26.2.2009 | 22:04
Vorið framundan
Þegar mars byrjun kemur vor hugur í mig. Það þýðir að það eru rúmlega 30 dagar þangað til að ég get farið að veiða. Það gefur líka vonar glampa um að krossfestingu íslensku þjóðarinnar fari að ljúka eftir páska og efnahags líf heimilanna fari að rísa upp frá dauðum. Ég horfi út um gluggan og sé krókusana byrjaða að skríða á yfir borð blómabeðsins í frostinu svona rétt til að minna okkur á að einginn vetur varir að eylífu. Ég skrapp út að hlaupa í gær hef reyndar ekki hlaupið að neinu viti síðan í september. Þessi hlaupa túr tók rúman klukkutíma og ég sofnaði þreittur en ánægður með afrek dagsins í líkamsræktarmálum. Maður þarf að eiga aðeins inni fyrir páskunum. Þá byrjar maður að kynda grillið fyrir alvöru.
Það styttist óðum í að Ástrós verði 5 ára ...púff þetta er fljótt að líða. Allt of fljótt. Ég minnist þess þegar Ástrós var minni svona í kringum eins árs. Þá sagði mamma við mig að við ættum að njóta þess meðan an hún er lítil. Ég held að við höfum haft það af leiðarljósi en já, þessi tími líður hraðar en maður kannski hefði viljað. Áður en maður veit af er hún kominn með kærasta og ég með byssu leyfi af þeim sökum. Say no more in that respect.
Ég er búinn að vera að umgangast fólk erlendis frá sökum vinnu minnar sem að kom til fundar við fyrirtækið. Þrátt fyrir þessa efnahags lægð sýndist mér þau hafa mikinn áhuga á landi og þjóð. Meðal annars þetta undur veðrið okkar. M.a. hafði einn búist við að lenda í fimbul kulda sökum legu landsins en viðkomandi lendir þá í +5°c þegar það er annarstaðar -°20 á sama breiddarbaug kúlunnar. Ég er búinn að fá þessa spurningu mjög oft og skóla bókar útskýringinn "The Gulf stream you know" gerir allt sem að þarf til að við komandi fær hugljómun og skilning. Oftast nær er viðkomandi hissa núorðið hvað það er ódýrt á Íslandi öfugt við að allt er svo dýrt hér. Þar sem að mikið af þessum erlendu gestum eða næstum allir vinna við flug að einhverju eða öllu marki hafa þau næstum öll áhuga á að koma aftur. Það er gott að gamla Ísland er enþá boðlegt í hinum stóra heimi.
Vopna búrið mitt tilbúið þ.e.a.s. fluguboxin eru full hlaðinn þar sem að ég er búinn að vera duglegur að hnýta. Ég er búinn að vera að hnýta flugur núna í rúm 3 ár. Ástæan fyrir því að ég fór út í þetta er að Hulda gaf mér eitt árið fluguhnýtinga sett. Svo fór ég á námskeið og þar kviknaði áhuginn fyrir alvöru. Þetta setur veiðihobbýið á annann stall. T.d finnst mér miklu skemmtilegra að veiða fisk á flugu sem að ég hef búið til sjálfur. Svo getur maður verið að gultla í því að búa til flugur þegar maður hefur ekkert betra að gera. Ég ætla að prufa í sumar að samtvinna betur veiðina og ljósmyndun. Bæði áhuga mál. Oft rekst maður á eitthvað þegar maður er að veiða því að þetta er útivera þar sem að maður hefur sagt við sjálfan sig þetta hefði orðið frábær mynd. Það skortir allavega ekki myndefni fyrir EOS vélina mína góðu. Eini ókosturinn er hvað hún er þung og svo er þetta líka rándýrt helvíti. En viljir þú ná þessu Kodak móment þýðir ekki mikið að vera með litlu vélina þar sem að þessar litlu vélar skortir snerpu t.d. hefur þú eflaust tekið eftir því að þegar þú smellir af litlu imbaheldu digital vélinni þinni þá er brosið, eða þetta "móment" horfið út í tómarúmið. Þessu nær EOS vélinn og fleiri vélar t.d. Nikon þ.e.a.s augnablikinu sem að þú vilt ná en nærð ekki með venjulegri mynda vél. Enda ekki furða oft geta liðið 2-3 sekúndur þar til að þú ýtir á kakkan til að taka mynd á smávélinni þinni samanborið við 3 myndir á sekúndu á t.d. EOS vélinni minni. Og útkoman verður oftast nær góð.
Ég gerði heiðarlega tilraun til að vera góður við konuna mína extra mikið á konudaginn. Ég vakti hana með kossi um 8 leitið og færði henni við það tækifæri rauða rós og smá pakka. Ástrós fékk líka eina bleika. Svo var boðið upp á morgun mat í rúmið, glóðvolgt bakkelsi úr bakaríinu með kertaljósi og fíniríi. Svo bauð ég þeim mæðgum í gönguferð niður í sandfjöruna á Álaftanesi ( það var gott veður svo að ég notaði tækifærið) og bauð henni uppá heitt kakó þegar þeirri göngu ferð var lokið. Bauð uppá matargerð að hætti japanna með seiðandi eftirrétt, heitur bakaður peru súkkulaðubúðingur að hætti Nigellu. Svo var bara dekur þar sem eftir leið kvölds.
Svona er þetta þegar maður bloggar ekkert í svær vikur þá bla bla bla. Svona er þetta bara. Jæja jæja nenni ekki að skrifa meira. Ætli maður fari ekki bara að koma sér í háttinn.
Eldri færslur
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.