Leita í fréttum mbl.is

Eldavéla raunir

Lífið gengur sinn vana gang vorið er frekar óákveðið hvort það sé að koma eða fara eins og von er á og krónan flýtur ekki frekar en blýhlunkur og hinn fjögurablaða spari-Smári kom af spor"baug" og brann upp í heiðhvolfi kreppunnar.  Færeyingar unnu okkur í fótbolta 2:1 og ég vann ekki í lottó um helgina.   Við gerðu ekki mikið þessa helgina fjölskyldan en við náðum þó að fara í fyrsta hjóla túr ársins.  Eftir að við komum heim ég og Ástrós beið okkar glóðvolgt nýbakað brauð ala Hulda.  Við lentum í smá veseni með eldavélina í gær sem að væri nú ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að rafmagninu sló út þegar við vorum að elda laugardags matinn.  Þegar rafmagnið kom á aftur virkaði ekki bakarofninn en bara hellurnar. Nú voro góð ráð dýr.  Afmæli framundan með tilheyrandi bakstri og ofninn DAUÐUR.  Við hringdum í rafvirkja sem að við þekkjum og honum datt helst í hug að hita eliment-ið  væri farið í ofninum sem að getur gerst þar sem að það er sitt hvort  hita elimentið fyrir eldavélina og ofninn.  Ég reif eldavéla fram og skrúfaði af henni bakið.  Við mér blasti rafmagnsvíra spaghettí, þannig að ég lokaði bara aftur bakinu á vélinni engu nær.   Hulda hringi í stelpuna sem að við erum að leigja af hún sagðist koma eftir smá stund og kíkja á þetta með okkur.   Við vorum farinn að sjá fyrir okkur kostnað sem að væri mældur í tugum þúsunda af verðlausum íslenskum krónum (Icelandic Funny money) .   Sandra kom til okkar og sagði að hún og fyrrum maður hennar hafi lent í því sama.  Það eina sem að þurfti að gera væri að ýta á klukku takkan og hraðsuðu takkann, halda þeim inni samtímis og snúa tíma hjólinu.  Þetta var gert og viti menn „Ta-ta-ram Tammm“ Eureka þetta virkaði.  Þetta er sumsé Gorenje eldavéla „trix“ sem að þeir sem að vinna í Gorenje umboðinu hafi kennt þeim þegar þau lentu í þessu seinast.   

P.s. 10 Dagar í Veiði....

tfisher_tugging_mw 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú hefðir bara hringt í hana Ingu systur þína hefði hún sennilega stungið upp á að skoða klukkuna. Hún lenti í svipuðum æfingum með sinn bakarofn ef ég man rétt.

Sigurður Marísson (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband