Leita í fréttum mbl.is

Þingvalla ferð

Skrapp í þingvallavatn í gærkvöldi. Veiði kvöldið byrjaði ágætlega.  Byrjaði fyrir miðri leirutá.  Náði einni rúmlega 1 ½ p bleikju sem að var mjög kröftug.  Þegar það fór að skyggja skipti ég út peakcock flugunni fyrir eitthvað bitastæðara þ.e.a.s. killerflugu með rautt skott.  Og viti menn nokkru síðar er kippt í tauminn og ég hugsa að þarna væri á ferðinni enn ein bleikjan.  En það er togað fastar og fastar.   Og taumurinn ríkur út og lengst út í vatn. Venjulega næ ég að þreyta fiskinn vel áður en að ég landa honum.  En þessi var nú ekki á því tók bara meiri línu út í vatn.  Skyndilega mikið stökk og fyrir framan mig svífur silfruð skeppna.  Nei þetta var ekki silfraði Eurovision klæðskiptings kvikindið frá Úkraínu heldur frekar stór urriði.  Hann stekkur og berst.  Rúmlega 20 mínutum síðar lauk viðureigninni með því að hann sleit sig lausan.  Ég sat eftir við bakkann með hjartað á yfirsnúning og adrennalínið flæðandi um æðarnar.  Ég labbaði í burtu með fenginn þ.e.a.s bleikjuna vænu sem að ég náði og einnig sáttur við þessa löngu viðureign við lónbúann.  Ég næ honum bara næst ;).  Enda er núna tími urriðans á þingvöllum þeir eru að gefasig í ljósaskiptunum á kvöldinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Þór Marísson

Jú jú það verður víst þannig.  Huldu finnst þetta orðið gunsamegla margar sögur hjá mér um þann stóra sem sleppur alltaf

Viðar Þór Marísson, 18.5.2007 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband