það en ekkert spennandi.  Bara flatlendi og aðeins dýrara en Svíþjóð nema áfengi það er ódýrara (gott fyrir Rauðvíns fíkilinn mig).

 

Við Hulda erum víst búinn að vera gift í 1 ára ( klapp klapp)  áttum pappírs brúðkaupsafmæli.  Keyptum okkur nýtt sófaborð af því tilefni ( en það er samt ekki úr pappír). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

til hamingju með brúðkaupsafmælið ... hva á ekkert að setja inn myndir úr ferðinni HA!

Margrét M, 23.7.2007 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband