23.4.2009 | 12:06
Sumardagurinn fyrsti
Sumardagurinn 1. er merkilegur frídagur fyrir það eitt að það er ekki komið sumar. En þessi dagur gefur mörgum tækifæri á að lengja helgina. Mæðgurnar fóru saman í sumarbústað með fleiri mæðgum (konuferð). Ég er einn heima sem að getur verið ósköp indælt. Enginn að biðja mig um neitt þarf bara að hugsa um sjálfan mig. Var reyndar að átta mig á því að ég hef ekki verið einn heima án konu og barns í X langan tíma. Ég grillaði því sóló í gær og skolaði þessu með rauðvíni. Ég grillaði appelsínu marineraðan svínahnakka sem að kom bara askoti vel út.
Nú fer veiðitímabilið að hefjast fyrir alvöru. Ég er m.a. að fara að kaupa mér nýjar vöðlur og vöðluskó sem að er fjárfesting sem að borgar sig. Er búinn að gefast upp á því að fara með eitt par af neopren vöðlum á ári og vera alltaf í köldu fótabaði í vöðlunum. Búinn að fá ágætt tilboð frá manni sem að ég þekki sem að á veiðibúð á höfuðborgarsvæðinu (góðan vinadíl) á "brand" öndunarvöðlum og skóm. Þetta "brand" er notað m.a. af leiðsögumönnum og ætti að duga í góðan tíma með réttri meðhöndlun.
Ástrós fær frá okkur skemmtilega sumargjöf hún fær Sollu Stirðu jogging galla. Hulda fór út í búð í fyrra dag að ganga frá kaupunum. En fleiri voru að greinilega á sömu línu með sumargjöf og endaði Hulda á því að flakka milli búða til að finna þetta og fann buxur í einni búð og peysu í annari búð.
P.s fyrsti fiskurinn er kominn á þurrt hjá mér. Fór í meðalfells vatn náði einum pundara 13.apríl.
Eldri færslur
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.