Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
30.8.2008 | 08:47
Flugmyndir frá Landsliðsdegi 27. águst
Þegar landsliðið kom til Reykjavíkur kom það auðvitað með Icelandair. Icelandair hefur stutt við bakið á landsliðinu aðalega í formi ferða til og frá landinu í ára raðir. Icelandair "stórast" á Íslandi. Við skipulögðum þessa uppákomu á skrifstofunni okkar og þessi uppákoma með að flytja landsliðið heim var mjög vel ú garði gerð. Sannkallaður stjörnu fans. Kallmerki flugvélarinnar þegar hún flaug frá keflavík til Reykjavíkur var breytt út venjulegu Icelandair flugnúmeri í "SILVER1". Tók nokkrar myndir af þessu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.8.2008 | 22:27
Haustið er kósý
Sumarið er búið og haustið er því sem næst komið hmm... ég leit út um gluggann aftur og það er komið. Mér hefur alltaf fundist haustið skemmtilegur og fallegur tími. Jú sumarið er búið en það kemur víst annað eftir þetta (vonandi) .
Horf á þetta með jákvæðni. Rigning er kósý. Hvað er betra en að vera undir sæng að kúrast þegar rigningin ber glugga. Það styttist í uppáhalds mánuðinn minn og Ástrósar litlu þ.e.a.s desember. Fallegir haustlitir alstaðar bæði á gróðrinum og trjánum. Svo má ekki gleyma að sitja fyrir framan sjónvarpið með kakó bolla eða rauðvínsglas og kertaljós undir teppi með kvinnunni sinni hvað er betra.
Haustið er KÓSÝ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.8.2008 | 23:43
Mamma 67 ára í dag
Hún mamma á afæli í dag er 67 ára. Fórum í heimsókn til hennar og færðum henni pakka og blóm. Þegar ég kom heim fór ég í Photoshop að vinna smá verkefni fyrir afa hennar Huldu. Hann bað okkur um að bjarga myndum og skanna þær inn svo að þær skemmdust ekki. Við höfum verið að gera það samviskusamlega undanfarið. Sumar myndir eru skemmdar en ég hef bara lagað þær í Photoshop(PS). Gaman að sjá hvernig PS getur stundum bjargað hlutunum.
FYRIR
EFTIR
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.8.2008 | 21:12
Ber & Fjara
Fórum út í garð í gær að tína ber. Yfirleitt er ekki mikið á rifsberja runnunum hjá okkur en núna sást varla í tréð fyrir berjum. Víð tíndum 2 kg á rúmum hálf tíma. Þetta verður síðan sultað áður en langt um líður. Þó að við höfum tekið mikið af berjum er samt nóg eftir.
Ég og Ástrós skruppum aðeins niður í fjöru í dag. Löbbuðum saman tíndum skeljar, kuðunga og krabba. Henni finst gaman að fara niður í sandfjöru sem að er úti á Seltjarnarnesi. Við fundum einn stóran krabba sem að hafði rekið á land. Þetta þótti Ástrós afar merkilegt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2008 | 14:22
Nú fer haustið að nálgast
Ég sá myndband í gær sem að fær mann til að hugsa sinn gang varðandi mat. Þarna er kona að sýna fjögurra ára gamlan McDonalds hamborgara frá Ameríku. Mjög áhugavert.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2008 | 00:42
Verslunarmanna helgin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- September 2006
- Ágúst 2006