21.10.2007 | 21:43
Guð er kona
Já þetta voru orð Ástrósar minnar (3 ½ ára) fyrir svefninn. Hún fann biblíusögur barnanna lengst niðri í skúffu. Þetta er bók sem að presturinn gaf okkur þegar hún var skírð. Þessa bók átti ég að lesa spjaldanna á milli fyrir svefninn í heilu lagi. Ég samdi við hana um að lesa þetta í hæfilegum pörtum þar sem að ég myndi sennilega sofna sjálfur. Við lásum um Örkina hans Nóa að sjálfsögðu. Flottar myndir voru aðdráttaraflið og stutt og hnitmiðuð saga. Eftir söguna komu svo spurningarnar. Hver er Guð? Ég náttúrulega spurði hana til baka hvað finnst þér. Ástrós svaraði : emm Guð er kona sem að býr lengst uppi á himninum, sagði hún með ákafa og mikilli innlifun. Já hvað er næst, af hverju er himinninn blár kom um daginn. Pant ekki fá að útskýra hvernig börnin verða til!!! Alla vega ekki ennþá.
Vorum að passa hund í 2 vikur um daginn. Það var Cavalier hundur sem að heitir Ýmir. Eftir þessa pössun dauðlangar okkur í Cavalier. Og við sem að sögðum að við ætluðum alldrei hugsa um að fá okkur hund. Þessi náði að bræða okkur heldur betur. Hinn ljúfasti hvutti liktar ekki eins og grænlensk gólftuska(eins og margir hundar), geltir ekki (nema á ketti og aðra hunda), barngóður og fer ekki mikið úr hárum og er hið mesta gæða blóð. Fólkið sem að er með hann fór til florida í 2 vikur og við tókum að okkur pössun á meðan. Komumst að því fljótt þegar að hann var farinn að við söknuðum hans hreinlega. Kannski fáum við okkur svona hvutta í komandi framtíð hver veit.
Fer víst til Seattle á næstunni í nóvenber byrjun, í rúmlega 3 vikur. Vinnann er að senda mig á námskeið. Námskeiðið heitir Operational Engineering Fundimentals og er fyrra stig af tveimur sem að ég tek hjá Boeing í Seattle. Tek sennilega seinni partinn á næsta ári. Flýg til Minneapolis og þaðan yfir til Seattle. Frekar langt ferðalag og reikna með 10 tíma setu í flugvélum enn þetta verður bara gaman. Ég verða á hóteli sem að er niðri í bæ í seattle og keyri þaðan í skólann. Þetta er allt að sjálfsögðu borgað af vinnunni þar sem að þetta er dýr pakki.
Eldri færslur
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
Athugasemdir
Ertu að fara alla leið i hundana humm
Kristberg Snjólfsson, 22.10.2007 kl. 08:18
það eru alltaf fleiri og fleiri að fara í hundana ...
Margrét M, 22.10.2007 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.