Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Er á leið til Kualalumpur frá Phuket Tælandi

Er búinn að vera að vinna í Tælandi síðan á miðvikudag.  Það er búið að vera gaman að heimsækja þetta fallega land.  Ég er búinn að vera á fundi með flugfélagi hér á bæ og að skoða hótel fyrir áhafnir bæði í Pattaya,Bangkok og Phuket.  Nú erum við búnir að klára okkar task í Tælandi og næsta tekur við í Kulalalumpur í Malasíu.  Það er rúmlega 3 tíma flug til Kulala frá Phuket þar sem að við erum núna.  Er núna að bíða eftir flugi og þarf að drepa smá tíma.  Tæland er mjög heillandi og skemmtilega fór í gær á mjög skemmtilegt resort sem að Marriot hótel eru með er eins og hreynlega að vera miðjum frumskógi með 5 stjörnu hótel líkara ævintýri en raunveru leika þar sem að hótelið er við hvíta sandströnd þar sem að pálmatré kyssa sandinn.  Það var m.a. mjög sérkennilega að sjá allar gekkó eðlurnar sem að hlupu eftir loftinu fyrir ofan mig þegar ég var að fara að herberginu mínu sem að var í sér húsi við hótelið ( Bungalow) og að borða morgunverð við ströndina með hvítan sand og pálmatré fyrir framan sig.  Þá gleymir maður um stund að tilsé land sem að heitir ísland þegar 30° gola leikur um vangann. Það eru allir svo kurteisir hér í tælandi og einkenni fólksins er að allir brosa, kannski vegna þess að þeir settu ekki spariféð sitt í íslenskan banka .. veit það annars ekki.   Sá líka þegar við vorum að skoða hótel á Pattaya ströndinni hjá Bangkok að já jafnvel elstu og ljóstustu menn eru með innfæddar konu í arminum og perraglott á smettinu (ojbjakk). Sá m.a. einn sem að var örugglega 75 ára og í hjólastól og hann var með eina infædda sem að fylgdi honum og sá brosti hringinn.  Fundum þarna mann sem að hefur búið í Tælandi í 20 ár (Þýskur) sem að var að hjálpa okkur með hótel málin hann er 66 ára töffa sem að aðstoðaði okkur við þetta allt saman og eigum honum þakkir skilið. 

Næst erum við að fara til Kualalumpur og þurfum að heimsækja fólk frá Malaysian airwais og skoða hótel. 

Ferðin heim verður löng þar sem að 12 tíma flug er frá Kuala til Amserdam þar sem og það í 3 tíma í viðbót heim á leið.   Geri ráð fyrir að líkams klukkan verði frekar vanstyllt þegar ég kem heim en ég kann ráð við því. 

 

 


Í ljósa skiptunum

Vorum á leiðinni heim úr verslunnar ferð og tók eftir mjög fallegu tungli yfir borginni.  Fallegt samspil borgar fjalla og tungls í ljósaskiptunum.

Reykjavik Twilight


Kominn heim frá Prag og fer aftur út eftir helgi til Bangkok og Kuala Lumpur....

Já er búinn að vera mikið á ferðinni á vegum vinnunar.  Kominn heim frá Prag aftur búinn að fara til Prag á fund tvisvar sinnum í þessum mánuði.  Okkur var boðið far til Íslands á fundinum sem að við vorum á í Prag.  Þannig að við fengum einkavél (B737-800) frá ákveðnu fyrirtæki þar í bæ.  Átti að koma heim í gegnum Kaupmannahöfn þannig að þetta var alveg kærkomið að komast aftur heim.  Dóttir mín stökk líka í fangið á pabba sínum og gaf honum koss á kinnina og tilkynnti mér að hún hafi saknað mín mikið.  Ókosturinn við að koma heim á svona vél var að það var enginn fríhöfn opin... Þar sem að ég hafði lofað að koma heim með eitthvað handa prímadonnunni minni litlu.  Enn ég lofaði að bæta henni þetta upp síðar.

Fékk síðan að vita það í dag að það er verið að senda mig til Bangkok og Phuket í Tælandi og Kuala Lumpur í Malasíu í næstu viku.  Ég er að fara í flugvallaúttekt þar sem að við erum bráðlega að fara að flúga fyrir flugfélag sem að er með höfuðstöðvar í Prag.  Þetta er frekar spennandi þar sem að ég hef ekki komið til Asíu áður Tounge.

Löng vika framundan reikna með að eyða 17 klukkustundum í flugvél á miðvikudag á leið til Bangkok.  

Við ákváðum í vinnunni um daginn að vera með leynivinaleik á skrifstofunni.  Það var stungið upp á þessu til þess að létta aðeins á fólki.  Leikurinn gengur út á að þú átt að gleðja vinnufélaga þinn sem að veit ekki hver þú ert.  Gaf mínum Leynivini pakka í morgun sem að var bara gaman.  Ég fékk svo frá mínum leynivin smá pakka sem að gladdi mig mikið notaði pakkann eftir að ég kom heim rann ljúft niður (fékk hvítvín) enda er ég sælkeri mikill.  Þetta virkar vel á alla á skrifstofunni því að allir eru byrjaðir að brosa sem að er gott því að margir voru komnir með smá skeifu útaf ástandinu og þetta snéri skeifunni í bros.  Ekki veitir af á þessum síðustu og verstu tímum.

Ég veit ekki með ykkur en ég læt kreppuna ekki draga mig niður.  Þvert í móti fær það mann til að sjá hvað er dýrmætt í lífinu. Númer 1 fjölskyldan þín.  Annað kemur og fer, peningar og allt annað. Fjölskylduna áttu skuldlaust. 

Það sem að er dýrmætasta í þessum heimi er:

1. Börnin þín og maki þinn 

2. Ást,

3. Vinátta

4. Fríska íslenska loftið sem að þú andar að þér

5. Íslenska rokið ( það feykir fýlunni frá Íslandi örugglega fljótt)

6. Að reyna að vera betri persóna í dag en í gær.

 

Það besta víð ofangreinda upptalningu er að þetta kostar ekki neitt.  Það er eitt sem að ég hef haft fyrir reglu bæði í vinnu og í einkalífinu.  Vertu góður við fólkið sem að þú hittir þegar þú klífur lífsins brekku í leik og starfi því að þegar þú rennur niður brekkuna hittir þú þetta fólk kannski aftur.

 

 

 

 

  


Heja Norge

Herbragð seðlabankanns virðist vera að virka nossarar vilja kannski vera vinir okkar aftur.  Enginn vill að Rússar hlaupi undir bagga og þetta gerist.

123465


mbl.is Norðmenn fylgjast grannt með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvítt púður

Snjór snór og meiri snjór.  Óvenju snemma á ferðinni blessaður snjórinn.  Ástrós litla flýtti sér í rúmið.  Henni hlakkaði svo til að fara í leikskólann í fyrramálið, eins og hún orðaði það "búa til snjókall og soleis".

White powder and snow flake

IMG_20081002_9999_22

IMG_20081002_9999_24


Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband