Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Fríið byrjað

Já sumar fríið er byrjað.  Ætla aðeins að skreppa ásamt spússu minni erlendis eftir helgi.  Það verður efalaust gaman.  Það er búið að vera gott veður ... þar til að ég fer núna í frí þá kemur rok.  Er búinn að vera tilbúinn með allt veiðidótið til að skreppa aðeins á þingvallavatn en hef hætt við síðast liðna tvo morgna þar sem að vindurinn hefur verið 15-17 m/s á þingvöllum síðast liðna tvo morgna.  Þetta verður að bíða betri tíma. Hef reindar farið óvenju lítið að veiða mest vegna þess hvað bensínið er hátt.  Fór allavega 2-3 í viku yfir sumarmánuðina í fyrra en það hefur dottið niður í eitt og eitt skipti. T.d núna í júní er ég búinn að fara einu sinni á þingvöll samanborið við 8 sinnum í fyrra.  Vonandi á það eftir að skána.

Já blessuð olían.... 500$ tunnan eftir 5 ár?

Já þetta segir einn helsti sérfræðingur bandaríkjamanna um þessi mál.  Aðrir segja að fatið geti farið í um 300$.   Í dag er olíu tunnan á um 135,79$ = 173 kr pr líter.

Ef tunnan færi í um 500$ mynd líter af 95 oct bensíni kosta 637kr eða ef að þú ert með 60 L tank sem að er algeng stærð myndi það kosta þig kr 38220 að fylla tankinn. 

Ég held að það sé kominn tími til að kynna sér verð á hestvögnum og dráttar hestum.


Viva Espania Madrid

Skrapp aðeins á vegum vinnunnar til Madríd.  Er að hjálpa til við að ganga frá leigusamning við flugfélag eitt hér í landi sem að fyrirtækið mitt er að leigja flugvél til.

Það er búið að vera frekar heitt hér og sem dæmi var 34°C hiti í dag um 7 leitið í kvöld.  Annars hef ég nú ekki verið mikið að spikspora hér um þar sem að þetta er hrein og bein vinnuferð og mikill tími fer í að stússast í kringum hitt og þetta fyrir þetta verkefni fundarhöld og annað slíkt.  Var reindar heppinn með hótel herbergi og fékk gott herbergi í 4 stjörnu hóteli hér í bæ sem að er annars ágætt.

Mikið fjör mikið gaman...


Vikan 9-15 júní... Það er komið sumar

Þessi vika hefur verið nokkuð skemmtileg.  Fór að veiða á þriðjudagskvöld og veiddi 7 stykki á meðan maðurinn við hliðina á mér veiddi ekki bröndu greiið.  Hirti 4 af þessum bleikjum ágætis fiskar 1-1,5 pund allt tekið úr fiski holunni minni góðu.

Nú við höfum verið að hugsa um ferfætlinginn sem að við erum að passa og gegnur bara nokkuð vel.  Hvutti er eins og skugginn minn eltir mig hvert sem að ég fer. Hann fór reindar til dýralæknis í gær þar sem að hann var kominn með illt í magan.  Við höfum ekki verið að gefa honum neina aukabita né fara útfyrir fæðu skammtinn sem að hann átti að fá.  Hinsvegar fékk hvutti ekki rétt fæði hjá þeim sem að hann var að koma úr pössun frá og við tókum við af. Það orsakaði stíflaða endaþarms kyrtla sem að leiddi til tjá "mudd slide".  En annars allur að braggast eftir að við henntum matnum sem að kom með honum og fengum ráðleggingar frá dýralækni um nýjan mat.  Þeir eru mjög viðkvæmir svona smáhundar.

Það var sumarhátið á leikskólanum hjá Ástrós í vikunni og hún skemmti sér vel.  Íþrótta álfurinn  kom í heimsókn og lék listir sínar fyrir leikskóla börnin við mikla undrun og fögnuð hjá þeim litlu.  Ástrós var farinn að spyrja mig eftir á hvort að ég gæti ekki gert svona heljarstökk eins og íþrótta áfurinn.  Ég náði ekki að verða við þeirri ósk þrátt fyrir eftirvæntingar hjá Ástrós.

Ég og litla  sæta stelpan mín hún Ástrós fórum svo í dag í Esjugöngu í góðaveðrinu á meðan mamma lá lasin heim.  Hún labbaði með mér  upp 2/3 af fjallinu með nokkum stoppum.  Mjög dugleg sú litla.  Við stoppuðum svo í fjallinu og borðuðum nestið okkar umkringd þrastasöng.  Bróðir hennar Huldu hann Elli og hvutti komu með okkur.  Hann fór erfiðari leiðina upp fjallið og upp á topp á meðan ég og Ástrós fórum auveldari leið upp hlíðina þar sem að ég vissi að þessi litla elska er með takmarkað þol og varð að taka mið af aldri og getu hennar.  Við snérum svo við ég og Ástrós þegar hún nennti ekki lengra. 

Ástrós á rólóÁstrós kominn af sumarhátíð Viðivalla

Fífill við Himinn... úti í garðiÁstrós í Esjugöngu 15jun08

 

Ástrós og Pabbi í EsjuhlíðumVarðhundarnir að vakta nágrenið

Hunda Sumargleði


Sunnudagur og Button

Já sunnudagur og Button.  Það kom til okkar beiðni um að passa hund ( Papillon(fiðrildahundur).  Hún heitir Button, hana vantaði heimili og við ákvæðum að taka hana að okkur þar til að eigandi hennar kemur heim frá útlandinu. Mjög sæt alger dúlla eins og konurnar á heimilinu segja um Botton.

Hér er mynd af henni.

Button í heimsókn hjá okkur

Button verður sumsé hjá okkur þar til í júlí.

 

Fórum annars í sunnudags bíltúr með langafa Ástrós og Huldu.  Fórum í kirkjugarðin með langafa.  Nei ekki til að skila honum ( að þú lesandi góður skuli láta þér detta það í hug!!!). Hann vildi huga að leiði konu sinnar sálugu hennar Huldu sem að konan mín er skýrð í höfuðið á.  Keyrðum svo í sjoppuna í Hagkaup í garðabæ og fengum okkur ís og spókuðum okkur við Vífilstaðavatn.  Náði þar annar ágætis myndum s.b.r. hér að neðan.

Kríu_Dífa_1

Kríu_dífa_2

kríu_dífa_3

Kríu_dífa_4


Sjómannadagur / 100 ára afmæli Hafnarfjarðar

Það er langt síðan að ég hef farið á sjómannadaginn.  En í tilefni þess að það var ekki rigning þetta árið ákváðum við að fara.  Það voru tjöld við hafnarbakkann hér í Hafnarfirði og allt virtist vera vel skipulagt.  Með höfuðið fullt af efasemdum labbaði ég með fjölskyldunni niður á hafnarbakkann.   Fyrsta stopp var í matar tjaldinu.  Þar inni var boðið upp á alls kyns sælkera krásir meðal annars Sushi og fisk rétti ýmiskonar, graflax, fisk matreiddan á himneskan hátt í ýmsu formi, fiski súpu og humarsúpu.  Þetta var heil rússíbana ferð bragðlaukanna um allan fisk og sjáfarfangs flóruna í himneskt braglauka sumarfrí.  Hvílíkt æði.  Það var meira að setja boðið upp á marenerað og grafið hrefnu kjöt sem að var mjög gott og kom skemmtilega á óvart. Allt þetta var frítt sem að kom mér á líka á óvart. Dóttir mín og hulda voru líka þvílíkt hrifnar afi hennar Huldu sem að er gamall sjómaður frá Stykkishólmi hann var alsæll.

 

Sjómanna Dagur 2008 - Ástrós að borða saltfiskrétt    Sjómanna Dagur 2008 - Krásirnar1

Það var mikið um að vera fyrir yngstu kynslóðina , hoppu kastalar ( sem að gerðu mikla lukku hjá Ástrós minni) sjóræningjar um allan hafargarðinn og meira að setja boðið upp á sérstaka sjóræningja siglingu fyrir unga sem og aldna.  Ástrós vildi nú samt frekar fara í venjulega siglingu sem að var líka boðið uppá með Eldingu.  Við fórum með Eldingunni og sátum upp á dekki.  Eini ókosturinn var að lognið ferðaðist frekar hratt og var það mikið rok að ég þurfti að halda myndavélatöskunni vel skorðaðri svo að hún væri ekki að blakta á síðunni á mér eins og íslenski fáninn ( taskan er rúm 2,5 kg).  Ótrúlegt hvað þessi bátur Eldingin er staðfastur þrátt fyrir öldur og rok.  Hún haggaðast ekki þrátt fyrir frekar mikinn öldugang og rok. 

Sjómanna Dagur 2008 - Ástrós og Mamma  Sjómanna Dagur 2008 - TF-GNA séð frá bátnum Eldingu

IMG_20080601_9999_175   

Þegar við vorum búinn að fá góða vind þurrkunn löbbuðum við niður í bæ þar sem að Hafnarfjörður á 100 ára afmæli í dag.   Okkur langaði að sjálfsögðu að sjá þessa 100 metra köku.  Þegar niður í bæ var komið standa soltnir og hungraðir þorpsbúar við köku borðið  og bíða með eftirvæntingu eftir að þorps höfðinginn (bæjarstjórinn) segði gjörið þið svo vel.  Þetta minnti helst á kreppu árinn fólk í röð eins og augað eigir með tóma diska og glös bíðandi eftir einhverju að borða.  Loksins kemur sendiferðabíll með 50 metra af köku og hvítklæddir og rauðeygðir þreyttir bakarar hlaupa með kökurnar á borðið í 2,5 metra skömmtum. Forsetinn var mættur þegar hann vissi að það væri frí kaka í boði ásamt Dorrit.  Loksins kom að því , afmælis kakan var skorinn. Loksins fengum við afmælisköku.  Ástrós fannst það skrýtið að það væru enginn kerti á afmælis kökunni. 

 Dagurinn endaði að við grilluðum okkur marineraðan svína hnakka steik (alla Viddi) með tilheyrandi.

100 ára afmælis kakan 1    100 ára afmælis kakan 2

 


Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband