Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Ein mynd á dag í 10 daga / Mynd 3

Skruppum niður að Kleifarvatni.  Vatnið er allt ísilagt.  Fallegur dagur í dag og tilvalin til útiveru.

Einar í Auðninni


Ein mynd á dag í 10 daga / Mynd 2

Ætli einkunnar orð dagsins sé ekki .... Mikið er rigningin góð.  Búinn að fá mig full saddan af snjónum. Tók þessa áðan.

Niðurfall


Ein mynd á dag í 10 daga / Mynd 1

Ákvað að setja inn eina mynd á dag af einhverju ákveðnu á dag myndir segja oft meira heldur en orð.  Hér kemur sú fyrsta.

 Ljósið Sigrar

Sólin lætur nær alltaf að brjóstast fram jafnvel í vetrarbyl.


Lock and Load... Hunting season 26 days to go jibbí

Er búinn að vera lasinn heima.  Vorum reyndar öll lasin heima og allir með pest.  Í dag voru allir farnir að hressars undir eftirmiðdaginn.  Er byrjaður að hnýta flugur fyrir veiðiferðir sumarsins.  Þegar mars byrjar fer tilhlökkun að segja til sín og er fyrsti veiðidagurinn líkt og þegar nautgripum er sleppt út á vorin fyrir utan það að ég hoppa ekki um eins og beljurnar heldur flatmaga hreyfingarlaus í vatninu með stöngina eins og köttur sem að bíður eftir mús. Ástrós var að hjálpa mér í dag að hnýta flugur þegar ég var farinn að hressast.  Hún er farin að segja að sér langi í veiðistöng og hún á að vera bleik og hún vill bara veiða litla fiska og pabbi á að veiða stóra. 

Solla Stirða - Streamer

Þetta er fluga sem að ástrós valdi efnið í fluguna og ég setti þetta svo saman.  Ástrós gaf henni nafnið Solla Stirða

Múra - Púpa með kúlu haus

Þessa flugu skáldaði ég upp og er einskonar púpa með kúluhaus.   Ástrós gaf henni nafnið Múra.

Græn mýflugu lirfa

Hnýtti nokkrar af þessari þetta er Græn Mýflugu lirfa.  Þetta er mjög lítið og hnýtt á öngul númer 12 sem að er u.þ.b. 7mm langur. enda um smátt kvikidi að ræða.  Þessi reynist oft vel í Vífilstaðavatni á vorin.

Dökk Mýflugu Lirfa

Hnýtti þessa og er þessi álíka smá. Þessi er Dökk mýflugu lirfa á enda lirfu skeiðs.  Þegar vora tekur er vatns yfirborð Vífilstaðavatns t.d. þakið púpu hylkjum og er þetta ein aðal fæða fiskana í vatninu á vorin.

 

 

 

 


« Fyrri síða

Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband