31.7.2008 | 11:18
Umferðaheigin mikla framundan
Þetta myndband vekur mann til umhugsunar hvort það sé ekki betra að fá sér jeppling eða jeppa Þrátt fyrir hátt olíu og bensínverð. Skoðið þetta og hlustið.
Farið varlega í umferðinni um helgina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.7.2008 | 21:37
Steiktur dagur 26°C
Er ennþá í sumarfríi og skellti mér á staðeinn er við Þingvelli er kenndur. Það var heitt og ég var að veiða þarna í 26°C hita. Þar sem að frekar mikið endurkast er frá vatninu er ég á litinn eins og rauður Mahogny viður. Já er frekar sólbrunnin í framan og á handleggjunum. Ég var á tímabili að spá í að veiða ber að ofan í völunum ofan í vatninu en sem betur fer sleppti ég því því að þá væri ég með skrítið sólbrunafar á kroppnum. Veiddi annars mikið einverja 10+ eins punda fiska og fjórar blekjur sem að voru um 2 pund.
Ástrós er kominn í leikskólan aftur og enda búin að sakna vinkvenna sinna úr leikskólum. N.b hún brennur ekkert úti í sólinni verður bara brún. Þetta er svindl. þar sem að ég verð bara eins og humar.
Við ætlum í útilegu um helgina. Förum vestur á land og ætlum að tjalda í sveita sælunni í góðaveðrinu sem að verið er að spá. Ástrós er mikil útilegu stelpa og finnst þetta allt mjög spennandi.
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
frá blog.is
Bilun varð í gærkvöldi í diskastæðu blog.is, en á þeirri stæðu, sem er röð tölvudiska, eru geymdar myndir, lög og myndskeið bloggara auk ýmissa stillinga varðandi útlit blogga. Á meðan viðgerðarmenn glíma við bilunina hefur bloggið verið opnað að hluta, en hægt er að lesa textann í bloggfærslum sem stendur og sumar myndir birtast.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.7.2008 | 11:05
Stahl & Bennström brúðkaupið í svíþjóð. Myndirnar afhenntar
Jæja Matthias og Therese eru loksins búinn að fá myndirnar sem að ég tók af þeim í brúðkaupinu í Stokkhólmi eftir að ég var aðeins búinn að vinna þær og flokka. Þá birti ég nokkrar hér að neðan þar sem að þau eru búinn að fá mydirnar og skoða þær. Vildi ekki birta fleiri myndir þar til að þau hjónin væru örugglega búinn að fá myndirnar afhenntar. Þau Bennström hjónin í svíþjóð eru ný kominn úr bruðkaups ferð frá Sunny Beach þannig að afending myndana frá mér stóðst tíman sem að ég var búinn að gefa þeim þ.e.a.s. að þær kæmu mjög fljótlega eftir að það kæmu heim úr bruðkaups ferðinni.
Tók líka fyrir þau myndir af undirbúningi brúðkaupsins. Var að taka myndir frá 8 um morguninn þar til 1 um nóttina þegar brúðhjónin yfirgáfu svæðið. Þannig að þau eiga góðar myndir af:
Undirbúningi brúðkaups
Kirkjubrúðkaupi
Úti myndataka
Veislu myndataka
Þetta er þriðja brúðkaupið sem að ég tek myndir í, og þetta var fyrsta skipti sem að ég tek aðmér allan pakkan. Virkilega góð og fín reynsla fyrir mig í brúðkaups myndatöku.
Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri eða farið og skoðið þær í brúðkaups mynda Portfolio möppunni ( þar eru fleri myndir af þeim m.a. í kirkjunni).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.7.2008 | 13:24
Hádegisverður - hrædd eggjahræra
Vöknuðum feðginin um 9 leitið. Veðrið var ekki gott. Það hefur verið haust undanfarna daga. Þannig að við Ástrós höfum dundað okkur þessa vikuna í fríinu.
Okkur datt í hug að hafa eggjaköku í hádeginu. Það endaði með óvæntum "twist". Egginn urðu hreinlega hrædd við að fara á pönnuna. Svo að við fórum í smá myndavéla leik í leiðinni.
Svo varð til eggjakaka sem að Ástrós Erla hjálpaði til við að elda.
Fiðrilda hundurinn Button er farinn heim til sín til eiganda síns. Þð er hálf tómlegt hér hjá okkur án hvutta. Við erum búinn að komast að því að það væri mjög gaman að eigna hund. Eftir að passa bæði Papilion (fiðrilda hund) og Cavalier hunda komumst við að því að Cavalier er betri fjölskildu hundur þar sem að Papilion hundar eru í eðli sinu ekki mjög barnvænir hundar. Cavalier er bæði rólegri og skemmtilegri að mínumati þó svo að Papilion hundar hafi sína kosti þá er Cavalier með vinninginn þegar á heildina er litið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.7.2008 | 11:22
Útilegu helgi...
Já fórum í útilegur hum helgina. Ástrós hefur langað svo mikið til að fara í útilegu og loksins varð það úr að við fórum. Fórum með tjaldið og fullan bíl af dóti fólki og hund meðferðis í leit að tjaldstæði. Vorum búinn að velja Úlfljótsvatn sem tjaldstað þar sem að það væri ekki lang frá borginni þar sem að bensín dropinn er ekki sá ódýrasti í dag og vegna þess að þar væri nóg við að vera fyrir hana Ástrós okkar. Þegar hinsvegar þangað var komið var varla stætt vegna roks. Við ákváðum því að leita fyrir okkur í Þrastalundi þ.e.a.s. á tjaldstæðinu þar sem að var svona til vara ef að Úlfljótsvatn myndi klikka. Þegar þangað var komið var gott skjól og nóg pláss sem að svo fylltist af tjöldum og hjólhýsum og fellihýsum þegar að daginn tók að lengja. Þessi staður hefur ekki upp á mikið að bjóða fljótt á litið. Bara tvö karla og kvenna klósett í misgóðu ásigkomulagi og ekkert við að vera fyrir ungstu kynslóðina. T.d. er þarna rólustæði en engar rólur vegna þess að einhver tjaldgestanna hafði einhverjum dögum áður stolið rólunum úr rólustæðinu. Það besta við þennan stað er staðsetninginn í svona góðu skjóli og flottar gönguleiðir.
Þrátt fyrir allt þetta var Ástrós fljót að finna sér vinkonur til að leika við langt fram á kvöld. Það tók Ástrós reindar dágóðan tíma að sofna fyrsta kvöldið vegna þess að þetta var allt svo spennandi, mikil birta og ennþá dagur úti ( íslenskt sumarkvöld). Þetta var frekar rólegur staður og besta veður allan tímann og er ég og Hulda vel sólbrunninn eftir helgina. Leit reindar út eins og blanda af Hreindýrinu rúdólf of þvottabirni í gærkvöldi vegna sólbrunans.
Ég fór síðan að veiða í þingvallavatni snemma sunnudags morguninn og kom til baka með 10 bleikjur flest allar um 2 pund. Veiddi fullt af fiski sem að var um eitt pund en sleppti honum öllum þar sem að ég hreynlega kom honum ekki með til baka. Þar sem að það var sérstaklega góð veiði þennan morguninn ákvað ég að miða við 2 pund, þá myndi ég hirða fiskinn.
Kom til baka úr veiðinni um 11 leitið og þá var pakkað saman og haldið heim á leið. Góðri sólríkri helgi lokið og allir ánægðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.7.2008 | 21:19
Veiðidagur
Byrjaði daginn snemma og skellti mér á þingvallavatn í morgun. Vatnið hreynlega kraumar af fiski. Það var fiskur á í örðu hverju kasti. Ég kom heim með 10 stk af Þingvallableikju 1 til 3 pund. Slepti þeim sem að smærri voru. Svo var þetta flakað þegar heim var komið og sett í frysti tilbúið á grillið eða á pönnuna. Frábær veiðidagur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2008 | 07:48
Svíþjóð, Brúðkaup og brúðarmyndataka
Erum búinn að vera hér í Svíþjóð síðast liðna viku í Årsta Havsbad (c.a. 25 km frá Stokkholm). Aðal ástæða ferðarinnar var að koma í brúðkaup bróður Huldu hans Matthias Bennström. Hann giftist Therese í fyrradag með mompi og prakt. Þau eiga sitthvort barnið frá fyrra sambandi. Eftir brúðkaupið tóku þau svo öll upp eftrinafnið Bennström sem að Matthias hafði einn áður.
Ein af aðal ástæðum ferðarinnar var að taka myndir í brúðkaupi þeirra. Það gekk vel og var ég þess heiðurst aðnjótandi að taka allar myndir í brúðkaupinu. Tók myndir fyrir brúðkaupið í kirkjunni, úti mynda töku auk þess að taka myndir í kirkjunni. Ég tók samtals á laugardaginn yfir 1300 myndir.
Það var gaman að taka þátt í þessu og sjá þeirra hefðir o.s.fr. sem að margar hverjar voru líkar okkar og aðrar svo gjör ólíkar.
Við erum búinn að fá gott veður allan tíman eða meðal 25°C og sól mest allan tíman. Viðkomum síðan heim á morgun frá Stokkhólmi.
Hér eru nokkar myndir sem að ég tók.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.6.2008 | 11:55
Fríið byrjað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.6.2008 | 22:21
Já blessuð olían.... 500$ tunnan eftir 5 ár?
Já þetta segir einn helsti sérfræðingur bandaríkjamanna um þessi mál. Aðrir segja að fatið geti farið í um 300$. Í dag er olíu tunnan á um 135,79$ = 173 kr pr líter.
Ef tunnan færi í um 500$ mynd líter af 95 oct bensíni kosta 637kr eða ef að þú ert með 60 L tank sem að er algeng stærð myndi það kosta þig kr 38220 að fylla tankinn.
Ég held að það sé kominn tími til að kynna sér verð á hestvögnum og dráttar hestum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2008 | 22:28
Viva Espania Madrid
Skrapp aðeins á vegum vinnunnar til Madríd. Er að hjálpa til við að ganga frá leigusamning við flugfélag eitt hér í landi sem að fyrirtækið mitt er að leigja flugvél til.
Það er búið að vera frekar heitt hér og sem dæmi var 34°C hiti í dag um 7 leitið í kvöld. Annars hef ég nú ekki verið mikið að spikspora hér um þar sem að þetta er hrein og bein vinnuferð og mikill tími fer í að stússast í kringum hitt og þetta fyrir þetta verkefni fundarhöld og annað slíkt. Var reindar heppinn með hótel herbergi og fékk gott herbergi í 4 stjörnu hóteli hér í bæ sem að er annars ágætt.
Mikið fjör mikið gaman...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- September 2006
- Ágúst 2006