7.11.2008 | 23:01
Guð blessi Ameríku...
... Hann vildi ekki blessa ísland vegna þess að vegna þess að skrattinn sjálfur tók ísland upp í skuld. Svo er nú það.
Barack Hussein Obama II verður 44 forseti bandaríkjanna þann 21 janúar 2009. Loksins endar er búss-isminn á enda. Kannski breitist heimurinn til góðs. Síðast þegar demókrati var forseti Bandaríkjanna ( Bill Clinton ) náði meðal annars að koma á í USA að menntunn landsmanna væri forgangs atriði, tókst að minnka atvinnuleysi þar í landi og bæta efnahag og umhverfis stefnu USA. Bush tókst hinsvegar að koma á heimskreppu með húsnæðis lána fyrirkomulagi þar í land.
Vonandi tekst Obama hið óhugsandi að snúa efnahag USA uppávið og um leið styrkja efnahag heimsains því að um leið og það hryggti í stoðum þar vestra fór heimurinn að skálfa með.
Er annars búinn að eiga heima í vinnunni undanfarna daga. Við erum á fullu að undirbúa komu eftirlitsmanna frá IATA sem að verða með gæða útekt á Icelandair næstu daga. Allir búnir að leggja sig fram um sú útekt gangi vel fyrir sig og að allt fari á besta veg.
Siðast þegar ég skrifaði hér inn átti ég langt ferðalag fyrir höndum frá Kualalumpur í Malasíu. Það gekk bara vel. Manni svelgdist svolítið á þegar flugstjórinn tilkynnti að flugtíminn væri aðeins 12 tímar og 10 mínútur til Amsterdam. Það var svo sem allt í lagi þar sem að ég var á Business class og svaf mest allan tíman í vélinni. Var í sæti sem að ég gat breytt í rúm og haft það náðugt í þessu annar langa flugi. Þegar við svo komum til Amsterdam kl 04:00 að íslenskum tíma þurfti ég að bíða á flugvellinum í sjö tíma eftir að fá far heim með Icelandair.
Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar þegar ég kom heim ætlaði að kaupa nammi fyrir jólin og vera hagsýnn. En viti menn það er ennþá dýrara í fríhöfninni heldur en hér niðurfrá í t.d. bónus þar sem að flest allt sælgjæti þar er með erlent fæðingar vottorð ( í fríhöfninni) og þar af leiðandi dýrt.
Hver hefði t.d. trúað því fyrir ári síðan að Kaffitár kaffi væri ódýrara heldur en Merrid kaffi. Það kemur sér reindar vel fyrir mig þar sem að ég elska gott kaffi og sælkerinn í mér elskar Kaffitárs kaffi blöndur. Fyrst að við erum að tala um kaffi þá er besta kaffi sem að ég hef smakkað frá Papúa nýju Gíneu. Við erum að fljúga fyrir Air Niugini sem að er fánaberi landsins. Þegar þeir komu í heimsókn til okkar gáfu þeir okkur kaffi pakka. Það kom svona "takk" með skripnum svip hjá einhverjum en þegar að kaffi pakkinn var opnaður skildum við: Þetta er heimsins besta kaffi.
Svo að ég haldi áfram að blaðra um þessa ferð mína var hún mjög spennandi yfir höfuð. Gaman að koma til Asíu ; Tælands; Malasíu og Vínarborgar. Allt staðir sem að ég hef ekki komið á áður.
Yfirleitt sé ég bara flugvelli en í þessari ferð þurftum við að fara inn í borgirnar og sinna erindum fyrir flugfélagið. Þetta var bara yfir höfuð gaman og lærdómsríkt.
Fannst reyndar eitt frekar fyndið kreppan er kölluð "Hamburger Crisis" í Asíu þar sem að hún á rætur að rekja til heimalands þessa fyrirbæris hammborgarans.
Eldri færslur
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.