Leita í fréttum mbl.is

Íslandsmet og heimsmet

Heyrði það í morgun að við íslendingar værum búinn að setja enn eitt heimsmetið sem að er vegna sölu leikfanga.   ToysRus leikfangabúðin í kópavogi seldi leikföng fyrir 70 milljónir króna og það bara yfir helgina á laugardag og sunnudag.  Vá vá vá!!!.  það þýðir að ef hver viðskiptavinur hefur verslað fyrir 2000kr a.m.k hafa komið 35000 manns í ToysRus og það bara yfir helgina.

Við komum þarna inn á laugardag þar sem að kunningja fólk okkar Hófí og Siggi voru að eignast litla dóttir og við fórum að kaupa sængurgjöf fyrir litlu prinsessuna í ungbarnadeildinni og ákváðum að skella okkarbara í mannhafið í ToysRus.  Þessi búð er reindar ótrúlega skipulögð og eru miklu ódýrari en þekkist hér á landi.   Og það er hreinlega spurning hvort maður nennir að dröslast lengur með dót heim frá útlöndum svo glæsileg er verslunnin.  Allavega var Ástrós alveg að tapa sér í leikfanga hafaríinu í búðinni. Sá að pólverjarnir  horfðu á íslendingana með augum eins og undirskálar að  tapa sér í innkaupum á leikföngum eins og það væru 2 mínútur til jóla. Nýja brumið er alltaf spennandi.

Það býr íslenskur heimsmeistari í okkur öllum, allavega í einhverju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

mér finns þið frekar huguð, ég hefði ekki vogað mér að synda í þessu mannhafi svona stuttu eftir að búðin opnaði, svona miðað við það sem að maður hefur séð í fréttum,,

Margrét M, 23.10.2007 kl. 08:37

2 identicon

Úff púff.. ekki legg ég í þetta mannhaf ennþá... en kannski seinna, fyrir jólin og svona. En annars skaltu endilega kíkja á síðuna hjá Láru og Eika (linkur á þau af minni síðu) því þau voru að eignast myndarlegan strák þann 11. þessa mánaðar!

Una Kristín (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband