23.11.2007 | 23:45
Eru jólin á morgun? / Is Christmas to morrow?
Nú fer senn í hönd tími ljóss og friðar. Eða eins og verslunareigendur myndu kalla það þegar VISA frændi lánar þér allt sem að þú vilt næsta mánuðinn eða svo. Það rignir inn um lúguna bæklingum með tilboðum og gylliboðum um hamingjusöm jól og enn eru 5 vikur til stefnu þar til að Jesús á afmæli. Þetta er farið að rugla dóttur mína í ríminu. Hún spurði mig áður en að hún fór að sofa í kvöld pabbi eru jólin á morgun. Ég þurfti náttúrulega að útskýra að jólin eru ekki fyrr en eftir margar vikur og það fannst henni ósanngjarnt en samþykkti að lokum þessa staðhæfingu mína eftir frekari útskýringar. Ég er sjálfur jóla barn og hef mjög gaman að jólunum og upplífi þau mjög sterkt í gegnum dóttir mína. Enn mér er ofboðið hvað allir vilja fá bita af desember launa uppbótinni þetta árið. Það væri kannski ágætis ráð á þessum árstíma að setja alltaf kassa fyrir neðan bréfalúguna á kvöldin og morguninn eftir hlunkast með kassann í ruslið með öllum jólagjafa handbókunum. Ágætis líkamsrækt. Jólin mín er ekki hægt að kaupa því að þau lifa innra með mér þegar dóttir mín brosir sínu breiðasta á Aðfangadag, þá eru fyrst komin jól.
Eldri færslur
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
Athugasemdir
jamm sammála, það er með ólikindum hvernig þetta er að verða allt saman versna með hverju árinu sem líður ...
Margrét M, 26.11.2007 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.