Leita í fréttum mbl.is

Júní og það er komið sumar

Skrapp í morgun á Þingvelli eins og ég geri stundum.  Mætti snemma á svæðið eða um 5 leitið. Fljótlega fékk ég eina væna bleikju.  Þegar klukkan fór að slá í átta ákvað ég að breyta um flugu og setti Watson Fancy fluguna (mína útgáfu) undir.  Ekki leið að löngu þar til að ég fann eina töku djúpt niðri.  Ég hélt að þetta væri eins og vanalega rúmlega 1-2 punda bleikja. En nei upp reis hryggur úr dýrsins úr vatninu þetta leit út eins og um lagarfljóts orminn væri að ræða.  Mér kross brá við þetta.  Línan rauk út í vatn og upphófst mikið reiptog.  Eftir allnokkra stund áttað ég mig á því að um væri að ræða frekar stóran fisk.  Ég sá glitta í bleikan magann og sá boltann rjúka í allar áttir til að reyna að losa sig.   Fiskurinn tók all nokkrar kröftugar rokur og gerði fjölmargar tilraunir til að spretta í burtu í slíta úr sér, en þökk sé réttum slaka á línunni gerðist það ekki.  náði ég loksins að þreyta dýrið.  Höfðinginn sá bleiki komst að lokum í háfinn eftir rúmar 10 mínútna bardaga.  Ég stóð eftir með hjartslátt og adrennalín flæði í hámarki. Ég hef ekki náð stærri bleikju í þingvallavatni hún var 53 cm og tæp 2 kíló.

Erum búin að grilla þó nokkuð um helgina og hafa það gott.  Það eina sem að skyggði á helgargleðina var að Ástrós litla er búin að vera með flensu og litla sílið mitt hefur verið með ljótan hósta síðan á fimmtudag.  Þetta er reyndar í rénun og vonum það besta.

Það var hálf kaldhæðnislegt hér áðan þegar ég bar búinn að grilla að þá byrjaði þátturinn "The Biggest Looser"  þannig ég settist í sófann með fullan maga af grillmat og stóran eftirrétt í hendinni. Kannski svipar þetta til að fara fullur á AA fund hihi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband