Leita í fréttum mbl.is

Sá stóri slapp!!

Ég fór að veiða á Þingvöllum í gær eins og ég geri stundum Ullandi. Var þar og naut þess að veiða. Ég fékk 1 bleikju sem að var rúmlega 1 pund. Og fljótlega eftir það byrjaði ballið. 

Ég lenti í hörku átökum við fisk af óþekktum styrkleika, n.b ég þurfti virkilega að hafa fyrir því að halda í stöngina sem að svignaði og bognaði meira heldur en nokkurntíman áður.  En þetta skrímsli náði að slíta sig laust eftir dágóðan bardaga.  Ég stóð eftir með undrunnar svip.  Undrandi á þessum átökum sem að lenti í. Ég er búinn að vera að veiða við Þingvalla vatn í allt sumar en þetta slær allt út.  Fiskur af stærðinni X.  En eins og alltaf sá stóri slapp.  Kannski var þetta urriði hver veit.  Ég veit bara að ég ætla að ná honum næsta sumar Here Fishy Fishy Fishy!!!. got a little snack for ya!Þögull sem gröfin.

Ég var einmitt að kíkja í fristinn okkar og ég er búinn að fylla eitt hólf af fisk og ég sem að var að tæma það um daginn. Já veiðin núna seinnipart sumar hefur bara verið nokkuð góð.  Hef komið með að meðaltali svona 3-5 stk heim í hvert skipti af 1-2punda bleikju. 

Generalt þá segi ég bara.  eru Þingvellir eru æði!! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

Viðar þetta hefur ekki verið fiskur þú hefur bara sett í saklausan kafara he he he he hehe

hvað sem því líður góð síða hjá þér, til hamingju með hana, þú varst orði slappur í hinni síðuni

Margrét M, 4.9.2006 kl. 13:28

2 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Það er alltaf sama sagan hjá þér fiskisagan flýgur en þú einn lýgur, hver heldurðu að trúi að þú hafir misst þann stóra ?

Ég einn hef rétt á að segja frá slíkum atvikum þar sem ég mun væntanlega verða næsti formaður veiðiðifélagssins murtan lígur.

Kristberg Snjólfsson, 4.9.2006 kl. 16:04

3 Smámynd: Margrét M

hey!! bara ein færlsa .þú ert ekki duglegur bloggari

Margrét M, 15.9.2006 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband