Leita í fréttum mbl.is

Helgin

Skruppum að eins upp í sveit á laugardag að heimsækja frændfólk Huldu á Snæfellsnesi.  Ástrós Erla var manna spenntust að komast upp í sveit og lá andvaka af spenning til 11 kvöldið áður.  Það var gaman að komast aðeins út úr borginni og upp í sveit. Daginn eftir eða 1.apríl fórum við með Ástrós í leikhús á Karíus og Baktus.  Það stóðst allar vonir og væntingar hennar Ástrósar.  Leikritið var á litlasviðinu í borgar leikhúsinu og var leikurinn mjög nálægt áhorfendum.  All nokkrir litlir urðu frekar skelkaðir skömmu eftir að sýningin hófst grátur og gnístan tanna, enn flestir róuðust þegar liðið var á sýningunna.  Ástrós sat bara í fanginu á pabba sínum og horfði á leikritið í ró og næði án vandræða.  Henni finnst mjög gaman að fara í leikhús enda fór hún í síðasta mánuði á Pétur og Úlfinn og núna á Karíus og Baktus.  Þetta var mjög stutt sýning eða rúmar 40 mínútur.  Ástrós er núna alveg sannfærð um að Karíus og Baktus séu ekki hjá sér enda var sagt á leiðinni heim " Karíus og Baktus eru ekki í munninum á mér ég dugleg að busta tennurnar".  Ég skrapp í veiði svo á eftir í Vífistaðavatn í rúmlega 1 og hálfan tíma og veiddi einn urriða sem var 1 pund og rúmlega það.  Ég skoðaði að sjálfsögðu í magan á honum og hann var fullur af hornsílum og púpum.  Enda veiddi ég hann á phesant tail #12 sem að ég hnýtti fyrir nokkrum dögum.

Vorveiði í Vifilstaðavatni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

noh... veiðin að birja ....  alltaf gaman í leikhúsi.. 

hvar hefurðu annars haldið þig .. ekkert á msn-inu og ekkert blogg lengi lengi ??

Margrét M, 2.4.2007 kl. 08:58

2 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Gat verið um leið og færi gefst að henda færinu út, gott hjá þér

Kristberg Snjólfsson, 2.4.2007 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband