Leita í fréttum mbl.is

Fossatún síðustu helgi og ýmsar fréttir

Fórum í Fossatún Síðustu helgi.  Komum heim á mánudaginn.  Erum búin að taka því rólega frameftir vikunni.  Ástrós fékk göt í eyrun í dag.  Finnst hún vera orðin ansi stór þegar það er komið. Hún hefur verið að suða um þetta og við létum undan í dag.  Annars vorum við fegin að hún valdi þennan dag því að hún var vel stemmd fyrir þetta.  Það var skotið í bæði eyrun í einu. Smá grátur á eftir en fljótlega var það búið.  Fórum annars á ylströndina í Nauthólsvík að spóka okkur í gær.  Mikið var um manninn á ströndinni.  Að sjálfsögðu var ís borðaður eftir að við komum af ströndinni.  Nú eru vestfirðirnir teknir með trompi á sunnudag.  Gaman að sjá fegurðina þar og munda myndavélina.  Við munum svo enda á Miðhrauni II á Snæfellsnesi og eyða þar verslunarmannahelginni í rólegheitum í sveitasælunni. Hér eru annars nokkrar myndir frá ferð okkar síðustu helgi á Fossatún í borgarfyrði.  Komst í smá veiði þar.  Við fórum í langavatn og aðeins í Blundvatni.  Ekki mikið um stóra fiska en gaman samt. 

Pabbi og Ástrós að borða grillmat í FossatúniFórum í skotbolta í sólarlaginu - mikið gaman

Ástrós að hoppa ofan í heitapottinn í Fossatúni Sólarlagið fallega við Fossatún

Grímsá í allri sinni fegðurð - Veiðileg !!Inní félgsmiðstöðinni Bragganum í Fossatúni (Tjaldinu okkar)Morgunmatur við Fossatún á fallegum júlí morgni

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geturðu nokkuð sagt mér hvar þú keyptir þetta fína tjald? Er að leita að einu slíku. Gott væri ef þú nenntir að svara mér á e-meilið mitt

Takk

María Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 15:01

2 Smámynd: Viðar Þór Marísson

Það var kept í rúmfata lagernum. Er 6x4 metrar með 2 svefnrýmum.  http://www.open-air.com/products/details/39?tid=9

Viðar Þór Marísson, 4.8.2009 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband