Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Flensan.. og fróðleikur um jólamanninn

Já flensan hefur tekið sinn toll hjá okkur og hefur Hulda legið í rúminu síðan um helgina.  Fór til læknis sem að gaf henni eitthvað við þessu.. og viti menn þetta er að lagast.  Ástrós talar ekki um annað en jólin enda bærinn að pringa út í ljósa fljóði í öllum regnbogans litum.

Núna um helgina gegnur samt aðventan í garð og ég ákvað að vera ekki með áhuggjur þessi jólin út af hinu og þessu og njóta þess sem að jólin hafa upp á að bjóða í staðinn.  Veistu það er bara langt síðan ég hef verið svona slakur yfir jólunum.  Ég er samt jóla kall og ætla ásamt minni að skreyta húsið að innan sem utan veit samt ekki hvort að það verði tekið svona Chevy Chase stíll eður ei það verður bara að ráðast. Það er samt frekar skrítið að hugsa til þess að við munum gefa Ástrós í skóinn í fyrsta skipti núna þessi jól (hún er orðin nógu gömul til að fatta þetta).

Smá fróðleikur um útlenska jólasveininn frá Norðurpólnum.

1) Engin þekkt afbrigði hreindýra geta flogið. Þó skulum við ekki gleyma því að um það bil 300.000 dýrategundir eru enn óskilgreindar og óflokkaðar, og þótt flest þessara dýra séu skordýr og gerlar, þá er ekki hægt að afsanna á óyggjandi hátt tilveru fljúgandi hreindýra. (Sem jólasveinninn einn hefur séð...)

2) Það eru rúmlega 2 milljarðar barna í heiminum, sé notast við þá skilgreiningu að barn sé manneskja sem ekki hefur náð 18 ára aldri. Þó ber að nefna að þar sem Jólasveinninn þarf ekki að sinna börnum Múslima, Hindúa, Gyðinga og Búddista, minnkar afkastakrafan sjálfvirkt niður í 15% þess fjölda, eða um 378 milljónir barna. Meðaltal barna á fjölskyldu í hinum kristna heimi er um 3,5 börn á heimili, en það gerir 91.8 milljón heimila. Í þessari stuttu úttekt er gert ráð fyrir því að a.m.k. eitt gott barn sé að meðaltali á hverju heimili.

 

3) Jóladagur sveinka er 31 klst. langur, þökk sé mismunandi tímabeltum og snúningi jarðar, sé gert ráð fyrir því að hann ferðist frá austri til vesturs (sem okkur þótti skynsamlegt). Þetta þýðir að hann þarf að sinna 822.6 heimsóknum á sekúndu. Þannig hefur hann 1 þúsundasta úr sekúndu til þess að leggja sleðanum, hoppa úr honum og niður strompinn, fylla í jólasokkinn og koma gjöfum fyrir undir jólatrénu, borða það nasl er skilið hefur verið eftir fyrir hann, fara aftur upp strompinn, og koma sér á næsta áfangastað. Ef gert er ráð fyrir því að þessir 91,8 milljón áfangastaðir séu jafnt dreifðir um heiminn (sem við vitum að ekki er, en gerum ráð fyrir til að auðvelda útreikninga okkar), erum við að tala um 0,78 mílur per heimili, eða ferð sem er samtals 75-1/2 milljón mílna löng, að viðbættum stuttum stoppum til þess að gera það sem öll okkar þurfa að gera að minnsta kosti einu sinni á 31 tíma, sem og matarhlé og slíkt. þetta þýðir að sleði jólasveinsins ferðast á 650 mílna hraða á sekúndu, eða á um 3000 földum hraða hljóðsins. Til samanburðar má geta þess að hraðasta farartæki sem maðurinn hefur byggt, geimkönnuðurinn Ulysses, ferðast um á aumingjalegum 24,7 mílum á sekúndu. Mælingar á hraða hreindýra sýna að staðlað hreindýr getur hlaupið á um 15 mílna hraða á klukkustund í skemmri tíma.

4) Farangursþyngd sleðans er annar athyglisverður þáttur í þessum útreikningum. Ef gert er ráð fyrir því að hvert barn fái aðeins meðalstóran lego-kassa að gjöf (um 1 kíló) þarf sleðinn að bera 321.300 tonn, að viðbættri þyngd jólasveinsins, en hann er yfirleitt talinn í góðum holdum. Undir venjulegum kringumstæðum getur hreindýr dregið um 150 kíló. Jafnvel þótt við gæfum okkur að fljúgandi hreindýr (sjá rök 1) gæti dregið TÍU SINNUM þá þyngd, er ekki hægt að leysa verk hreindýra sveinka með 8 dýrum, né heldur 9. Við myndum þurfa 214.200 hreindýr. Þetta eykur farmþyngdina, án þess að taka þyngd sleðans með í reikninginn, upp í 353.430 tonn.

Til samanburðar má nefna að það er fjórföld þyngd skemmtiferðaskipsins Queen Elisabeth.

5) Loftmótstaða 353.000 tonna sleða sem ferðast um á 650 mílum á sekúndu er slík að að hreindýrin hitna á svipaðan hátt og geimskip sem er að snúa aftur inn í gufuhvolf jarðar. Forystuhreindýrin 2 mundu draga í sig hita sem samsvarar 14.3 Quintilljónum jóla í orku. Á sekúndu. Hvort. Í stuttu máli myndu þau brenna upp á örskotsstundu og skapa í leiðinni ærandi hljóðsprengjur í kjölfari sínu. Aðeins tæki 4,26 þúsundustu úr sekúndu fyrir hreindýrasameykið að brenna upp. Á meðan þarf Jólasveinninn að þola miðflóttaafl sem er 17.500,06 sinnum sterkara en aðdráttarafl jarðar. 125 kílóa Jólasveinn (sem er varlega áætlað) myndi vera negldur aftur í sleðann sinn með 4.315.015 punda þrýstingi.

Með öðrum orðum: ef Jólasveinninn hefur einhverntíman borið út jólagjafir, þá er hann án nokkurs vafa látinn núna. Því miður. 
 

 


My amazing race

Já það má með sanni segja að ferðin mín til ýmissa landa síðastliðna 3 daga hafi verið eftirminnileg. 
Fyrir það fyrsta þá bilaði vélin sem að ég fór með frá Keflavík og henni seinkaði um 4 tíma.
Ég n.b. var að fara með frakt vél Icelandair til Liege í belgíu. Ég og flugmennirnir vorum samt í góðum gír í þrátt fyrir þetta og flugstjórinn pantaði pizzu sem að við smjöttuðum á og horfðum á Sýn þar til að vélin var loksins tilbúin eftir allt það sem að var að þeirri annars ágætu vél. Þegar ég var kominn til Belgíu beið mín önnur þota sem að var að fara til Lyon í Frakklandi. 
Eftir smá hlaup og púst komst ég um borð í þá þotu B737 frá Axis Air sem að er franskt flugfélag, félag (sem að btw fór á hausinn þegar ég var búinn að fljúga). Ég sat frammí hjá þeim líka. Þeir félagarnir sem voru við stjórnvölinn voru frekar fámálir þar eð þeir töluðu eingöngu frönsku. 
Þegar ég var kominn til Lyon beið mín þar Philippe nokkur sem að ég átti að kenna. Ég kenndi honum það sem að af mér var ætlast og gekk það allt mjög vel. Ég var með hótelherbergi á hóteli sem var inni í flugstöðinni, 4 stjörnu hótel sem var bara ágætt.  NB, þetta hótelherbergi var bara til afnota fyrir minn um daginn, þar sem að ég þurfti að taka sömu vél og ég kom með, aftur til Liege í Belgíu um kvöldið.
Vandræðin byrjuðu fyrst þegar ég var að fara í gegnum öryggiseftirlit til að komast aftur um borð í vélina. Það var maður sem var fulltrúi fyrirtækisins, sem að ég var að þjálfa um morguninn, sem fylgdi mér niður í öryggiseftirlit. Öryggisvarða - hálfvitinn sem var þarna, var nefnilega ekki með skrá yfir fraktflug og vildi ekkert kannast við að ég mætti fara á þetta flug. Áður en ég vissi af voru mættir 3 rummar frá frönsku lögreglunni og maður frá útlendingaeftirlitinu til að tala við mig og þann sem að átti að fylgja mér út í vél. Löggan beit bara í sig að ég mætti ekki fara, þar sem að ég væri ekki með gilt vega bréf innan Evrópu vegna þess að þeir höfðu ekki heyrt um ísland.  Franski fylgdarmaðurinn sem að átti að koma mér á flugið reifst og skammaðist við lögguna og útlendingaeftirlitið fyrir framan mig í 10-15 mínútur (NB vélin sem að ég átti að fara með vildi ekki bíða eftir mér og ég var að renna út á tíma). 
Loksins þegar franska útlendingaeftirlitið staðfesti að íslensk vegabréf væru nú í lagi og að ég væri ekki frá Kazakstan eins og Borat þá fékk ég að fara áfram. Hjóp út í vél og flaug með henni til Liege í Belgíu aftur. Þar beið mín annar flugmiði og ég fór á annað flug sem að fór til Zaragoza á Spáni og svo áfram til Lissabon þar sem að ég átti að vera með námskeið. Allt gekk vel í Lissabon og ég kenndi þar líka eitt stykki námskeið. Um kvöldið átti ég að fara með sömu áhöfn og ég kom með aftur til Liege, Belgíu. 
Þegar ég loksins kom í öryggisleit þar þá vildi enginn kannast við neitt. Og aftur átti ég ekki að komast frá Lissabon, því sem næst sama sagan og í Lyon. Vegna þess að allt gekk vel að lokum seinast ákvað ég að halda ró minni. Auk þess var framkvændastjóri fyrirtækisins sem að ég var að þjálfa að fylgja mér og hann hringdi bara eitt símtal og skammaði einhvern all hressilega og þá var gatan greið og ég komst áfram til Belgíu. Þaðan átti ég svo að fara til íslands. 
Í Belgíu átti að bíða mín vél frá Icelandair og var búið að fá loforð um sæti frammí fyrir mig til að ég kæmist heim. Ekki átti það að ganga heldur því að þegar ég loksins kom til Belgíu þá var sagt við mig að 2 flugmenn sem að þyrftu nauðsynlega að komast heim, væru í forgang um sætin sem að væru í boði og að ég kæmist sennilega ekki með. Ég vonaði það besta og vegna þess að ég þekkti flugstjórann lítilega fékk ég að fljóta með. 
Púff þarna slapp ég aftur fyrir horn. Sannkallað "Amazing Race" á þremur dögum, búinn að fara frá Íslandi-Belgíu-Frakklands-Belgíu-Spánar(Spáns)-Portúgal-Belgíu-Íslands og sofa aðeins 6 tíma á þremur dögum, þar sem að næturnar fóru í að sitja í flugvél á hænupriki (aukasæti í flugstjórnarklefa) og dagarnir fóru í að kenna og bíða eftir flugi um kvöldið. En allt er gott sem endar vel Grin

 


Þegar ég vaknaði um morguninn .... (lalaralla la)

Þegar ég vaknaði í morgunn var allt í snjó. Það fyrsta sem að ég hugsaði "eru þetta tæknileg mistök".  Ég blikkaði aftur augunum ó nei þetta vor ekki tæknileg mistök heldur al íslenskur vetur.  Hmmm allt í snjó kallt myrkur.  Aftur í rúmið og segja síðan upphátt "Ahhh hvað koddinn minn er mjúkur".  Ástrós var í pössun hjá ömmu og afa svaka fjör hjá henni.  Við fengum foreldrafrí sem að var notað til að framkvæma mjög hættulega aðgerð. Hluta af jólahreingerningu.  Já hættuleg að því leiti að skíturinn upp á eldhússkáp var vægast sagt ullabjakk sem að gat skemmt matarlystina hjá Magnúsi og Eyfa ( Úr gömlu spaustofunni).  Við lifðum það af og svo tók við jólabakstur og gestamótaka á Hófí og Sigga sem að gerði daginn bara ánæjulegan.  Ég manaði mig upp í það að fara út og moka snjó af bílastæðinu eins og mér einum er lagði ( en ekki nágrönnum mínum).  Nágrannar mínir vita ekki hvað skófla er, æi þú veist svona prik sem að er með blöðku framan á sem að hægt er m.a. að nota til að hreinsa snjó. Ég get einn farið inn og út úr mínu bílastæði en ekki þeir "nana na na búbú", þar sem að þeir nenntu ekki að moka.  


Nýtt leikrit sem enginn má missa af

Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir nýtt verk sem gerist á Suðurlandi og nefnist "Glæpagengið" eftir Davíð Oddson.

Leikritið fjallar um hóp manna sem fer rænandi og ruplandi um héruð, og kenna síðan öðrum um ef upp kemst.

Leikarar eru Árni Johnsen, Guðjón Hjörleifsson, Gunnar Örlygsson og gestaleikari er enginn annar en Eggert Haukdal.

Góða skemmtun (ps. sætaferðir frá Tuborg, bílstjóri er Eyþór Arnalds).

Athugið !

Vegna tæknilegra mistaka vantar nokkrar gangstéttarhellur við inngang Þjóðleikhússins ...


Á ferð og flugi

Lissabon og Lyon.  Já það á víst að senda mig á fleiri staði í næstu viku.  Fer fyrst til Liege í Belgíu og svo þaðan til Lyon verð þar í einn dag. Fer svo til Lissabon og verð þar í 1 dag, fer svo til belgíu og þaðan heim. Reikna með 3 dögum í þessa reisu. Þetta er er svona Amazing race tilfinning.  Bara spruning hvað ég fæ í verðlaun ég efast samt um að ég fái Milljón dollara fyrir að ljúka ferðinni á tilsettum tíma og að framkvæma öll tilgreind verkefni sem að bíðan míns í á þessum stöðum.  Þetta verður ekki beint 1st class flug þar sem að ég mun sennilega fara með Cargo Flugvélum á milli staða ( það eru 2 auka sæti fyrir óvænta gesti eins og mig í þeim vélum).

Magga systir & Kiddi mágur fara út á morgun til Lon-og-don í skemmtiferð eða Lundúna eins og væri sagt á gufu radio. Vona að hún skemmti sér bara velCool.

 


Óveður á morgunn

Ó já óveður.  Ég ætla nú samt að skrönglast í vinnuna.  Sagt að það séu 45metrar á sekúndu í kviðunum sem að er jafnt og 65 hnútar sem að er jafnt og 118 km klst. Mjög ólöglegum hraða sumsé. Það er sumsé mjög hratt logn.  Þá er bara spurning hve margir detta fram fyrir sig þegar lægir maður verður orðin svo vanur að halla sér upp í vindinn. 

Þá er alltaf hægt að gera sér eitthvað til dundurs í vonda veðrinu tildæmis að klára jóla plötuna í ár

viddi coutry hits

Svo er líka hægt að gera ýmsilegt úr því sem að hægt er að finna heimavið

fill kangeroofroskurmoose

Svona svo eitthvað sé nefnt.

 

 


Nýjar myndir

Búinn að bæta inn nýjum myndum. Þetta er svona best-off albúm.  Annars hef ég lítið að segja svo að það er best að segja sem minnst. Ég er að fara til Lyon í Frakklandi í næstu viku í svona smá námskeiða hald fyrir vinnuna.  Mig hefur alltaf langað til frakklands og núna er rakið ræki færi að nýta sér það.  Annars sér maður voða lítið í svona vinnuferðum annað en hótelið og staðin sem verið er að skoða - vinna á erlendis. Ég hef verið voða latur að blogga undanfarið eða hvað.  Þannig að ég tel þetta sem afrek dagsins að blogga eina færslu. vikurnar líða allt of hratt og mér finnst ég lifa á  miklum hraða.  Skrítið tíminn leið svo hægt þegar ég var í framhaldsskóla og núna Zooom nýr mánuður ný vika líða framhjá á skot stundu. Veistu sumir segja að þetta sé merki þess að ég sé vinnualki en ég ber bara við minnisleysi.  

Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband