Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Jörð skalf

Jörð skalf í dag og ég er feginn að við búum ekki í Hveragerði og nágreni.  Fann vel fyrir þessu í vinnunni.  Það eru gler þyl og veggir sem að skilja að herbergin og skrifstofur í vinnunni minni.  Ég persónulega hef ekki fundið fyrir sterkari skjálfta.

Þetta minnir okkur á að við búum á miðjum atlands hafs hryggnum óhuggulega mikið þ.e.a.s. á skilum tveggja jarðfleka sem að eru á hreifingu.

Það fyrsta sem að ég hugsaði var hvort að það væri í lagi með Huldu og Ástrós.

Hér er jarðskjálftinn í beinni hjá Ingva Hrafni


Ástrós að Veiða í fyrsta skipti

Ástrós fór að veiða í fyrsta skipti í dag.  Hún fékk í afmælisgjöf veiðistöng og hefur mikið langað til að prufa hana.  Við fórum því saman í dag ég og Ástrós.  Tók með sma nesti handa okkur feðginunum.  Þetta var að sjálfsögðu smá upplifun fyrir litluna mína.  Við veiddum ekkert í þetta skipti þrátt fyrir væntingar veiðikonunnar.  Hún fór samt sátt með mér heim enda langur viðburðaríkur dagur að baki og er núna lítil veiðikona orðin dálítið þreitt.


Vikann

Þetta hefur heldur betur verið viðburðarrík vika.  Fór í vikunni til Alsír ( Algeirs borgar) í norður Afríku á fund með vinnunni sem að var bara gaman og áhuavert.  Fór síðan í Óvissuferð með vinnunni á föstudag Og í morgun vaknaði minns snemma og hélt á veiðar á þingvöllum og landaði einni feitri þingvallableikju (2 pund).  Það er ekki annað hægt að segja en að vikan hafi verið viðburðarrík.

Flísar í litlum krílum og fiskur dagisins

Já dagurinn eftir vinnu hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig hjá litlunni minni.  Hún fór út að tína blóm handa pabba og kom hlaupandi inn há grátandi þar sem að hún hafði fengið flísar úr blómi sem að hér er í garðinum.  Eftir miklar og strangar samningaviðræður tókst mér að taka flísarnar úr hendinni.  Það leit út fyrir að samningar myndu ekki nást en eftir mikinn grát og vangaveltur lítillar stelpu var fallist á að fá plástur þ.e.a.s. prisnessu plástur og smá nammi.  N.b. bara að fá að skoða hendina kostaði 15 mínútna samninga viðræður og tók þetta all nokkra stund eftir það. 

Elduðum annars fantagóðan fisk við feðginin sem töfruðum úr því sem að til var á þessum bæ og útkoman úr þessari tilraunaeldamennsku kom tja bara á óvart.

Fiskur í eldföstumóti með fetaosti og tómötum ala Viddi.

  

2 dl Hrísgrjón

2 Ýsuflök

Nokkrir sveppir

2 tómatar

½ Krukka MS fetaostur

Rifinn ostur

 Sósa á fisk

Aromat ( eftir smekk)

1 dl AB Mjólk

1 mat sk Létt Majones

Eftirlæti hafmeyjunnar (Pottagaldrar)

MCormick Italian sesoning ( eða sambærilegt)

 

Sjóðið hrísgrjónin og setjið í botninn á eldföstu móti. Skerið fisk flökin í hæfilega bita og setjið yfir hrísgrjóninn og saltið fiskinn. Dreifið sveppunum jafnt yfir. Setjið svo tómatsneiðar yfir.  Dreifið svo sósunni yfir fiskinn og tómatana og sveppina.  Að lokum dreifið fetaostinum yfir.  Setjið svo rifinn ost eftir smekk.  Setjið inn í heitan ofn og bakið við 200° í 20 mínútur.

 


Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband