Leita í fréttum mbl.is

Vikan 9-15 júní... Það er komið sumar

Þessi vika hefur verið nokkuð skemmtileg.  Fór að veiða á þriðjudagskvöld og veiddi 7 stykki á meðan maðurinn við hliðina á mér veiddi ekki bröndu greiið.  Hirti 4 af þessum bleikjum ágætis fiskar 1-1,5 pund allt tekið úr fiski holunni minni góðu.

Nú við höfum verið að hugsa um ferfætlinginn sem að við erum að passa og gegnur bara nokkuð vel.  Hvutti er eins og skugginn minn eltir mig hvert sem að ég fer. Hann fór reindar til dýralæknis í gær þar sem að hann var kominn með illt í magan.  Við höfum ekki verið að gefa honum neina aukabita né fara útfyrir fæðu skammtinn sem að hann átti að fá.  Hinsvegar fékk hvutti ekki rétt fæði hjá þeim sem að hann var að koma úr pössun frá og við tókum við af. Það orsakaði stíflaða endaþarms kyrtla sem að leiddi til tjá "mudd slide".  En annars allur að braggast eftir að við henntum matnum sem að kom með honum og fengum ráðleggingar frá dýralækni um nýjan mat.  Þeir eru mjög viðkvæmir svona smáhundar.

Það var sumarhátið á leikskólanum hjá Ástrós í vikunni og hún skemmti sér vel.  Íþrótta álfurinn  kom í heimsókn og lék listir sínar fyrir leikskóla börnin við mikla undrun og fögnuð hjá þeim litlu.  Ástrós var farinn að spyrja mig eftir á hvort að ég gæti ekki gert svona heljarstökk eins og íþrótta áfurinn.  Ég náði ekki að verða við þeirri ósk þrátt fyrir eftirvæntingar hjá Ástrós.

Ég og litla  sæta stelpan mín hún Ástrós fórum svo í dag í Esjugöngu í góðaveðrinu á meðan mamma lá lasin heim.  Hún labbaði með mér  upp 2/3 af fjallinu með nokkum stoppum.  Mjög dugleg sú litla.  Við stoppuðum svo í fjallinu og borðuðum nestið okkar umkringd þrastasöng.  Bróðir hennar Huldu hann Elli og hvutti komu með okkur.  Hann fór erfiðari leiðina upp fjallið og upp á topp á meðan ég og Ástrós fórum auveldari leið upp hlíðina þar sem að ég vissi að þessi litla elska er með takmarkað þol og varð að taka mið af aldri og getu hennar.  Við snérum svo við ég og Ástrós þegar hún nennti ekki lengra. 

Ástrós á rólóÁstrós kominn af sumarhátíð Viðivalla

Fífill við Himinn... úti í garðiÁstrós í Esjugöngu 15jun08

 

Ástrós og Pabbi í EsjuhlíðumVarðhundarnir að vakta nágrenið

Hunda Sumargleði


Sunnudagur og Button

Já sunnudagur og Button.  Það kom til okkar beiðni um að passa hund ( Papillon(fiðrildahundur).  Hún heitir Button, hana vantaði heimili og við ákvæðum að taka hana að okkur þar til að eigandi hennar kemur heim frá útlandinu. Mjög sæt alger dúlla eins og konurnar á heimilinu segja um Botton.

Hér er mynd af henni.

Button í heimsókn hjá okkur

Button verður sumsé hjá okkur þar til í júlí.

 

Fórum annars í sunnudags bíltúr með langafa Ástrós og Huldu.  Fórum í kirkjugarðin með langafa.  Nei ekki til að skila honum ( að þú lesandi góður skuli láta þér detta það í hug!!!). Hann vildi huga að leiði konu sinnar sálugu hennar Huldu sem að konan mín er skýrð í höfuðið á.  Keyrðum svo í sjoppuna í Hagkaup í garðabæ og fengum okkur ís og spókuðum okkur við Vífilstaðavatn.  Náði þar annar ágætis myndum s.b.r. hér að neðan.

Kríu_Dífa_1

Kríu_dífa_2

kríu_dífa_3

Kríu_dífa_4


Sjómannadagur / 100 ára afmæli Hafnarfjarðar

Það er langt síðan að ég hef farið á sjómannadaginn.  En í tilefni þess að það var ekki rigning þetta árið ákváðum við að fara.  Það voru tjöld við hafnarbakkann hér í Hafnarfirði og allt virtist vera vel skipulagt.  Með höfuðið fullt af efasemdum labbaði ég með fjölskyldunni niður á hafnarbakkann.   Fyrsta stopp var í matar tjaldinu.  Þar inni var boðið upp á alls kyns sælkera krásir meðal annars Sushi og fisk rétti ýmiskonar, graflax, fisk matreiddan á himneskan hátt í ýmsu formi, fiski súpu og humarsúpu.  Þetta var heil rússíbana ferð bragðlaukanna um allan fisk og sjáfarfangs flóruna í himneskt braglauka sumarfrí.  Hvílíkt æði.  Það var meira að setja boðið upp á marenerað og grafið hrefnu kjöt sem að var mjög gott og kom skemmtilega á óvart. Allt þetta var frítt sem að kom mér á líka á óvart. Dóttir mín og hulda voru líka þvílíkt hrifnar afi hennar Huldu sem að er gamall sjómaður frá Stykkishólmi hann var alsæll.

 

Sjómanna Dagur 2008 - Ástrós að borða saltfiskrétt    Sjómanna Dagur 2008 - Krásirnar1

Það var mikið um að vera fyrir yngstu kynslóðina , hoppu kastalar ( sem að gerðu mikla lukku hjá Ástrós minni) sjóræningjar um allan hafargarðinn og meira að setja boðið upp á sérstaka sjóræningja siglingu fyrir unga sem og aldna.  Ástrós vildi nú samt frekar fara í venjulega siglingu sem að var líka boðið uppá með Eldingu.  Við fórum með Eldingunni og sátum upp á dekki.  Eini ókosturinn var að lognið ferðaðist frekar hratt og var það mikið rok að ég þurfti að halda myndavélatöskunni vel skorðaðri svo að hún væri ekki að blakta á síðunni á mér eins og íslenski fáninn ( taskan er rúm 2,5 kg).  Ótrúlegt hvað þessi bátur Eldingin er staðfastur þrátt fyrir öldur og rok.  Hún haggaðast ekki þrátt fyrir frekar mikinn öldugang og rok. 

Sjómanna Dagur 2008 - Ástrós og Mamma  Sjómanna Dagur 2008 - TF-GNA séð frá bátnum Eldingu

IMG_20080601_9999_175   

Þegar við vorum búinn að fá góða vind þurrkunn löbbuðum við niður í bæ þar sem að Hafnarfjörður á 100 ára afmæli í dag.   Okkur langaði að sjálfsögðu að sjá þessa 100 metra köku.  Þegar niður í bæ var komið standa soltnir og hungraðir þorpsbúar við köku borðið  og bíða með eftirvæntingu eftir að þorps höfðinginn (bæjarstjórinn) segði gjörið þið svo vel.  Þetta minnti helst á kreppu árinn fólk í röð eins og augað eigir með tóma diska og glös bíðandi eftir einhverju að borða.  Loksins kemur sendiferðabíll með 50 metra af köku og hvítklæddir og rauðeygðir þreyttir bakarar hlaupa með kökurnar á borðið í 2,5 metra skömmtum. Forsetinn var mættur þegar hann vissi að það væri frí kaka í boði ásamt Dorrit.  Loksins kom að því , afmælis kakan var skorinn. Loksins fengum við afmælisköku.  Ástrós fannst það skrýtið að það væru enginn kerti á afmælis kökunni. 

 Dagurinn endaði að við grilluðum okkur marineraðan svína hnakka steik (alla Viddi) með tilheyrandi.

100 ára afmælis kakan 1    100 ára afmælis kakan 2

 


Jörð skalf

Jörð skalf í dag og ég er feginn að við búum ekki í Hveragerði og nágreni.  Fann vel fyrir þessu í vinnunni.  Það eru gler þyl og veggir sem að skilja að herbergin og skrifstofur í vinnunni minni.  Ég persónulega hef ekki fundið fyrir sterkari skjálfta.

Þetta minnir okkur á að við búum á miðjum atlands hafs hryggnum óhuggulega mikið þ.e.a.s. á skilum tveggja jarðfleka sem að eru á hreifingu.

Það fyrsta sem að ég hugsaði var hvort að það væri í lagi með Huldu og Ástrós.

Hér er jarðskjálftinn í beinni hjá Ingva Hrafni


Ástrós að Veiða í fyrsta skipti

Ástrós fór að veiða í fyrsta skipti í dag.  Hún fékk í afmælisgjöf veiðistöng og hefur mikið langað til að prufa hana.  Við fórum því saman í dag ég og Ástrós.  Tók með sma nesti handa okkur feðginunum.  Þetta var að sjálfsögðu smá upplifun fyrir litluna mína.  Við veiddum ekkert í þetta skipti þrátt fyrir væntingar veiðikonunnar.  Hún fór samt sátt með mér heim enda langur viðburðaríkur dagur að baki og er núna lítil veiðikona orðin dálítið þreitt.


Vikann

Þetta hefur heldur betur verið viðburðarrík vika.  Fór í vikunni til Alsír ( Algeirs borgar) í norður Afríku á fund með vinnunni sem að var bara gaman og áhuavert.  Fór síðan í Óvissuferð með vinnunni á föstudag Og í morgun vaknaði minns snemma og hélt á veiðar á þingvöllum og landaði einni feitri þingvallableikju (2 pund).  Það er ekki annað hægt að segja en að vikan hafi verið viðburðarrík.

Flísar í litlum krílum og fiskur dagisins

Já dagurinn eftir vinnu hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig hjá litlunni minni.  Hún fór út að tína blóm handa pabba og kom hlaupandi inn há grátandi þar sem að hún hafði fengið flísar úr blómi sem að hér er í garðinum.  Eftir miklar og strangar samningaviðræður tókst mér að taka flísarnar úr hendinni.  Það leit út fyrir að samningar myndu ekki nást en eftir mikinn grát og vangaveltur lítillar stelpu var fallist á að fá plástur þ.e.a.s. prisnessu plástur og smá nammi.  N.b. bara að fá að skoða hendina kostaði 15 mínútna samninga viðræður og tók þetta all nokkra stund eftir það. 

Elduðum annars fantagóðan fisk við feðginin sem töfruðum úr því sem að til var á þessum bæ og útkoman úr þessari tilraunaeldamennsku kom tja bara á óvart.

Fiskur í eldföstumóti með fetaosti og tómötum ala Viddi.

  

2 dl Hrísgrjón

2 Ýsuflök

Nokkrir sveppir

2 tómatar

½ Krukka MS fetaostur

Rifinn ostur

 Sósa á fisk

Aromat ( eftir smekk)

1 dl AB Mjólk

1 mat sk Létt Majones

Eftirlæti hafmeyjunnar (Pottagaldrar)

MCormick Italian sesoning ( eða sambærilegt)

 

Sjóðið hrísgrjónin og setjið í botninn á eldföstu móti. Skerið fisk flökin í hæfilega bita og setjið yfir hrísgrjóninn og saltið fiskinn. Dreifið sveppunum jafnt yfir. Setjið svo tómatsneiðar yfir.  Dreifið svo sósunni yfir fiskinn og tómatana og sveppina.  Að lokum dreifið fetaostinum yfir.  Setjið svo rifinn ost eftir smekk.  Setjið inn í heitan ofn og bakið við 200° í 20 mínútur.

 


Vorið vorið allstaðar ( tralla ralla rí)

Jamm fyrsti maí nálgast óðfluga (kannski bíífluga).  Þetta eru góðir dagar eða hvað.  Verðbólgan er svona eins og hálsbólgan svo mikil að vart kemur upp stuna hjá sumum hér.  Flugurnar eru byrjaðar að suða.  Sumarið er fram undan og mig hlakkar bara til.  Já mér hlakkar til að grilla meira veiða meira og upplifa íslenskt sumar með tilheyrandi....hmmm er ég kannski orðin “Red neck” það mætti halda svo alla vegna fékk ég það á tilfinninguna hér um daginn þegar ég var að grilla með einn kandan öllara hendi og nýkominn úr veiði og var að hlusta á Jonny Cash í Ipod-inum.  Nei kannski er ég ekki Redneck eftir allt saman enda skipti ég yfir í mjúka manninn þegar ég kominn með steikina fyrir familíuna.  “Elskurnar mínar maturinn er tilbúinn.” 


Fyrsti fiskurinn kominn í frystinn

Jæja skellit mér í Meðalfellsvatn í Kjós í gær. Ég veiddi 3 sleppti tveimur og hélt eftir einum sem að var 1 punda urriði.  Það var alltaf verið að kippa í snúruna hjá mér og missti nokkra.  Mikið af fiski í þessu vatni.  Þarna er mjög fallegt umhverfi.  Þetta er sannkölluð sveita paradís enda vorilmur í lofti á þessum slóðum þ.e.a.s. ný búið að bera skít á tún. Á eftir að fara þarna aftur enda gengur Lax og sjóbirtingur í vatnið ásamt staðbundnum urriða og bleikju. Á eftir að fara þarna aftur.

Ástrós varð 4ra ára 10 apríl.  Þegar tíminn líður svona hratt er ekki langt að bíða þar til að þessi unga dama færi í skóla.  Mér finnst svo stutt síðan að hún var bara nýfædd. Svona er þetta .... kapphlaup við tíman.


Pólski tæmdi hafnarfjarðar lækinn

Um daginn frétti ég af því að það væru stórir fiskar í læknum í Hafnarfirði við Veiðibúðina við lækinn.   Þetta hefur þótt hin mesta prýði og hefur t.d. fólk verið að gefa þeim brauð og fóðrað þá síðan í nóvember sl.  Núna um daginn kom það  mönnum í opna skjöldu þegar allir fiskarnar voru skindilega horfnir úr læknum og þetta hef ég frá innanbúðar mönnum Veiðibúðarinnar við lækinn í Hafnarfirði.  Ég var búinn að segja tengdó frá þessu um daginn og fannst þetta nokkuð merkilegt að þarna væru stórir og flottir fiskar sem að væru hin mesta prýði enda voru sumir fiskarnir nokkuð stórir eða 5 pund +.  Þetta var orðið aðdráttarafl fyrir fólk hér í Hafnarfirði.

Nú eitt kvöld fyrir nokkru hringdi svo tengdó í mig og lét mig vita af því ( hún býr nálægt læknum) að tveir póverjar væru að labba frá læknum glaðir í bragði með fullan poka af fiski og veiðistengur sem að þeir hafa húkkað með fiskana upp úr læknum.  Ég verð nú bara að segja að mér finnst þetta frekar brútal þ.e.a.s að hreinsa upp allt sem að heitir fiskur af þessum stað og er það líka að mér skilst bannað.  En þeir láta víst ekki þar við sitja því að Það hefur sést til þeirra við anda veiðar í læknum líka þannig að ekkert er þeim heilagt nema kannski rassaboran á þeim sjálfum.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband