Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Smá meiri fréttir

Náði að stela smá þráðlausu interneti úr nágeninu. Þannig að við höfum nú smá netaðgang sem að ég hakkaði mig inná.  Vil leiðrétta smá, við erum víst 30 km frá Stokkhólmi en ekki þrjá þar sem að 3mil er = 30 km en ekki 3 km... Þetta er ekki sama mælieining og míla heldur sér sænsk mælieining fyrir 10kmb= 1 mil. Erum á svæði sem heitir Årsta og er bæði íbúða- og sumarhúsahverfi við ströndina.

Fórum út að borða í gær á litlum sætum stað þ.e.a.s. úti veitinga húsi.  Viddi smakkaði reyktar rækjur og sænskan smá humar (hulda vildi ekki ;)  ). Fengum síðan sænska steik að hætti húsins og Ástrós fékk sænskar pönsur og ís.

Í gær var mjög gott veður 18-22°c og bjart og sól mestan hluta dags.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir úr sænsku sveitinni ;) ( Smella á myndir til að stækka)

 

Scandic trip 2007 swed 021

Scandic trip 2007 swed 121

Froskur í garðinum eftir ringningar dag

Úti kamarinn ;) góði

Hulda , Therese og Mathias í gærkvöldi í góðu yfirlæti


Fyrstu frettir ur ferdinni

Komum til Stockholm her i ringningu.  Tad er buid ad rigna meira og minna sidan vid komum en styttir upp a milli regn skura.  En verdrid er milt og gott og c.a. 15-20 gradu hiti.  Vid erum buinn ad vera ad versla a Astros fot og hun er kominn med fullt af fotum ur H og M. Vid erum um 3 km fra Hofudborginni i sumarhusi med Mathias og Therese  og stelpunum teirra tveim 6 og 9 är.  Vid hofum tad mjog gott og erum ad fara ut ad berda i kvold med Matthias og Therese.  Vid eigum eftir ad fara med Astros i tivoli og i dyragardinn.  Hun Astros er mjog anaegd herna og er eins og blom i eggi. To otrulegt se nä stelpurnar ad skylja hver adra.

 

Kvedja fra Sverige,

Viddi ,hulda og Åstros

 

Setjum inn myndir seinna 


Blóm sumarsins

Blóm sumarsins eru blessuð börnin okkar.  Eru hlý eins og sumarið og það þarf að hlúa að þeim eins og blómunum.  Eini munurinn er sá að þeirra hlýja endist allt árið.  Cool

sumar 2007

 

 

 

 

 

 

 

 


Kominn ferðahugur í okkur

Það er komin ferða hugur í okkur.  Næstum allt að verða tilbúið.  Við ætlum reyndar að keyra frá Bergen til Odda í Noregi þegar við komum þangað.  Verðum þar í einn dag og svo verður keyrt frá Odda til Kristiansand (tekur 5-6 tíma).  Það kom mér reyndar á óvart hvað dýrt er að ferðast með lest.  Könnuðum það innanlands og það var ódýrara að fljúga eða taka bílaleigu bíl.  Við ákváðum að taka bara bílaleigubíl og sjá meira af landinu.  Erum svo búinn að bókar heimleiðina í gegnum Köben. 

Förum vel græjuð með GPS, lappann og EOS vélina þannig að við ættum hvorki að villast né missa af neinu. 

Fór að veiða í gær (þjáist af veiðisýki á sumrin). Veiddi 4 ágætar bleikjur tvær 2ja punda og 2 eins punda.  Veiddi slatta af minni fiskum sem að ég sleppti.  Það er bara allt fullt af fiski í þingvalla vatni. Það rúlar.  Var að taka það saman í dag að ég er búinn að veiða rúmlega 10 kg af bleikju síðan í vor. Ó já það er ennþá vorWhistling


Fékk á baukinn

Japanar virðast af einhverjum orsökum vera algerir pervertar. Ojbjakk Sick .  Ég furða mig á því hinsvegar hvað 24 ára gamall maður fær út úr því að stela nærbuxum og skólabúning. Hann sagðist hafa verið að svala kynferðislegum löngunum sínum.  Kannski er þetta enn eitt dæmið um hvað klámvæðing og svínarí sem að er að finna út um allar jarðir er að gera.  Búa til perverta og níðinga. Heimur versnandi fer. Enn það er bara gott að svona fólk náist.  En þetta vekur upp spurningar eins og hvað er kynferðislegt við stelpunærföt og skólabúninga stúlknaFootinMouth ?
mbl.is Japanskur nærbuxnaþjófur gripinn glóðvolgur í stelpufötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð veiðiferð

Fór í Þingvallavatn í gærkvöldi. Veiddi m.a. 5 punda urriða, 2 punda bleikju og 2 eins punda bleikjur. Það má með sanni segja að sumarið sé komið.

Þegar ég kom þá voru tveir menn að veiða á stað sem að heitir Leirutá  þegar sem að ég fer alltaf að veiða. Ég sá að þeir voru ekki með fisk og höfðu ekkert fengið. Ég labba út í vatnið akkúrat á “mínum stað” ef svo má segja. Og við stöndum í röð út í vatninu með um 15 metra milli bili.  Þarna eru nefnilega balar ofan í vatninu þar sem að ég veit að bleikjur eru á sveimi. 

Ég kasta út og í öðru kasti er tekið hressilega í og fljótlega landa ég fallegri 2 punda bleikju á Peakock flugu. Ég sé votta fyrir undrunarsvip við hliðina á mér hjá hinum fisklausu. Fljótlega veiði ég svo næstu. Ég veiði þessa fiska á  Watson fancy flugu sem að lætur ekki mikið yfir en það er eins og að ég væri að kasta beini fyrir hungraða úlfahjörð. Alltaf verið að narta og missti nokkra.

Svo rétt fyrir ellefu er tekið þéttingsfast í línuna. Þar stekkur fyrir framan mig fiskur, silfraður og stór. Ég geri mér grein fyrir að það er urriði búinn að taka fluguna mína.  Ég hugsa til ráða föður míns sem að ég fékk eftir að ég missti þann stóra síðast “ekki slaka og halda fiskinum við yfirborðið”. Þetta var svona eins og í Star Wars, mér birtist hugljómun á elleftu stundu  “Use the force, Luke” nema að það var faðir minn sem var með skikkju og sverð í þeirri hugljómun.

Ég ákvað að þessi skildi ekki sleppa. Eftir að hafa glímt við urriðan í rúmar 10 mínútur er honum landað. 5 punda urriði og þar með stærsti fiskur sem að ég hef dregið úr Þingvallavatni.

Þegar ég var kominn að bílum staldraði ég við um stund hellti kaffi í bollann minn og naut augnabliksins og fuglasöngsins í ljósaskiptunum í góðaveðrinu.

Þetta er það sem að hleður batteríin mín. Útivera, falleg náttúra og veiði. Og allt að finna í seilingar fjarlægð frá borginni.

 

5 punda Þingvalla  Urriði

 

2. Júní Veiði


Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband