Leita í fréttum mbl.is

My amazing race

Já það má með sanni segja að ferðin mín til ýmissa landa síðastliðna 3 daga hafi verið eftirminnileg. 
Fyrir það fyrsta þá bilaði vélin sem að ég fór með frá Keflavík og henni seinkaði um 4 tíma.
Ég n.b. var að fara með frakt vél Icelandair til Liege í belgíu. Ég og flugmennirnir vorum samt í góðum gír í þrátt fyrir þetta og flugstjórinn pantaði pizzu sem að við smjöttuðum á og horfðum á Sýn þar til að vélin var loksins tilbúin eftir allt það sem að var að þeirri annars ágætu vél. Þegar ég var kominn til Belgíu beið mín önnur þota sem að var að fara til Lyon í Frakklandi. 
Eftir smá hlaup og púst komst ég um borð í þá þotu B737 frá Axis Air sem að er franskt flugfélag, félag (sem að btw fór á hausinn þegar ég var búinn að fljúga). Ég sat frammí hjá þeim líka. Þeir félagarnir sem voru við stjórnvölinn voru frekar fámálir þar eð þeir töluðu eingöngu frönsku. 
Þegar ég var kominn til Lyon beið mín þar Philippe nokkur sem að ég átti að kenna. Ég kenndi honum það sem að af mér var ætlast og gekk það allt mjög vel. Ég var með hótelherbergi á hóteli sem var inni í flugstöðinni, 4 stjörnu hótel sem var bara ágætt.  NB, þetta hótelherbergi var bara til afnota fyrir minn um daginn, þar sem að ég þurfti að taka sömu vél og ég kom með, aftur til Liege í Belgíu um kvöldið.
Vandræðin byrjuðu fyrst þegar ég var að fara í gegnum öryggiseftirlit til að komast aftur um borð í vélina. Það var maður sem var fulltrúi fyrirtækisins, sem að ég var að þjálfa um morguninn, sem fylgdi mér niður í öryggiseftirlit. Öryggisvarða - hálfvitinn sem var þarna, var nefnilega ekki með skrá yfir fraktflug og vildi ekkert kannast við að ég mætti fara á þetta flug. Áður en ég vissi af voru mættir 3 rummar frá frönsku lögreglunni og maður frá útlendingaeftirlitinu til að tala við mig og þann sem að átti að fylgja mér út í vél. Löggan beit bara í sig að ég mætti ekki fara, þar sem að ég væri ekki með gilt vega bréf innan Evrópu vegna þess að þeir höfðu ekki heyrt um ísland.  Franski fylgdarmaðurinn sem að átti að koma mér á flugið reifst og skammaðist við lögguna og útlendingaeftirlitið fyrir framan mig í 10-15 mínútur (NB vélin sem að ég átti að fara með vildi ekki bíða eftir mér og ég var að renna út á tíma). 
Loksins þegar franska útlendingaeftirlitið staðfesti að íslensk vegabréf væru nú í lagi og að ég væri ekki frá Kazakstan eins og Borat þá fékk ég að fara áfram. Hjóp út í vél og flaug með henni til Liege í Belgíu aftur. Þar beið mín annar flugmiði og ég fór á annað flug sem að fór til Zaragoza á Spáni og svo áfram til Lissabon þar sem að ég átti að vera með námskeið. Allt gekk vel í Lissabon og ég kenndi þar líka eitt stykki námskeið. Um kvöldið átti ég að fara með sömu áhöfn og ég kom með aftur til Liege, Belgíu. 
Þegar ég loksins kom í öryggisleit þar þá vildi enginn kannast við neitt. Og aftur átti ég ekki að komast frá Lissabon, því sem næst sama sagan og í Lyon. Vegna þess að allt gekk vel að lokum seinast ákvað ég að halda ró minni. Auk þess var framkvændastjóri fyrirtækisins sem að ég var að þjálfa að fylgja mér og hann hringdi bara eitt símtal og skammaði einhvern all hressilega og þá var gatan greið og ég komst áfram til Belgíu. Þaðan átti ég svo að fara til íslands. 
Í Belgíu átti að bíða mín vél frá Icelandair og var búið að fá loforð um sæti frammí fyrir mig til að ég kæmist heim. Ekki átti það að ganga heldur því að þegar ég loksins kom til Belgíu þá var sagt við mig að 2 flugmenn sem að þyrftu nauðsynlega að komast heim, væru í forgang um sætin sem að væru í boði og að ég kæmist sennilega ekki með. Ég vonaði það besta og vegna þess að ég þekkti flugstjórann lítilega fékk ég að fljóta með. 
Púff þarna slapp ég aftur fyrir horn. Sannkallað "Amazing Race" á þremur dögum, búinn að fara frá Íslandi-Belgíu-Frakklands-Belgíu-Spánar(Spáns)-Portúgal-Belgíu-Íslands og sofa aðeins 6 tíma á þremur dögum, þar sem að næturnar fóru í að sitja í flugvél á hænupriki (aukasæti í flugstjórnarklefa) og dagarnir fóru í að kenna og bíða eftir flugi um kvöldið. En allt er gott sem endar vel Grin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

fliss bwaahhah þetta hefur verið bráðfyndið ,mikið er ég fegin að ég er ekki að vinna þína vinnu ..þetta er svona ævintýri sem maur vill helst sleppa við .... 

knús til þín  

Margrét M, 25.11.2006 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband