Leita í fréttum mbl.is

Viku hugvekja...

Hef haft það fyrir sið undanfarið að fara yfir vikuna.  Hulda skrapp í ferð með vinkonum sínum vestur í Ölver þar sem að þær föndruðu af ákafa (Scrapbooking) um helgina.  Á meðan höfðum við feðginin það gott í kuldanum.  Vikan leið áfram áreynslu laust.  Og virðist ró verða að færast yfir land og þjóð af einhverju marki þ.e.a.s þegar biltingin hefur klárað að éta börning sín. 

Á laugardag fylgdi ég litlunni minni á æfingu.  Þar sem að æfingin stendur stutt tekur því ekki að keyra til baka og hef ég haft með mér EOS vélina og tekið myndir út í loftið.  Tók m.a. efitr því þegar ég stóð við göngustíg við höfnina v. reykjavíkurveg að fuglar höfðu safnast saman og eitthvað markvert var að gerast í höfninni.  Til dæmis tók ég eftir æðar kóng sem að forðaði sér undan silfur mágum að hann var með fisk (síld) í farteskinu og honum var sporð rennt í bókstaflegri merkingu þess orðs.

Svangur ÆðakóngurSvangur Æðakóngur 2

Og sporðurinn .... bara eftir

 Svangur Æðakóngur 3

Óðin stóð á meðan vörð rólegur sem ávalt með sinni stöðu við Fjarðarkránna á þessum kalda laugardags morgni

Óðin við Fjörukrána1

Ég og Ástrós litla fórum síðan eftir loforð frá pabba (mér) daginn eftir í fjölskildu og húsdýra garðinn. Það fannst henni mjög gaman og reyndar mér líka.  Það er nefnilega gaman að heimsækja þennan garð með börnunum.  Þau verða svo glöð og ánægð.  Mikið spáð og spögulerað í öllu saman eins og vengjulega.  Það kom mér á óvart hversu margir voru í garðinum með börnin sín. 

Það sem að vakti mesta lukku hinsvegar í þessari ferð var að við ákváðum að koma með nesti.  Og það er einginn svona garð ferð án þess að vera með smá nesti til að filla upp í holurnar í maganum hjá okkur og seðja hungrið meðan að við trítluðum garðinn þveran og endilangan.

Nestið borðað í húsdýragarðinumÁstrós og selirnir í húsó 

Rebbi í HúsóÁstrós og hestar í húsó

IMG_20090208_9999_24IMG_20090208_9999_23

Helginni er því sem næst lokið og önnur vika tekur á móti okkur.  Kannski geri ég bara eins og hesturinn hér að ofan gerði ásamt félögum sínum sem að ég tók mynd af.  Sný rassinum upp bara í kaldan bítandi vindinn (kreppuna).   Því að kreppan er köld eins og veturinn.  En öll vél styttir upp um síðir bara spurning hvenær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband