Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Rólegheita dagur

Vaknaði snemma með Ástrós litlu og fór með hana í sinn ballet tíma í Listdanskóla hér í Hafnarfarðarbæ eftir að ég hafði fengið mér morgun kaffið.  Á meðan Ástrós var í tíma læddist ég  niður á tjörn þar sem að ég hafði ekkert betra að gera og tók nokkrar mydnir á EOS vélina mína heitt elskuðu.  Það er oft gaman að sjá samspil ljóss og vetur og getur byrtan til ljósmyndunnar í dagrenningu oft orðið mögnuð sérstaklega á þessum árstíma. 

Hafnarfjarðartjörn 1

Hafnarfjarðartjörn 2

Hafnarfjarðartjörn 3

Hafnarfjarðartjörn 3 Hafnarfjarðartjörn 2

Hafnarfjarðartjörn 3 Hafnarfjarðartjörn 5


Mótmælum mótmælum

Ég mótmæli því að það sé enn verið að mótmæla því að það sé verið að mótmæla mótmælum.  Ruglingslegt ekki satt en öllu er mótmælt um þessar mundir. Það eru allir að mótmæla einhverju.  Held að íslendingar eigi inni svona eins og nokkur mótmæli inni frá 1960 þar sem að við höfum kvartað og kveinað en sagt bara "æ þetta þýðir hvort sem er ekki neitt að mótmæla".  Jú árhátið seðlabankans var mótmælt kannski vegan þess að Davíð keypti öli... hver veit.  Krónunni mótmællt og meira að segja farið í "krónuna" og vöruverði mótmælt.  Og kannski verður snjónum mótmælt á morgun.  Nú eða að bæjarstjórinn í guðanabænum hefur ekki sagt neitt opinberlega í meira en 2000 ár eða síðan að hann talaði við Móses, því má mótmæla t.d.

Kannski er hægt að breyta þessum mótmælendum í atvinnu mótmælendur og gera þá út svona eins og einskonar atvinnumiðlun mótmælenda.  Sé fyrir mér auglýsingu þar sem að óskað sé eftir mótmælendum til starfa hér og erlendis, og mikið sé fyrir stafni hér og erlendis.  Atvinnuleysis málið leyst!  Eða þannig sko.

Dóttir mín 4 ára sá það í sjónvarpsfréttum þegar lögreglu menn voru gráir fyrir skjöldum ( af mjólk og skyri) að berjast við almenning.  Hún spurði mig hvað er fólkið að gera, afhverju eru allir svona reiðir og hverjir eru vondu kallarnir. Börnin okkar verða óörugg að vita af því að ekki er allt í lagi á íslandi sbr. að barnið sá þessa frétt.  Hún sagði líka eftir á að það væri gott að við vorum ekki niður í bæ. Það hefði verið gasalegt hugsaði ég.

Ef að við viljum hinsvegar gleyma stað og stund og þessu ólukkans ástandi skulum við gera eitthvað skemmtilegt með fjölskildunni.  Ég t.d. skelli mér með Ástrós litlu í smá sleðaferð í dag.  Margt lítið gerir eittstórt sama á við um að gleðja þá sem að okkur þykir vænt um.

Jæja best að hætta þessu bulli og fara að knúsa konuna mína. 

 


Vikan sem var að líða...

Þessi vika hefur liðið hjá eins og súrgas sprengja. Lýst ekkert á það sem að er að gerast frekar ein fleirum enda verða ekki mörg orð um það. 

Eftir prufutíman hjá Ástrós vildi hún halda árfram í ballett.  Voða gaman hjá henni um hverja helgi, kominn í 12 viknanámskeið hjá listdansskóla hér í Hafnarfirði.   Hún fékk ballet föt (Hello Kitty) frá Danmörk í Jólagjöf samkvæmt ósk.  Það nýtist mjög vel eins og vera ber.

Fékk fluguhnýtingar dót frá konunni minni í bóndadags gjöf.  Mjög hugulsamt hjá minni enda er veiðisjúklingurinn "aðeins" að hnýta flugur.

Það gengur vel í vinnunni hjá mér og er "ekki Dreki" ennþá.  Hef ekki verið leiddur að fallöxinni ennþá þrátt fyrir að allnokkrir hafi hlotið skjótan endi hér og þar.  Nóg að gera er eiginlega fullmikið að gera og við höfum valla undan í því sem að við gerum sem að er gott (atvinnuskapandi).  Það hrynja allnokkrir úr vinnu sem að við þekkjum og margir farnir að hafa það ansi skýtt, sem er ekki gott.

Gaman hvað Fésbókin er skemmtilegt vefhald (áhald).  Búinn að finna marga sem að ég hef ekki talað við lengi og satt best að segja er þetta eins og eitt stórt ættarmót fænkur og frændur allstaðar.  Fésbókar æðið hefur reindar ekki náð til pabba og mömmu ennþá.  Fésbók er eins og MSN og blogg samtvinnað og lyggur við að fólk sé að segja hluti í "stöðu línu" sem mann langar ekki að vita eins og  "fór á klósettið að gera númer 2".   Finnst það ganga stundum út í öfgar hjá sumum en gaman af þessu.  Fann tildæmis hjá einni gamalli skólavinkonu gamla bekkjarmynd úr öðrum bekk með mynd af mér svo eitthvað sé nefnt.   Fésbók eða Facebook eins og það heitir á frummálinu er málið allavega í billi þar til eitthvað nýtt kemur ;) í staðinn.  Blessuð sé minning MSN og bloggsins sem að er í dauðateyjunum hjá mörgum.   Þannig að þessu bloggfærsla hlýtur að vera gamaldags vegna þess að þetta er ekki á Fésbók.   En núna fer ég á Fésbók og pósta inn að það sé kominn ný fæsrla á bloggið mitt.... hahaha og náði þér ;)

2Y-1985

Kannski það eina góða við þetta alltsaman er að við getum sagt þegar við erum orðin gömur ... "ég man í kreppunni í kringum aldamótin þá var nú þetta ekki svona..."

Við hlóum að þessu orðatiltæki þegar við hlustuðum á gamlafólkið tala um tímana tvenna fyrir nokkrum árum og hugsuðum "þetta getur ekki gerst í nútímanum svona gerðist bara í gamladaga... hey gaur tökum gengis lán í énum eða eitthvað marr!!".  Svo varð þetta að súrealískum raunveruleika sem að er draumi líkastur í dag.  Það sem að átti ekki að geta gerst gerðist.  Æstur múgur við alþingi með ofbeldi og gas ský yfir stuttunnu af Jóni Sig.  Jón Sig hlýtur að vera orðin þreittur greyið kallinn á öllum háfaðanum og reyknum þarna fyrir framan alþingishúsið.  Kannski þarf að senda styttuna til Póllands í heilsumeðferð eftir þetta hver veit.  Þetta var áður bara í sögubókum en er raunveruleikin í dag.  Ekkert er svo gott að það sé raunverulegt sagði einhver og sérhver tók undir það.  Lífið er fjallganga og við erum komin að ansi erfiðum klett sem að lítur út fyrir að vera óklýfanlegur.  Ég er kominn með klifur græjurnar og kominn upp fyrstu fleka klettsins og nú er bara að hanga í þræðinum sem að heldur mér uppi og kífa upp á flatari brekkur og sjá hvað gerist. 

 


Helgin

Helgin að verða búinn.  Ástrós fór í sinn fyrsta ballet tíma.  Er mjög ánægð og sátt. Mætti á laugardags morgunin í ballet búningnum.  Fylgdum henni í tíman.  Röltum á meðan á kaffihúsið í Fyrði í hafj. og fengum okkar nýbakað crossant og kaffi.

Ástrós Erla á leið í fyrsta ballet tíman

Seinnipartinn var svo barnaafmæli hjá Gunnu lenu frænku Huldu með tilheirandi og svo um kvöldið fórum við í fimmtugs afmæli hjá vinnufélagamínum Steinari Steinarssyni flugstjóra.  Það var mjög gaman, skemmtilegt boð.  Ég tók þátt í að búa til afmælisgjöfina hans.  Það á að koma honum í hobby og félagar hans keyptu fyrir hann veiðigræjur.  Ég var fengin af mínum vinnufélögum til að útbúa flugubox sem að samanstendur af flugum sem að ég hannaði sem að persónu gera hvern og einn starfmann sem að vinnur með honum á skrifstofu yfirslugstjóra (CPO Office).

50 ára afmælis boxið

CPO Viddi CPO Biggi CPO Birna


Fyrstu flugurnar 2009

Þá er ég ekki að meina húsflugur heldur veiðiflugur.  Hnýtti fyrstu flugurnar í dag.  Það var mjög gaman og ég er byrjaður að plana hvert skal halda þegar vorar.

Hér er smá sýnishorn af hnýtingum dagsins nokkurir nobblerar númer 8 tilbúnir í slaginn. 

Orange & Black Nobblers anno 09 Orange & Black Nobblers anno 09 _mynd 2

 

Tókum niður jólaskrautið í dag við litla hrinfningu litlu prinsessunnar á heimilinu.  Leifðum þessu að vera aðeins lengur uppi.  Ekki veitir af á þessum síðustu og verstu að lýsa aðeins lengur upp í kringum okkur. 


Árið 2008 - Nýtt ár 2009

Árið 2009 er gengið í garð.   Þá hugsar maður til baka. hmm hvað hefur markvert gerst á árinu sem að er að líða.  Ég er búinn að ferðast töluvert á árinu þó aðalega vegna vinnunnar.  Fór til London, Madríd á Spáni, Algeris í Alsír, Prag í Tekklandi, Bangkok og Phuket á Tælandi, Kualalumpur í Malasíu auk þess að fara til Årsta Havsbad í Svíþjóð. 

Við fjölskildan nýttum sumarfríið okkar vel og fórum í brúðkaup í svíþjóð hjá sænskum hálfbróðir hennar Huldu.  Það ver mjög áhugaverð lífsreynsla.  Ég tók brúðarmyndirnar fyrir þau, bæði í kirkjunni og úti myndatöku sem að heppnaðist mjög vel. Við vorum dugleg að fara í útilegur með Ástrós sem að var mjög gaman fyrir okkur öll.  Margar góðar minningar.

Ég veiddi meira árið 2008 í kílóum talið heldur en nokkur sinni.  Veiddi rúm 30 kíló af silung og allt með flugum sem að ég útbjó sjálfur.  Núna byrja ég einmitt að undirbúa veiðiárið 2009 með hnýtingum og öðrum undirbúning.  ÉG heimsótti fleiri vötn en ég nokkru sinni gert enda veiði ég aðalega í vötnum.

Okkur tókst að flytja korter í jól.  Erum sumsé flutt af hringbraut 69 í norðurbæinn í Hafnarfirði.  Ákváðum að flytja 20 des og settum upp jólin á nýjum stað.  Loksins kominn í fjögura herbergja íbúð.

Núna er árið 2009 framundan og við erum kominn með skjöld og sverð og hjálm tilbúinn að takast á við það sem að 2009 hefur að bjóða.  Margir tala um að flýja land en við verjumst meðan að varnargarðar halda.  Það er nefnilega kreppa annarstaðar líka.  Árinu 2009 er því tekið með fyrirvara og von um bjartari tíma fyrir alla í fjölskildum okkar.  "Lexía" eitt til 99 árið 2008 var að peningar sem að eru búnir til úr engu s.b.r. hlutabréfa sukk, verða að engu því að það er ekkert bakvið þá.  "Lexía 1" 2009 er að uppgvötva gömul og nærri glötuð gildi þ.e.a.s. samheldni fjölskildunnar og síðan skulum við ræða rest að ári liðnu.

Gleðilegt ár

Flugeldar séð frá Breiðvangi Hfj_vm


Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband