Leita í fréttum mbl.is

Árið 2008 - Nýtt ár 2009

Árið 2009 er gengið í garð.   Þá hugsar maður til baka. hmm hvað hefur markvert gerst á árinu sem að er að líða.  Ég er búinn að ferðast töluvert á árinu þó aðalega vegna vinnunnar.  Fór til London, Madríd á Spáni, Algeris í Alsír, Prag í Tekklandi, Bangkok og Phuket á Tælandi, Kualalumpur í Malasíu auk þess að fara til Årsta Havsbad í Svíþjóð. 

Við fjölskildan nýttum sumarfríið okkar vel og fórum í brúðkaup í svíþjóð hjá sænskum hálfbróðir hennar Huldu.  Það ver mjög áhugaverð lífsreynsla.  Ég tók brúðarmyndirnar fyrir þau, bæði í kirkjunni og úti myndatöku sem að heppnaðist mjög vel. Við vorum dugleg að fara í útilegur með Ástrós sem að var mjög gaman fyrir okkur öll.  Margar góðar minningar.

Ég veiddi meira árið 2008 í kílóum talið heldur en nokkur sinni.  Veiddi rúm 30 kíló af silung og allt með flugum sem að ég útbjó sjálfur.  Núna byrja ég einmitt að undirbúa veiðiárið 2009 með hnýtingum og öðrum undirbúning.  ÉG heimsótti fleiri vötn en ég nokkru sinni gert enda veiði ég aðalega í vötnum.

Okkur tókst að flytja korter í jól.  Erum sumsé flutt af hringbraut 69 í norðurbæinn í Hafnarfirði.  Ákváðum að flytja 20 des og settum upp jólin á nýjum stað.  Loksins kominn í fjögura herbergja íbúð.

Núna er árið 2009 framundan og við erum kominn með skjöld og sverð og hjálm tilbúinn að takast á við það sem að 2009 hefur að bjóða.  Margir tala um að flýja land en við verjumst meðan að varnargarðar halda.  Það er nefnilega kreppa annarstaðar líka.  Árinu 2009 er því tekið með fyrirvara og von um bjartari tíma fyrir alla í fjölskildum okkar.  "Lexía" eitt til 99 árið 2008 var að peningar sem að eru búnir til úr engu s.b.r. hlutabréfa sukk, verða að engu því að það er ekkert bakvið þá.  "Lexía 1" 2009 er að uppgvötva gömul og nærri glötuð gildi þ.e.a.s. samheldni fjölskildunnar og síðan skulum við ræða rest að ári liðnu.

Gleðilegt ár

Flugeldar séð frá Breiðvangi Hfj_vm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband