Leita í fréttum mbl.is

Flensan.. og fróðleikur um jólamanninn

Já flensan hefur tekið sinn toll hjá okkur og hefur Hulda legið í rúminu síðan um helgina.  Fór til læknis sem að gaf henni eitthvað við þessu.. og viti menn þetta er að lagast.  Ástrós talar ekki um annað en jólin enda bærinn að pringa út í ljósa fljóði í öllum regnbogans litum.

Núna um helgina gegnur samt aðventan í garð og ég ákvað að vera ekki með áhuggjur þessi jólin út af hinu og þessu og njóta þess sem að jólin hafa upp á að bjóða í staðinn.  Veistu það er bara langt síðan ég hef verið svona slakur yfir jólunum.  Ég er samt jóla kall og ætla ásamt minni að skreyta húsið að innan sem utan veit samt ekki hvort að það verði tekið svona Chevy Chase stíll eður ei það verður bara að ráðast. Það er samt frekar skrítið að hugsa til þess að við munum gefa Ástrós í skóinn í fyrsta skipti núna þessi jól (hún er orðin nógu gömul til að fatta þetta).

Smá fróðleikur um útlenska jólasveininn frá Norðurpólnum.

1) Engin þekkt afbrigði hreindýra geta flogið. Þó skulum við ekki gleyma því að um það bil 300.000 dýrategundir eru enn óskilgreindar og óflokkaðar, og þótt flest þessara dýra séu skordýr og gerlar, þá er ekki hægt að afsanna á óyggjandi hátt tilveru fljúgandi hreindýra. (Sem jólasveinninn einn hefur séð...)

2) Það eru rúmlega 2 milljarðar barna í heiminum, sé notast við þá skilgreiningu að barn sé manneskja sem ekki hefur náð 18 ára aldri. Þó ber að nefna að þar sem Jólasveinninn þarf ekki að sinna börnum Múslima, Hindúa, Gyðinga og Búddista, minnkar afkastakrafan sjálfvirkt niður í 15% þess fjölda, eða um 378 milljónir barna. Meðaltal barna á fjölskyldu í hinum kristna heimi er um 3,5 börn á heimili, en það gerir 91.8 milljón heimila. Í þessari stuttu úttekt er gert ráð fyrir því að a.m.k. eitt gott barn sé að meðaltali á hverju heimili.

 

3) Jóladagur sveinka er 31 klst. langur, þökk sé mismunandi tímabeltum og snúningi jarðar, sé gert ráð fyrir því að hann ferðist frá austri til vesturs (sem okkur þótti skynsamlegt). Þetta þýðir að hann þarf að sinna 822.6 heimsóknum á sekúndu. Þannig hefur hann 1 þúsundasta úr sekúndu til þess að leggja sleðanum, hoppa úr honum og niður strompinn, fylla í jólasokkinn og koma gjöfum fyrir undir jólatrénu, borða það nasl er skilið hefur verið eftir fyrir hann, fara aftur upp strompinn, og koma sér á næsta áfangastað. Ef gert er ráð fyrir því að þessir 91,8 milljón áfangastaðir séu jafnt dreifðir um heiminn (sem við vitum að ekki er, en gerum ráð fyrir til að auðvelda útreikninga okkar), erum við að tala um 0,78 mílur per heimili, eða ferð sem er samtals 75-1/2 milljón mílna löng, að viðbættum stuttum stoppum til þess að gera það sem öll okkar þurfa að gera að minnsta kosti einu sinni á 31 tíma, sem og matarhlé og slíkt. þetta þýðir að sleði jólasveinsins ferðast á 650 mílna hraða á sekúndu, eða á um 3000 földum hraða hljóðsins. Til samanburðar má geta þess að hraðasta farartæki sem maðurinn hefur byggt, geimkönnuðurinn Ulysses, ferðast um á aumingjalegum 24,7 mílum á sekúndu. Mælingar á hraða hreindýra sýna að staðlað hreindýr getur hlaupið á um 15 mílna hraða á klukkustund í skemmri tíma.

4) Farangursþyngd sleðans er annar athyglisverður þáttur í þessum útreikningum. Ef gert er ráð fyrir því að hvert barn fái aðeins meðalstóran lego-kassa að gjöf (um 1 kíló) þarf sleðinn að bera 321.300 tonn, að viðbættri þyngd jólasveinsins, en hann er yfirleitt talinn í góðum holdum. Undir venjulegum kringumstæðum getur hreindýr dregið um 150 kíló. Jafnvel þótt við gæfum okkur að fljúgandi hreindýr (sjá rök 1) gæti dregið TÍU SINNUM þá þyngd, er ekki hægt að leysa verk hreindýra sveinka með 8 dýrum, né heldur 9. Við myndum þurfa 214.200 hreindýr. Þetta eykur farmþyngdina, án þess að taka þyngd sleðans með í reikninginn, upp í 353.430 tonn.

Til samanburðar má nefna að það er fjórföld þyngd skemmtiferðaskipsins Queen Elisabeth.

5) Loftmótstaða 353.000 tonna sleða sem ferðast um á 650 mílum á sekúndu er slík að að hreindýrin hitna á svipaðan hátt og geimskip sem er að snúa aftur inn í gufuhvolf jarðar. Forystuhreindýrin 2 mundu draga í sig hita sem samsvarar 14.3 Quintilljónum jóla í orku. Á sekúndu. Hvort. Í stuttu máli myndu þau brenna upp á örskotsstundu og skapa í leiðinni ærandi hljóðsprengjur í kjölfari sínu. Aðeins tæki 4,26 þúsundustu úr sekúndu fyrir hreindýrasameykið að brenna upp. Á meðan þarf Jólasveinninn að þola miðflóttaafl sem er 17.500,06 sinnum sterkara en aðdráttarafl jarðar. 125 kílóa Jólasveinn (sem er varlega áætlað) myndi vera negldur aftur í sleðann sinn með 4.315.015 punda þrýstingi.

Með öðrum orðum: ef Jólasveinninn hefur einhverntíman borið út jólagjafir, þá er hann án nokkurs vafa látinn núna. Því miður. 
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

he he he .brilliant þetta með jólasveinin 

Margrét M, 30.11.2006 kl. 08:42

2 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Eru ekki hreindýrin í hitaþolnum búning ?

Kristberg Snjólfsson, 1.12.2006 kl. 13:49

3 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

jóli er líka ofurkall

Kristberg Snjólfsson, 1.12.2006 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband