Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
31.5.2009 | 00:00
Rauðvínslegin skammarræða...
Kæra ríksistjórn og aðrir bankamenn (rassálfar) ....
Verði ykkur að góðu. Ég tók ekki þá í þessi svínaríi þessara viskí legnu víkinga arðræningja kapítalista. hmm spurning um að fara úr landi? Hvað eru margir sem hugsi það sama. Annar hver maður og önnur hver kona á íslandi. Ekki ætla ég allavega að láta mín börn borga þessa súpu. Þið þi getið ýmindað ykkur rest....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2009 | 13:57
Nýtt Tjald og fiska fjall
Fór í gærkveldi í Þingvalla paradís. Veiddi 8 stk. Hélt eftir 4 sem að er hægt að grilla. Frystikistan er byrjuð af fyllast strax. Þetta var bara gaman. Hulda mín er hinsvegar kannski ekki ánægð með uppátækið þar sem að fiskur fer að flæða upp úr kistunni. Nóg um það mál.
Við hulda keyptum okkur nýtt tjald í gær fyrir sumarið. Það er frekar stórt eða 6m x 4m. Bara fortjaldið er 2,8m x 4m. Allavega erum við með tjald sem að er stærra en fellihýsin (skuldahalarnir). Það kemst fyrir í geymslunni heima og þarf ekki að fara í skoðun hjá ríkinu á hverju ári og kostar bara brot af því að hafa fellihýsi eða tjaldvagn tala nú ekki um auka eldsneytis eyðsluna með því að draga með sér herleg heitin. Kreppu kostur fyrir sumarið. Getum svo búið í tjaldinu þegar við flýjum land
Tjaldið er með svefnpláss fyrir 7 í tveim herberjum sem að eru aftast í tjaldinu.
Hér er mynd af tjaldinu fyrir neðan.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2009 | 13:34
Skrepp í Þingvallasveit
Skrapp í gær í Þingvallasveit. Hef haft það fyrir sið að byrja ekki að veiða á þingvöllum fyrr en um 20maí. Árangurinn lét ekki á sér standa í þessa 2 tíma sem að ég stoppaði á staðnum mínum góða. Fékk 2 bleikjur sem að voru feitar og vænar 2 pund og 3 pund. Var líka að prufa nýju vöðlurnar Goretex mínar frá Slate og Orvis vöðluskó. Virkar bara vel.
Þingvallavatn er oft lengi að taka við sér þar sem að landið og vatnið stendur frekar hátt yfir sjávarmáli er c.a. mánuði á eftir miðað við gróðurfar og veiði í strandvötnum. Er farinn að þekkja staðinn ansi vel þar sem að ég hef verið að veiða þarna í nokkur ár með flugu. Gott að miða við 20.maí þá kemur bleikjan að landi í kringum þann tíma yfirleitt.
Erum byrjuð að plana sumar fríið. Það verður ekki farið til útlanda eins og undanfarin tvö ár heldur að flakka innanlands. Búinn að gera samning við huldu um að ég fæ að taka stöngina með hihi.
Búinn að vera í löngu helgar fríi þar sem að leikskóli Ástrósar er í fríi frá miðvikudegi til þriðjudags. Leikskólakennararnir fóru í námsferð til Canada.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- September 2006
- Ágúst 2006