Leita í fréttum mbl.is

Sjómannadagur / 100 ára afmæli Hafnarfjarðar

Það er langt síðan að ég hef farið á sjómannadaginn.  En í tilefni þess að það var ekki rigning þetta árið ákváðum við að fara.  Það voru tjöld við hafnarbakkann hér í Hafnarfirði og allt virtist vera vel skipulagt.  Með höfuðið fullt af efasemdum labbaði ég með fjölskyldunni niður á hafnarbakkann.   Fyrsta stopp var í matar tjaldinu.  Þar inni var boðið upp á alls kyns sælkera krásir meðal annars Sushi og fisk rétti ýmiskonar, graflax, fisk matreiddan á himneskan hátt í ýmsu formi, fiski súpu og humarsúpu.  Þetta var heil rússíbana ferð bragðlaukanna um allan fisk og sjáfarfangs flóruna í himneskt braglauka sumarfrí.  Hvílíkt æði.  Það var meira að setja boðið upp á marenerað og grafið hrefnu kjöt sem að var mjög gott og kom skemmtilega á óvart. Allt þetta var frítt sem að kom mér á líka á óvart. Dóttir mín og hulda voru líka þvílíkt hrifnar afi hennar Huldu sem að er gamall sjómaður frá Stykkishólmi hann var alsæll.

 

Sjómanna Dagur 2008 - Ástrós að borða saltfiskrétt    Sjómanna Dagur 2008 - Krásirnar1

Það var mikið um að vera fyrir yngstu kynslóðina , hoppu kastalar ( sem að gerðu mikla lukku hjá Ástrós minni) sjóræningjar um allan hafargarðinn og meira að setja boðið upp á sérstaka sjóræningja siglingu fyrir unga sem og aldna.  Ástrós vildi nú samt frekar fara í venjulega siglingu sem að var líka boðið uppá með Eldingu.  Við fórum með Eldingunni og sátum upp á dekki.  Eini ókosturinn var að lognið ferðaðist frekar hratt og var það mikið rok að ég þurfti að halda myndavélatöskunni vel skorðaðri svo að hún væri ekki að blakta á síðunni á mér eins og íslenski fáninn ( taskan er rúm 2,5 kg).  Ótrúlegt hvað þessi bátur Eldingin er staðfastur þrátt fyrir öldur og rok.  Hún haggaðast ekki þrátt fyrir frekar mikinn öldugang og rok. 

Sjómanna Dagur 2008 - Ástrós og Mamma  Sjómanna Dagur 2008 - TF-GNA séð frá bátnum Eldingu

IMG_20080601_9999_175   

Þegar við vorum búinn að fá góða vind þurrkunn löbbuðum við niður í bæ þar sem að Hafnarfjörður á 100 ára afmæli í dag.   Okkur langaði að sjálfsögðu að sjá þessa 100 metra köku.  Þegar niður í bæ var komið standa soltnir og hungraðir þorpsbúar við köku borðið  og bíða með eftirvæntingu eftir að þorps höfðinginn (bæjarstjórinn) segði gjörið þið svo vel.  Þetta minnti helst á kreppu árinn fólk í röð eins og augað eigir með tóma diska og glös bíðandi eftir einhverju að borða.  Loksins kemur sendiferðabíll með 50 metra af köku og hvítklæddir og rauðeygðir þreyttir bakarar hlaupa með kökurnar á borðið í 2,5 metra skömmtum. Forsetinn var mættur þegar hann vissi að það væri frí kaka í boði ásamt Dorrit.  Loksins kom að því , afmælis kakan var skorinn. Loksins fengum við afmælisköku.  Ástrós fannst það skrýtið að það væru enginn kerti á afmælis kökunni. 

 Dagurinn endaði að við grilluðum okkur marineraðan svína hnakka steik (alla Viddi) með tilheyrandi.

100 ára afmælis kakan 1    100 ára afmælis kakan 2

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband