Leita í fréttum mbl.is

Eru jólin á morgun? / Is Christmas to morrow?

Nú fer senn í hönd tími ljóss og friðar. Eða eins og verslunareigendur myndu kalla það þegar VISA frændi lánar þér allt sem að þú vilt næsta mánuðinn eða svo.  Það rignir inn um lúguna bæklingum með tilboðum og gylliboðum um hamingjusöm jól og enn eru 5 vikur til stefnu þar til að Jesús á afmæli.  Þetta er farið að rugla dóttur mína í ríminu.  Hún spurði mig áður en að hún fór að sofa í kvöld “pabbi eru jólin á morgun”.   Ég þurfti náttúrulega að útskýra að jólin eru ekki fyrr en eftir margar vikur og það fannst henni ósanngjarnt en samþykkti að lokum þessa staðhæfingu mína eftir frekari útskýringar.  Ég er sjálfur jóla barn og hef mjög gaman að jólunum og upplífi þau mjög sterkt í gegnum dóttir mína.  Enn mér er ofboðið hvað allir vilja fá bita af desember launa uppbótinni þetta árið.  Það væri kannski ágætis ráð á þessum árstíma að setja alltaf kassa fyrir neðan bréfalúguna á kvöldin og morguninn eftir hlunkast með kassann í ruslið með öllum jólagjafa handbókunum. Ágætis líkamsrækt.  Jólin mín er ekki hægt að kaupa því að þau lifa innra með mér þegar dóttir mín brosir sínu breiðasta á Aðfangadag, þá eru fyrst komin jól. 

 
 Soon time of peace, light and joy will come, Christmas time is closing.  Or as the shop owners would like to call it “the time of uncles VISA´s joyful holiday experience.  This experience of uncle VISA may cause many to have a stroke after the holidays when he sends you his Christmas card after New Years eve with a huge minus sign(ature). Brochures and gift ideas and booklets stream trough my letter box every day like a rive stating promises of a joyful holiday and happiness but still it is five weeks until Jesus big birthday i.e. Christmas.  This is starting to confuse my little three year old daughter.  Before see fell asleep tonight she lay in her bed and suddenly called me.  “Daddy is Christmas to morrow”.  I had to explain that Christmas is not to morrow as seen on every street corner, TV or piece of paper that comes through your mail box.  I am overwhelmed by all this Christmas bombardment every day in November. My happy Christmas you can not sell to me because my happy Christmas is living in side me when my daughter smiles an laughs happily Christmas day morning, then it is Christmas.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M


jamm sammála, það er með ólikindum hvernig þetta er að verða allt saman versna með hverju árinu sem líður ...

Margrét M, 26.11.2007 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband