Leita í fréttum mbl.is

Kvöld sagan

Það sem að fyllir mig orku þessa dagana er lítil pabba stelpa sem að heitir Ástrós Erla Viðarsdóttir.  Það er mikið að gera á skrifstofunni þessa dagana.  Þegar heim er komið er gott að gleima annasömum degi.  Það tók á móti mér brosandi lítil prinsessa þegar ég labbaði inn um hurðina.  Við það eitt hvarf þreitan eins og dögg fyrir sólu.  Ég eldaði silung í matinn pönnusteiktan með kartöflum og sallati.  Ég lagði flökin stoltur í pönnuna því að þetta var enginn venjulegur silungur heldur silungur sem að ég veiddi sjálfur.  Eftir matinn kom svo heimsins besti samverutími okkar feðgina.  Það er kvöld sagan.  Ástrós getur ekki sofnað nema að það sé lesið eitthvað fyrir svefninn.  Við förum reglulega saman á bókasafnið og veljum okkur einhverjar skemmtilegar bækur.   Svo sitjum við saman í herberginu hennar og lesum saman bók - stundum tvær þegar beiðni kemur um slíkt.  Þá er sú bón yfirleitt tekinn til greina. 

Jæja einn eða tveir brandari í tilefni dagsins:

463funny-toon-pic079


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband