Leita í fréttum mbl.is

Skrepp í Þingvallasveit

Skrapp í gær í Þingvallasveit.  Hef haft það fyrir sið að byrja ekki að veiða á þingvöllum fyrr en um 20maí.  Árangurinn lét ekki á sér standa í þessa 2 tíma sem að ég stoppaði á staðnum mínum góða.  Fékk 2 bleikjur sem að voru feitar og vænar 2 pund og 3 pund.  Var líka að prufa nýju vöðlurnar Goretex mínar frá Slate og Orvis vöðluskó.  Virkar bara vel. 

Þingvallavatn er oft lengi að taka við sér þar sem að landið og vatnið stendur frekar hátt yfir sjávarmáli er c.a. mánuði á eftir miðað við gróðurfar og veiði í strandvötnum.  Er farinn að þekkja staðinn ansi vel þar sem að ég hef verið að veiða þarna í nokkur ár með flugu.  Gott að miða við 20.maí þá kemur bleikjan að landi í kringum þann tíma yfirleitt. 

 Erum byrjuð að plana sumar fríið.  Það verður ekki farið til útlanda eins og undanfarin tvö ár heldur að flakka innanlands.  Búinn að gera samning við huldu um að ég fæ að taka stöngina með hihi.

Búinn að vera í löngu helgar fríi þar sem að leikskóli Ástrósar er í fríi frá miðvikudegi til þriðjudags.  Leikskólakennararnir fóru í námsferð til Canada.

Fyrstu þingvallableikjurnar 2009 - Mynd 1Fyrstu þingvallableikjurnar 2009 - Mynd 2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband