Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Flensa-nnn.. atjú-hóst-uml

Ég er búinn að vera veikur heima meginn hluta af vikunni. Núna er sunnudagur og ég er núna fyrst að komast til meðvitundar.  Hef verið með 39° hita og rúmliggjandi með lítilli meðvitund.  Leið eins og ósjáfbjarga gömlum kalli.  Er aðeins skárri í dag þó hitin byrjaður að lækka. Vonandt tekst mér að sigra þessa helf-djö (afsakið orðbragðið) flensu veiru.  Nenni ekki að vera veikur.  Hef ekki fengið svona slæma pest í mörg mörg ár.

Stefnumóta kvöld

Ég og Hulda ákváðum í gær að fara saman út að borða og í bíó. Svona stefnumóta kvöld. Heppnaðist mjög vel. Fórum út að borða á T.G.I. og svo á Music and Lyrics með Drew Barrymore og Hugh Grant.  Flott svona para mynd mæli með henni bæði fyndin og góður söguþráður fékk mann til að flissa aðeins og bara fínasta skemmtun.  Það var svolítið skondið þegar við fórum í bío þá var fullt af pörum sem að greinilega voru að fara á þessa mynd enda svona "tipical date movie", og röðin hinum meginn á ganginum Hannibal Rising var mest allt unglingar.  Mjög greinileg skipting.  Ástrós er að fara í dag með mömmu sinni á Pétur og Úlfurinn í þjóðleikhúsinu og ég er í vinnunni að Vinna.  Er að klára plagg sem að þarf að vera komið í umferð á morgun þ.e.a.s. búið að senda út sem dreifibréf innan fyrirtækisins áður en að gæðaeftirlits menn/konur IOSA koma og taka okkur ( Icelandair ) í gegn á morgun.

Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband