23.1.2007 | 20:31
Orrustan um Magdeburg
Já orrustan um Magdeburg hófst í gær þegar íslendingar unnu frakka. Þjóðar hjartað okkar hefur bæði stækkað og styrkst enda var ekki um annað talað í hádegis matnum hvað strákarnir okkar væru nú að meika það og að nú væri sigurinn við sjóndeildar hringinn. Það kemur svona hugsun um Davíð og Golíat aftan í hakkann. Það er svona eurovison stemning 2 þegar landsliðið er að spila meira að segja konurnar sem að vinna á bókasafninu okkar í flugdeildinni voru að tala um hvað handboltinn væri spennandi. Manni þykir samt annað skyggja á orrustuna um Magdeburg og það er barnaníðinga mál Kompás á stöð 2. Það óneytanlega fær mann til að hugsa hvað börnin okkar eru oft í þannig lagað séð hættu án þess að maður geri sér grein fyrir því. T.d. hélt ég að dæmdur barnanýðigur væri undir eftirliti þegar að hann væri komin út og tala nú ekki um að hann hafði bara afplánað 2 ½ ár af þeim fimm sem að hann var dæmdur fyrir. Hann er bara sendur á Vernd ( hjómar eins og stofnun fyrir lamaða og fatlaða en ekki fanga) án eftir lits. Ég sá í fréttum áðun að ritstjóri kompás var kallaður aftur í yfirheirslu. Það er greinilega bannað að kíkja í öll dimmu og rikugu skúmaskot sem að eru allt í kringum okkur.
Það er barasta gott að fá smá + gráður ° ég var búinn að fá leið á þessum kulda. Oh ég skil þetta núna, það þiðnaði á klakanum eftir að við unnum frakka því þá þarf engan frakka lengur jibbí.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.1.2007 | 11:26
Bóndadagur
Í dag er bóndadagur eða eins og það væri á ensku "Farmers day". Konan mín var svo æðsileg að gefa mér bóndadags gjöf í morgun sem að beið eftir mér þegar ég kom framúr í morgunn. Var vakinn með pakka og kossi frá minni. Fékk veiði hanska frá Scierra. Ekki veitir af þeir gömlu voru ekki að virka. Það getur verið kalt þegar veiðitímabilið hefst í vor. Sumir segja að bóndadagur sé uppfinning blómasala en ég lít á þennan dag sem upphaf þorrans enda fæ ég yfirleitt ekki blóm á bóndadaginn. Einu sinni fékki ég bjór og dekur frá konunni minni sem dæmi. Þorrinn með öll sín þorrablót, ekki það að ég sé að fara á slíkt. Við höfum stundum verið með einhverskonar þorramat heima hjá okkur en við sleppum súrmatnum og höldum bara það ósýrða í staðinn svona eins og harðfisk, rúgbrauð og hangikjöt og fleira í þeim dúr. Ég get reyndar borðað súrmatinn en aðrir á heimilinu hrópa ekki húrra fyrir slíkum mat. Kannski ætti maður að prufa að hringja á Domios og spyrja þá um þorra flatbrauðs tilboðið þeirra og athuga hvað viðkomandi myndi segja . Hér eru nokkrir aðrir sér dagar og bein þýðing yfir á ensku.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.1.2007 | 09:10
Alvöru vetur
Loksins kom að því alvöru vetur. Við vorum rúmlega 40 mín frá hafnarfirði og inn á Reykjavíkur flugvöll þar sem að ég vinn. Oftast erum við um 15-20 mín. Ég er farinn að hreyfa mig almennilega og stefni að því að hlaupa 21 km í reykjavíkur maraþoninu í sumar (fer kannski lengra sé til). Ég gerði svolítið sniðugt í fyrra rétt eftir áramótin. Ég skrifaði niður þau takmörk sem að mig langaði til að ná árið 2006 og geimdi það svo á góðum stað í tölvunni. Ég var að skoða þetta núna í fyrra dag og mér sýnist að mér hafi tekst næstum allt það sem að ég setti niður á blað. Það er alltaf gott að hafa markmið.
Bloggar | Breytt 19.1.2007 kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2007 | 22:15
Hala-stjarnan
Já hvað á maður að segja. Halastjarna yfir íslandi. Ég fór í göngu túr upp á Hamar hjá Flensborgarskóla þar sem að ég bý nú ekki langt frá. Ég tók með mér þrífót og EOS mynda vélina mína. Mig langaði að sjá halastjörnu hafði ekki séð svoleiðis fyrirbæri áður ætlaði sko ekki að láta það tækifæri sleppa frá mér. Ég skoðaði í réttu áttina nema hvað ekkert. Hún á nefnilega að vera sýnileg til austurs á morgnanna og vesturs í ljósaskiptum á kvöldin. Og ég var orðin frekar vonsvikin eftir korters gláp uppí himininn engin halastjarna. Ef að einhver hefði labbað rétt hjá mér hefði sá hinn sami hugsað sér að þarna væri á ferðinni ingjaldsfíflið eða einhver álíka hálfviti. Ég labba bara til baka og þá sé ég eina halastjörnu labba framhjá mér með eiganda sínum þ.e.a.s. stórt hunds skass með upprúllaða rófu og þar á endanum stjarnan. Ég hugsaði með mér hmm ég sá allavega halastjörnu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.12.2006 | 13:23
Árið 2007 framundan
Nýtt ár framundan. Það fær mann óneytanlega til hugsa fram á veginn. Árið 2007 er óskrifað blað sem að við fyllum út hvert og eitt. Nostradamus talar hinsvegar að dauði eins manns byrjun árs 2007 muni verða kveikjan að vandræða tíma og þetta tímabil muni vara frá apríl 2007 til ársins 2012. Hvað þessi vandræði eru er erfitt að spá um segja þeir er hafa legið yfir spádómum og öðrum skruddum. Alla vega fyrir árið 2007 vona ég það besta og kveð árið 2006. Það hefur verið ár mikilla sviftinga í alla staði og endar bara nokkuð vel.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.12.2006 | 12:40
Gleðileg Jól
Vonandi hafa jólin ykkar verið ánæjuleg eins og hjá mér. Jólin eru nú samt undarlegur tími. Það þætti skrýtið ef að maður væri á venjulegum degi með að dást að dauðu tré í stofunni og að borða nammi úr skónum sínum. Tala nú ekki um gömlu síðhærðu skeggjuðu mennina mennina sem að gefa börnunum nammi. Veit ekki með þig en myndir þú treista gömlum manni sem að væri að læðast inn um glugga á nóttunni hjá börnunum þínum og borðandi hangiket eða stelandi kertum í herbergjum barnanna ég bara spyr?
Kannski á Jólasveinninn erfitt í nútímanum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2006 | 11:05
Jóla hvað?
Getum við keypt jólin?
Núna er mikið áreiti frá blöðum, sjónvarpi og útvarpi með "jóla kaupa hitt og þetta." Maður heyrir t.d. "Jólin koma alveg örugglega ef að þú kaupir ####" eða " Þessi einstaki hlutur kemur með jólin til þín" eða " alveg ómissandi með jólamatnum" nú eða þessi "það sem að allir vilja er risa ofur sjónvarpstilboð, aðeins í dag 499.999 kr".
Mér finnst áreitið ekki minnka neitt með hverju árinu. Þetta er orðið ofaukið. Kaupmenn fá jólaandann yfir sig þegar þeir finna VISA brunalykt, sem er fyrir þeim svona eins og grenilykt fyrir okkur. Ég er búin að ræða það við mína konu hvort að við ættum ekki bara að flýja upp í sumarbústað næstu jól og prufa að upplifa jólin í burt frá öllu jólastressinu.
T.d. síðustu jól var ofurkapp lagt á að allt væri fullkomið og þegar litla píslið okkar hún Ástrós var búin að opna jólapakkana sína þá kom svona spennufall eins og maður hafi lokið við að selja milljón hlutabréf í Jól EHf fyrir lokun kl: 18 þann 24.des. Sem betur fer er VISA frændi ekki með brunasár þetta árið hjá okkur, enda erum við með svona fyrirframgreitt debit með kredit kort sem er mjög sniðugt, enda fara margir yfir um jólin á krítarkortinu eins og Laddi segir í laginu.
Ég sá t.d. jólasveina í Kringlunni í gær en svo fattaði ég það að í flest skiptin sem börnin okkar sjá jólasveina þá eru þeir í Kringlunni eða Smáralind. Hvað eigum við að segja þegar spurt verður "Pabbi af hverju eru jólasveinarnir alltaf í Kringlunni og Smáralind?". Kannski þarf að breyta jólasveinasögunum og hætta að segja að þeir búi upp í fjöllum og segja í staðinn að þeir búi uppi á háalofti í Smáralind og Kringlunni. Þá verður auvelt að svara þessu.
Maður spyr sig er þetta jólaandinn? Nei ekki finnst mér það. Það er nú einu sinni þannig að jólin eru í hjartanu og hver og einn hefur sínar minningar um tilhlökkun jólanna þegar við vorum minni.
Mér fannst t.d. jólin vera að koma þegar búið var að skreyta jólatréð á Þorláksmessu og jólatréð var komið upp í allri sinni dýrð og ilmurinn af jólahangikets suðu sveif um loftið.
Núna hef ég líka ákveðið að þessi jól verða tekin frekar rólega. Manni á að hlakka til að klukkan slái sex á Aðfangadag eins og þegar maður var lítill en ekki kvíða því hvort að allt nái að klárast fyrir klukkan sex.
Og þegar öllu er á botninn hvolft þá er nú niðurstaðan sú að við viljum að börnin okkar njóti jólanna enda er þetta barnahátíðin mest eins og segir í kvæðinu. Ég veit bara að henni Ástrós minni er farið að hlakka til og það er það sem skiptir máli.
Tilhlökkun barnsins til jólanna og líka barnsins sem býr innra með okkur öllum.
Kortaklippir 14.jólasveinninn.
Kemur eftir jól þegar
mamma og pabbi sofa
og klipp VISA kortið þeirra í mola.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.12.2006 | 11:16
Desember
Snjórinn er að fara og gleðjast flestir nema greiið Snæfinnur snjókarl. Vonandi kemur snjór aftur fyrir jól. Alltaf skemmtilegra að hafa snjó í des en sammt ekki of mikið af honum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.11.2006 | 21:10
Flensan.. og fróðleikur um jólamanninn
Já flensan hefur tekið sinn toll hjá okkur og hefur Hulda legið í rúminu síðan um helgina. Fór til læknis sem að gaf henni eitthvað við þessu.. og viti menn þetta er að lagast. Ástrós talar ekki um annað en jólin enda bærinn að pringa út í ljósa fljóði í öllum regnbogans litum.
Núna um helgina gegnur samt aðventan í garð og ég ákvað að vera ekki með áhuggjur þessi jólin út af hinu og þessu og njóta þess sem að jólin hafa upp á að bjóða í staðinn. Veistu það er bara langt síðan ég hef verið svona slakur yfir jólunum. Ég er samt jóla kall og ætla ásamt minni að skreyta húsið að innan sem utan veit samt ekki hvort að það verði tekið svona Chevy Chase stíll eður ei það verður bara að ráðast. Það er samt frekar skrítið að hugsa til þess að við munum gefa Ástrós í skóinn í fyrsta skipti núna þessi jól (hún er orðin nógu gömul til að fatta þetta).
Smá fróðleikur um útlenska jólasveininn frá Norðurpólnum.
1) Engin þekkt afbrigði hreindýra geta flogið. Þó skulum við ekki gleyma því að um það bil 300.000 dýrategundir eru enn óskilgreindar og óflokkaðar, og þótt flest þessara dýra séu skordýr og gerlar, þá er ekki hægt að afsanna á óyggjandi hátt tilveru fljúgandi hreindýra. (Sem jólasveinninn einn hefur séð...)
2) Það eru rúmlega 2 milljarðar barna í heiminum, sé notast við þá skilgreiningu að barn sé manneskja sem ekki hefur náð 18 ára aldri. Þó ber að nefna að þar sem Jólasveinninn þarf ekki að sinna börnum Múslima, Hindúa, Gyðinga og Búddista, minnkar afkastakrafan sjálfvirkt niður í 15% þess fjölda, eða um 378 milljónir barna. Meðaltal barna á fjölskyldu í hinum kristna heimi er um 3,5 börn á heimili, en það gerir 91.8 milljón heimila. Í þessari stuttu úttekt er gert ráð fyrir því að a.m.k. eitt gott barn sé að meðaltali á hverju heimili.
3) Jóladagur sveinka er 31 klst. langur, þökk sé mismunandi tímabeltum og snúningi jarðar, sé gert ráð fyrir því að hann ferðist frá austri til vesturs (sem okkur þótti skynsamlegt). Þetta þýðir að hann þarf að sinna 822.6 heimsóknum á sekúndu. Þannig hefur hann 1 þúsundasta úr sekúndu til þess að leggja sleðanum, hoppa úr honum og niður strompinn, fylla í jólasokkinn og koma gjöfum fyrir undir jólatrénu, borða það nasl er skilið hefur verið eftir fyrir hann, fara aftur upp strompinn, og koma sér á næsta áfangastað. Ef gert er ráð fyrir því að þessir 91,8 milljón áfangastaðir séu jafnt dreifðir um heiminn (sem við vitum að ekki er, en gerum ráð fyrir til að auðvelda útreikninga okkar), erum við að tala um 0,78 mílur per heimili, eða ferð sem er samtals 75-1/2 milljón mílna löng, að viðbættum stuttum stoppum til þess að gera það sem öll okkar þurfa að gera að minnsta kosti einu sinni á 31 tíma, sem og matarhlé og slíkt. þetta þýðir að sleði jólasveinsins ferðast á 650 mílna hraða á sekúndu, eða á um 3000 földum hraða hljóðsins. Til samanburðar má geta þess að hraðasta farartæki sem maðurinn hefur byggt, geimkönnuðurinn Ulysses, ferðast um á aumingjalegum 24,7 mílum á sekúndu. Mælingar á hraða hreindýra sýna að staðlað hreindýr getur hlaupið á um 15 mílna hraða á klukkustund í skemmri tíma.
4) Farangursþyngd sleðans er annar athyglisverður þáttur í þessum útreikningum. Ef gert er ráð fyrir því að hvert barn fái aðeins meðalstóran lego-kassa að gjöf (um 1 kíló) þarf sleðinn að bera 321.300 tonn, að viðbættri þyngd jólasveinsins, en hann er yfirleitt talinn í góðum holdum. Undir venjulegum kringumstæðum getur hreindýr dregið um 150 kíló. Jafnvel þótt við gæfum okkur að fljúgandi hreindýr (sjá rök 1) gæti dregið TÍU SINNUM þá þyngd, er ekki hægt að leysa verk hreindýra sveinka með 8 dýrum, né heldur 9. Við myndum þurfa 214.200 hreindýr. Þetta eykur farmþyngdina, án þess að taka þyngd sleðans með í reikninginn, upp í 353.430 tonn.
Til samanburðar má nefna að það er fjórföld þyngd skemmtiferðaskipsins Queen Elisabeth.
5) Loftmótstaða 353.000 tonna sleða sem ferðast um á 650 mílum á sekúndu er slík að að hreindýrin hitna á svipaðan hátt og geimskip sem er að snúa aftur inn í gufuhvolf jarðar. Forystuhreindýrin 2 mundu draga í sig hita sem samsvarar 14.3 Quintilljónum jóla í orku. Á sekúndu. Hvort. Í stuttu máli myndu þau brenna upp á örskotsstundu og skapa í leiðinni ærandi hljóðsprengjur í kjölfari sínu. Aðeins tæki 4,26 þúsundustu úr sekúndu fyrir hreindýrasameykið að brenna upp. Á meðan þarf Jólasveinninn að þola miðflóttaafl sem er 17.500,06 sinnum sterkara en aðdráttarafl jarðar. 125 kílóa Jólasveinn (sem er varlega áætlað) myndi vera negldur aftur í sleðann sinn með 4.315.015 punda þrýstingi.
Með öðrum orðum: ef Jólasveinninn hefur einhverntíman borið út jólagjafir, þá er hann án nokkurs vafa látinn núna. Því miður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.11.2006 | 20:46
My amazing race
Já það má með sanni segja að ferðin mín til ýmissa landa síðastliðna 3 daga hafi verið eftirminnileg.
Fyrir það fyrsta þá bilaði vélin sem að ég fór með frá Keflavík og henni seinkaði um 4 tíma.
Ég n.b. var að fara með frakt vél Icelandair til Liege í belgíu. Ég og flugmennirnir vorum samt í góðum gír í þrátt fyrir þetta og flugstjórinn pantaði pizzu sem að við smjöttuðum á og horfðum á Sýn þar til að vélin var loksins tilbúin eftir allt það sem að var að þeirri annars ágætu vél. Þegar ég var kominn til Belgíu beið mín önnur þota sem að var að fara til Lyon í Frakklandi.
Eftir smá hlaup og púst komst ég um borð í þá þotu B737 frá Axis Air sem að er franskt flugfélag, félag (sem að btw fór á hausinn þegar ég var búinn að fljúga). Ég sat frammí hjá þeim líka. Þeir félagarnir sem voru við stjórnvölinn voru frekar fámálir þar eð þeir töluðu eingöngu frönsku.
Þegar ég var kominn til Lyon beið mín þar Philippe nokkur sem að ég átti að kenna. Ég kenndi honum það sem að af mér var ætlast og gekk það allt mjög vel. Ég var með hótelherbergi á hóteli sem var inni í flugstöðinni, 4 stjörnu hótel sem var bara ágætt. NB, þetta hótelherbergi var bara til afnota fyrir minn um daginn, þar sem að ég þurfti að taka sömu vél og ég kom með, aftur til Liege í Belgíu um kvöldið.
Vandræðin byrjuðu fyrst þegar ég var að fara í gegnum öryggiseftirlit til að komast aftur um borð í vélina. Það var maður sem var fulltrúi fyrirtækisins, sem að ég var að þjálfa um morguninn, sem fylgdi mér niður í öryggiseftirlit. Öryggisvarða - hálfvitinn sem var þarna, var nefnilega ekki með skrá yfir fraktflug og vildi ekkert kannast við að ég mætti fara á þetta flug. Áður en ég vissi af voru mættir 3 rummar frá frönsku lögreglunni og maður frá útlendingaeftirlitinu til að tala við mig og þann sem að átti að fylgja mér út í vél. Löggan beit bara í sig að ég mætti ekki fara, þar sem að ég væri ekki með gilt vega bréf innan Evrópu vegna þess að þeir höfðu ekki heyrt um ísland. Franski fylgdarmaðurinn sem að átti að koma mér á flugið reifst og skammaðist við lögguna og útlendingaeftirlitið fyrir framan mig í 10-15 mínútur (NB vélin sem að ég átti að fara með vildi ekki bíða eftir mér og ég var að renna út á tíma).
Loksins þegar franska útlendingaeftirlitið staðfesti að íslensk vegabréf væru nú í lagi og að ég væri ekki frá Kazakstan eins og Borat þá fékk ég að fara áfram. Hjóp út í vél og flaug með henni til Liege í Belgíu aftur. Þar beið mín annar flugmiði og ég fór á annað flug sem að fór til Zaragoza á Spáni og svo áfram til Lissabon þar sem að ég átti að vera með námskeið. Allt gekk vel í Lissabon og ég kenndi þar líka eitt stykki námskeið. Um kvöldið átti ég að fara með sömu áhöfn og ég kom með aftur til Liege, Belgíu.
Þegar ég loksins kom í öryggisleit þar þá vildi enginn kannast við neitt. Og aftur átti ég ekki að komast frá Lissabon, því sem næst sama sagan og í Lyon. Vegna þess að allt gekk vel að lokum seinast ákvað ég að halda ró minni. Auk þess var framkvændastjóri fyrirtækisins sem að ég var að þjálfa að fylgja mér og hann hringdi bara eitt símtal og skammaði einhvern all hressilega og þá var gatan greið og ég komst áfram til Belgíu. Þaðan átti ég svo að fara til íslands.
Í Belgíu átti að bíða mín vél frá Icelandair og var búið að fá loforð um sæti frammí fyrir mig til að ég kæmist heim. Ekki átti það að ganga heldur því að þegar ég loksins kom til Belgíu þá var sagt við mig að 2 flugmenn sem að þyrftu nauðsynlega að komast heim, væru í forgang um sætin sem að væru í boði og að ég kæmist sennilega ekki með. Ég vonaði það besta og vegna þess að ég þekkti flugstjórann lítilega fékk ég að fljóta með.
Púff þarna slapp ég aftur fyrir horn. Sannkallað "Amazing Race" á þremur dögum, búinn að fara frá Íslandi-Belgíu-Frakklands-Belgíu-Spánar(Spáns)-Portúgal-Belgíu-Íslands og sofa aðeins 6 tíma á þremur dögum, þar sem að næturnar fóru í að sitja í flugvél á hænupriki (aukasæti í flugstjórnarklefa) og dagarnir fóru í að kenna og bíða eftir flugi um kvöldið. En allt er gott sem endar vel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- September 2006
- Ágúst 2006