Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
31.12.2006 | 13:23
Árið 2007 framundan
Nýtt ár framundan. Það fær mann óneytanlega til hugsa fram á veginn. Árið 2007 er óskrifað blað sem að við fyllum út hvert og eitt. Nostradamus talar hinsvegar að dauði eins manns byrjun árs 2007 muni verða kveikjan að vandræða tíma og þetta tímabil muni vara frá apríl 2007 til ársins 2012. Hvað þessi vandræði eru er erfitt að spá um segja þeir er hafa legið yfir spádómum og öðrum skruddum. Alla vega fyrir árið 2007 vona ég það besta og kveð árið 2006. Það hefur verið ár mikilla sviftinga í alla staði og endar bara nokkuð vel.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.12.2006 | 12:40
Gleðileg Jól
Vonandi hafa jólin ykkar verið ánæjuleg eins og hjá mér. Jólin eru nú samt undarlegur tími. Það þætti skrýtið ef að maður væri á venjulegum degi með að dást að dauðu tré í stofunni og að borða nammi úr skónum sínum. Tala nú ekki um gömlu síðhærðu skeggjuðu mennina mennina sem að gefa börnunum nammi. Veit ekki með þig en myndir þú treista gömlum manni sem að væri að læðast inn um glugga á nóttunni hjá börnunum þínum og borðandi hangiket eða stelandi kertum í herbergjum barnanna ég bara spyr?
Kannski á Jólasveinninn erfitt í nútímanum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2006 | 11:05
Jóla hvað?
Getum við keypt jólin?
Núna er mikið áreiti frá blöðum, sjónvarpi og útvarpi með "jóla kaupa hitt og þetta." Maður heyrir t.d. "Jólin koma alveg örugglega ef að þú kaupir ####" eða " Þessi einstaki hlutur kemur með jólin til þín" eða " alveg ómissandi með jólamatnum" nú eða þessi "það sem að allir vilja er risa ofur sjónvarpstilboð, aðeins í dag 499.999 kr".
Mér finnst áreitið ekki minnka neitt með hverju árinu. Þetta er orðið ofaukið. Kaupmenn fá jólaandann yfir sig þegar þeir finna VISA brunalykt, sem er fyrir þeim svona eins og grenilykt fyrir okkur. Ég er búin að ræða það við mína konu hvort að við ættum ekki bara að flýja upp í sumarbústað næstu jól og prufa að upplifa jólin í burt frá öllu jólastressinu.
T.d. síðustu jól var ofurkapp lagt á að allt væri fullkomið og þegar litla píslið okkar hún Ástrós var búin að opna jólapakkana sína þá kom svona spennufall eins og maður hafi lokið við að selja milljón hlutabréf í Jól EHf fyrir lokun kl: 18 þann 24.des. Sem betur fer er VISA frændi ekki með brunasár þetta árið hjá okkur, enda erum við með svona fyrirframgreitt debit með kredit kort sem er mjög sniðugt, enda fara margir yfir um jólin á krítarkortinu eins og Laddi segir í laginu.
Ég sá t.d. jólasveina í Kringlunni í gær en svo fattaði ég það að í flest skiptin sem börnin okkar sjá jólasveina þá eru þeir í Kringlunni eða Smáralind. Hvað eigum við að segja þegar spurt verður "Pabbi af hverju eru jólasveinarnir alltaf í Kringlunni og Smáralind?". Kannski þarf að breyta jólasveinasögunum og hætta að segja að þeir búi upp í fjöllum og segja í staðinn að þeir búi uppi á háalofti í Smáralind og Kringlunni. Þá verður auvelt að svara þessu.
Maður spyr sig er þetta jólaandinn? Nei ekki finnst mér það. Það er nú einu sinni þannig að jólin eru í hjartanu og hver og einn hefur sínar minningar um tilhlökkun jólanna þegar við vorum minni.
Mér fannst t.d. jólin vera að koma þegar búið var að skreyta jólatréð á Þorláksmessu og jólatréð var komið upp í allri sinni dýrð og ilmurinn af jólahangikets suðu sveif um loftið.
Núna hef ég líka ákveðið að þessi jól verða tekin frekar rólega. Manni á að hlakka til að klukkan slái sex á Aðfangadag eins og þegar maður var lítill en ekki kvíða því hvort að allt nái að klárast fyrir klukkan sex.
Og þegar öllu er á botninn hvolft þá er nú niðurstaðan sú að við viljum að börnin okkar njóti jólanna enda er þetta barnahátíðin mest eins og segir í kvæðinu. Ég veit bara að henni Ástrós minni er farið að hlakka til og það er það sem skiptir máli.
Tilhlökkun barnsins til jólanna og líka barnsins sem býr innra með okkur öllum.
Kortaklippir 14.jólasveinninn.
Kemur eftir jól þegar
mamma og pabbi sofa
og klipp VISA kortið þeirra í mola.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.12.2006 | 11:16
Desember
Snjórinn er að fara og gleðjast flestir nema greiið Snæfinnur snjókarl. Vonandi kemur snjór aftur fyrir jól. Alltaf skemmtilegra að hafa snjó í des en sammt ekki of mikið af honum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- September 2006
- Ágúst 2006