Leita í fréttum mbl.is

Mótmælum mótmælum

Ég mótmæli því að það sé enn verið að mótmæla því að það sé verið að mótmæla mótmælum.  Ruglingslegt ekki satt en öllu er mótmælt um þessar mundir. Það eru allir að mótmæla einhverju.  Held að íslendingar eigi inni svona eins og nokkur mótmæli inni frá 1960 þar sem að við höfum kvartað og kveinað en sagt bara "æ þetta þýðir hvort sem er ekki neitt að mótmæla".  Jú árhátið seðlabankans var mótmælt kannski vegan þess að Davíð keypti öli... hver veit.  Krónunni mótmællt og meira að segja farið í "krónuna" og vöruverði mótmælt.  Og kannski verður snjónum mótmælt á morgun.  Nú eða að bæjarstjórinn í guðanabænum hefur ekki sagt neitt opinberlega í meira en 2000 ár eða síðan að hann talaði við Móses, því má mótmæla t.d.

Kannski er hægt að breyta þessum mótmælendum í atvinnu mótmælendur og gera þá út svona eins og einskonar atvinnumiðlun mótmælenda.  Sé fyrir mér auglýsingu þar sem að óskað sé eftir mótmælendum til starfa hér og erlendis, og mikið sé fyrir stafni hér og erlendis.  Atvinnuleysis málið leyst!  Eða þannig sko.

Dóttir mín 4 ára sá það í sjónvarpsfréttum þegar lögreglu menn voru gráir fyrir skjöldum ( af mjólk og skyri) að berjast við almenning.  Hún spurði mig hvað er fólkið að gera, afhverju eru allir svona reiðir og hverjir eru vondu kallarnir. Börnin okkar verða óörugg að vita af því að ekki er allt í lagi á íslandi sbr. að barnið sá þessa frétt.  Hún sagði líka eftir á að það væri gott að við vorum ekki niður í bæ. Það hefði verið gasalegt hugsaði ég.

Ef að við viljum hinsvegar gleyma stað og stund og þessu ólukkans ástandi skulum við gera eitthvað skemmtilegt með fjölskildunni.  Ég t.d. skelli mér með Ástrós litlu í smá sleðaferð í dag.  Margt lítið gerir eittstórt sama á við um að gleðja þá sem að okkur þykir vænt um.

Jæja best að hætta þessu bulli og fara að knúsa konuna mína. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

ég mótmæli

Margrét M, 29.1.2009 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband