Leita í fréttum mbl.is

Er á leið til Kualalumpur frá Phuket Tælandi

Er búinn að vera að vinna í Tælandi síðan á miðvikudag.  Það er búið að vera gaman að heimsækja þetta fallega land.  Ég er búinn að vera á fundi með flugfélagi hér á bæ og að skoða hótel fyrir áhafnir bæði í Pattaya,Bangkok og Phuket.  Nú erum við búnir að klára okkar task í Tælandi og næsta tekur við í Kulalalumpur í Malasíu.  Það er rúmlega 3 tíma flug til Kulala frá Phuket þar sem að við erum núna.  Er núna að bíða eftir flugi og þarf að drepa smá tíma.  Tæland er mjög heillandi og skemmtilega fór í gær á mjög skemmtilegt resort sem að Marriot hótel eru með er eins og hreynlega að vera miðjum frumskógi með 5 stjörnu hótel líkara ævintýri en raunveru leika þar sem að hótelið er við hvíta sandströnd þar sem að pálmatré kyssa sandinn.  Það var m.a. mjög sérkennilega að sjá allar gekkó eðlurnar sem að hlupu eftir loftinu fyrir ofan mig þegar ég var að fara að herberginu mínu sem að var í sér húsi við hótelið ( Bungalow) og að borða morgunverð við ströndina með hvítan sand og pálmatré fyrir framan sig.  Þá gleymir maður um stund að tilsé land sem að heitir ísland þegar 30° gola leikur um vangann. Það eru allir svo kurteisir hér í tælandi og einkenni fólksins er að allir brosa, kannski vegna þess að þeir settu ekki spariféð sitt í íslenskan banka .. veit það annars ekki.   Sá líka þegar við vorum að skoða hótel á Pattaya ströndinni hjá Bangkok að já jafnvel elstu og ljóstustu menn eru með innfæddar konu í arminum og perraglott á smettinu (ojbjakk). Sá m.a. einn sem að var örugglega 75 ára og í hjólastól og hann var með eina infædda sem að fylgdi honum og sá brosti hringinn.  Fundum þarna mann sem að hefur búið í Tælandi í 20 ár (Þýskur) sem að var að hjálpa okkur með hótel málin hann er 66 ára töffa sem að aðstoðaði okkur við þetta allt saman og eigum honum þakkir skilið. 

Næst erum við að fara til Kualalumpur og þurfum að heimsækja fólk frá Malaysian airwais og skoða hótel. 

Ferðin heim verður löng þar sem að 12 tíma flug er frá Kuala til Amserdam þar sem og það í 3 tíma í viðbót heim á leið.   Geri ráð fyrir að líkams klukkan verði frekar vanstyllt þegar ég kem heim en ég kann ráð við því. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

stutt stopp sem sagt

Margrét M, 25.10.2008 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband